Stefnir - 01.03.1951, Side 52

Stefnir - 01.03.1951, Side 52
50 STEFNIR veiðar eru yíirleitt óhagstæðar. Geta því karfaveiðarnar orðið til þess að lengja allverulega út- haldstíma togaranna, sem hefur mikla þýðingu fyrir rekstraraf- komu þeirra svo og fyrir þá sem atvinnu hafa við þá útgerð. Loks eru það svo fiskmjöls- verksmiðjurnar. Á undanförnum árum hafa verið byggðar margar verksmiðjur til vinnslu á fiskúr- gangi og flestar þannig útbúnar að þær geta unnið feitan fisk þ. e. isíld og karfa. En svipað er um þær að segja og frystihúsin, að vinnzlutími þeirra hlýtur að verða óeðlilega stuttur. Um marg- ar þeirrar gildir það þó vegna þess að síldveiðarnar hafa brugð- izt, einkum vetrarsíldveiðin. Með karfaveiðunum skapast möguleikar fyrir þessari verk- smiðjur til þess að lengja mjög vinnslutímann og nýta miklu mun betur afkastagetuna. Sést af því, sem hér hefur ver- ið isagt að þýðing karfaveiðanna getur verið mikil og margvrsleg. Um framtíð þessara veiða er hinsvegar erfitt að spá og kemur þar margt til. í fyrsta lagi veltur hún á því 'hversu aflabrögðin verða en þar vofir vissulega sú hætta yfir, að þau mið, sem nú eru kunn boli ekki ótakmarkaða veiði. Ber því brýna nauðsyn til að gera ýtar- legar rannsóknir á karfamiðun- um umhverfis landið. Hið háa verð á mjöli og lýsi, sem verið hefur nú um hríð, gerir fisk- mjölsverksmiðjunum auðvelt fyr- ir um að greiða það verð fyrir karfann, isem togararnir geta veitt fyrir en slíkt gæti að sjálf- sögðu breytzt ef verðlagið breyt- ist til lækkunar. Loks er erfitt að segja fyrir um það, hver þróun verður á fiskmarkaðinum í Bandaríkjunum að því, er karfann snertir. Minnk- andi veiði á karfamiðunum þar vestra og vaxandi eftirspurn eft- ir þessum fiski hefur skapað betri möguleika fyrir sölu á karfaflökum héðan. Virðist það því mest undir okkur sjálfum komið hver framtíð er á þeim markaði þ. e. a. s., að unt verði að framleiða karfann samkeppnis- færan að verði og gæðum við það, sem aðrir selja á Bandaríkja- markaði. Davíð Ólafsson.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.