Stefnir - 01.03.1951, Qupperneq 74
72
STEFNIR
„Já, það er satt og hversvegna skyldi ég neita því“, sagði Katrín
og lagði frá sér skálina. „Er það bannað?“
„Og það sem meira er, þú gafst honum brauðbita“, hélt hermaður-
inn áfram.
„Það er nú engin synd að mínu viti,“ sagði konan undrandi. „Að
niíiiu viti er það nú heldur engin synd að spjalla við fólk.“
,jVeittirðu því ekki athygli,“ sagði hermaðurinn, „að þessi maöur
var óvinur.
„Óvinur? Hvað meinar hann með lþví?“ spurði gamla konan bróður
sinn.
Forvítni hennar var vöknuð.
„Fyrirgefðu, “ sagði hún og snéri sér að hermanninum: „Hvers
óvinur er hann?“
„Hann er óvinur okkar,“ útskýrði hermaðurinn og var orðinn argur,
„Óvinur þinn líka.“
„Óvinur minn?“ sagði konan undrandi. „En ég hef aldrei augum
litið þennan aumingja mann fyrr en í dag og á ef til vill aldrei
eftir að sjá hann framar. Auk þess vita allir, að ég hef ekki tíma til
að eiga óvini. Allir vita, hvernig ég eyði dögunum.“
„Ég heimta svar,“ hrópaði hermaðurinn, „hvers vegna gafstu mann-
inum brauð?“
„Af því að hann var hungraður,“ sagði konan ró'lega og snéri sér
að bróður sínum. „Og hann er líka,“ hélt hún áfram við hermann-
inn,“ sonur móður, alveg eins og þú. Ef þú hefðir séð hungur hans,
þegar hann var að borða þennan brauðmola. Ég hefi enga ástæðu til
að gorta af þeim litla bróðurkærleika, sem er sjálfsagður, en ég sé
ekki heldur, að það sé neitt til að skammast sín fyrir.“
„Með öðrum orðum, þú viðurkennir glæpinn,“ sagði hermaðurinn,
sem var orðinn þreyttur á þessu, í því skyni að binda enda á þessar
viðræður.
„Það, sem ég trúi örugglega,“ sagði konan, „er: gerðu ekkert illt
og þú hefur ekkert að óttast.“
En þá greip bróðir hennar skyndilega fram í. Það var eins og
mállaus maður hefði allt í einu fengið málið. „Við meðgöngum ekk-
ert,“ sagði hann reiðilega. „Alls ekkert. Við erum þréytt og viljum
fara að komast í rúmið. Annað viðurkennum við ekki.“