Stefnir - 01.03.1951, Blaðsíða 49
KARFI OG KARFAVEIÐAR
47
hafa valdið um, að illa tókst til
með fyrstu veiðitilraunirnar.
Eins og áður segir hættu
karfaveiðarnar 1939 er allar að-
stæður gerbreyttust vegna stvrj-
aldarinnar m. a. á þann veg, að
togararnir stunduðu þvínær ein-
göngu ísfiskveiðar fyrir brezka
markaðinn. Þó var jafnan veitt
lítið eitt af karfa fyrir þann
markað og fór vaxandi eftir því,
sem leið á styrjöldina. Arið 1945
nam karfaaflinn t. d. rúmlega
10000 smál. Þegar svo siglingar
hófuist á nýjan leik til Þýzka-
lands árið 1948 jókst mjög
karfaveiðin, þar sem sá markað-
ur sóttist eftir karfa. Var á ár-
inu 1948 aflað alls 25000 smál.
og árið 1949 nær 33000 smál. af
karfa.
Ný viðhorf.
Á árinu 1950 skapaðist svo
nýtt viðhorf að því er snertir
karfann og veiði hans hér við
land.
ísfiskmarkaðurinn í Bretlandi
brást snemma á árinu en ýmsum
erfiðleikum bundið fyrir togar-
ana að hefja saltfiskveiðar svo
sem tíðkast hafði fyrir styrjöld-
ina.
Hinsvegar var verðlag á fisk-
mjöli og lýsi mjög hátt og því
hugsanlegt að hefja karfaveiðar
með það fyrir augum að vinna
mjöl og lýsi úr aflanum.
Hófust veiðarnar í júnímánuði
en vegna togaraverkfallsins, sem
hófst 1. júlí og stóð fram í nóv-
ember varð minna úr þessum
veiðum en ella hefði orðið. Þó
stunduðu nokkur skip karfaveið-
ar allan þann tíma, sem verk-
fallið stóð og öfluðu ágætlega.
Ekki liggja fyrir endanlegar
skýrslur um aflamagn á hvern
úthaldsdag en hjá einu skipi nam
hann 41 smál. og er það mikil
aukning frá því, sem var árið
1939 eins og áður getur.
Mið þau, sem veiðin var nú
stunduð á voru enn út af Vest-
fjörðum en allmiklu sunnar en
áður. Einnig var nú sótt allmikið
dýpra en áður, sem var mögu-
legt vegna nýsköpunartogaranna.
Við það stækkar að sjálfsögðu
það svæði, sem veiðarnar geta
náð til og hefur það mikla þýð-
ingu fyrir framtíð þessara veiða.
Þegar verkfallinu lauk hófu
flest skipanna karfaveiðar en
það stóð aðeins skamma hríð,
þar sem svo var áliðið orðið.
Oruggar heimildir um karfaafl-
ann á s.l. ári er ekki fyrir hendi,
þar sem hann mun hafa verið
nokkuð blandaður öðrum fisk-
tegundum en ógerningur að fá
það sundurliðað þegar sett er í