Stefnir - 01.03.1951, Síða 72

Stefnir - 01.03.1951, Síða 72
70 STEFNIR vann Cosimo sér fyrir lífsviðurværi í grjótnámunni, með því að höggva steina til að þekja vegina, og á sunnudagskvöldum vann hann, í stað þess að hvílast, með Katrínu og syni hennar, við að endurbyggja húsið þeirra. Þetta var lítið, klunnalegt liús, með smá gripastíu fyrir asnann, kjallara og tveim herbergjum og eldhúsi. Innst í dalnum, rétt hjá ánni, átti Katrín smá landskika, þar sem hún ræktaði matjurtir; og þegar hún var ekki heima eða í kirkju var öruggt, að hægt var að finna hana í þessum matjurtagarði, við að reyta burt illgresi. Hún hélt áfram að lifa þessu amstursama lífi, jafnvel á gamalsaldri, þegar sonur hennar var orðinn fullorðinn og hafði fetað í spor föður síns og gerzt steinhöggvari. Þegar allir meðlimir fjölskyldunnar hafa nóg að starfa, getur fjölskyldan talið sig hólpna, án tillits til þess hve erfitt starfið kann að vera eða afraksturinn rýr. Og þrátt fyrir aldur sinn heppnaðist Katrínu og Cosimo að afla nægs viðurværis fyrir fjöllskylduna, þannig að sonurinn gat sparað saman sín litlu steinhöggvaralaun til þess dags, ef Guð lofaði, er hann setti upp sitt eigið heimili. En kvöld nokkurt, þegar fólk bjóst sízt við, sendu örlaganornirnar út sendiboða til að tilkynna, að ný styrjöld væri skollin á, og kalla unga menn til herþjónustu. Fyrir fátæklingana er styrjöld líkt og jarðskjálfti. Enginn veit hvenær eða hvernig þær muni geisa; og þar sem forlögin ráða þeim, þýðir ekki að andmæla. Það var útilok- að fyrir Katrínu gömlu að taka stöðu sonar síns við steinhöggið, slíkt hefur aldrei verið kvenmannsverk. Samt sem áður gat hún ekki hugsað sér, að hætt væri að spara saman fyrir giftingu sonar síns; og þangað til gekk hún eftir bróður sínum, að hann fékk henni í bendur það þreytandi verk, að teyma asna, hlaðinn höggnum stein- um, frá grjótnámunni innst inn í dalinn, svo langt sem vegurinn náði, uppundir miðja fjallshlíðina. Stígurinn lá gegnum eikarskóg. Mikinn hluta leiðarinnar var hann brattur og grýttur, og þarna upp varð Katrín að klifra oft á dag. Til viðbótar varð hún svo auðvitað stöðugt að vinna í garðinum sínum; vegna þess að ræktun matjurta krefst, eins og sveitamenn- irnir okkar segja „dauðs manns“ l’uomo morto; hún krefst stöðugr- ar umhyggjusemi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.