Stefnir - 01.03.1951, Page 64

Stefnir - 01.03.1951, Page 64
62 STEFNIR Akranes. margir báta og skip, enda voru farkostir til sjós 'þá á Akranesi 69 að tölu. Kartöflugarðar í þorpinu voru þá 5900 fermetrar að flatar- máli. Árin 1880—90 miðar enn vel í átt að aukinni hagsæld í byggðarlaginu, þó stór skörð væru höggvin í raðir framsækinna sjógarpa frá Akranesi, því á þessum árum var þaðan einhver hinn mesti sjóskaði, er sögur greina hérlendis. Árið 1882 var reistur á Akranasi stór og myndarlegur barnaskóli, miðað við þann tíma, og margir íbúanna réðust í stórar og fjárfrekar húsbyggingar. Um iþetta leyti var hreppnum skipt í tvo hreppa, Ytri- og Innri-Akranes- hreppi, og var sá fyrrnefndi undanfari kaupstaðarins. Þá var prests- setrið flutt úr Görðum á Akranes og fyrsti læknir kom til staðarins.

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.