Stefnir - 01.03.1951, Side 71

Stefnir - 01.03.1951, Side 71
Brauðbiti og líkkista Smásaga eftir Ignazio Silone I SÓKNINNI minni er gömul sveitakona, steinhöggvarakonan Katrín, sem nýlega hefur valdið yfirvöldunum nokkrum örðugleikum. Hún er engan veginn heimsk né sérvitur. Hún er óbrotin sveitakona lík og allar aðrar, meS alla þá bresti og dyggSir, sem sveitakonur eru gæddar; og þar til fyrir skömmu höfSu verðir laganna ekki hugmynd um tilveru hennar, einfaldlega af því, að hún lét það afskiptalaust, sem ekki kom henni eða hennar fjölskyldu við, líkt og maur í maura- búi eða kind í fjárhóp. AS hafa í sig og á, fæða börn í heiminn og ala þau upp er ekki svo lítið þrekvirki; allt annaÖ er hégómi, freist ingar og heimska I síðasta jarðskjálftanum missti Katrín heimili sitt, eiginmann og þrjú börn (sömuleiðis asnann sinn). Eitt barn átti hún eftir og bróður sinn, sem var ekkjumaöur. Það var ekki í fyrsta sinn, sem jarðskjálfti dundi yfir þennan landshluta. I fjallshlíSunum má enn sjá rústir húsa, sem hafa eyðilagzt í jarðskjálftum fyrr á tímum; svipað á sennilega eftir að halda áfram í framtíðinni. Ekkert getur verið skelfilegra. Af engum sýnilegum ástæðum byrjar jörðin að skjálfa, og á fáeinum sekúndum hrynja þúsundir heimila til grunna og þús- undir fjölskyldna tortímast. Og þar sem enginn er syndlaus, þorir enginn að sýna undrun né hefja rödd sína til að mótmæla. Rústirnar eru hreinsaðar, hinir dánu grafnir, og allt byrjar að nýju. Fjölskyldur, heimili og þorp, allt er endurreist. Þetta gerði Katrín. Á fáum árum byggði hún, ásamt syni sínum og bróður sínum Cosimo, upp heimili sitt að nýju. Auðvitað er Cosimo steinhöggvari eins og allir karlmenn í ættinni, en hann er einnig múrari. Á daginn

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.