Stefnir - 01.03.1951, Qupperneq 74

Stefnir - 01.03.1951, Qupperneq 74
72 STEFNIR „Já, það er satt og hversvegna skyldi ég neita því“, sagði Katrín og lagði frá sér skálina. „Er það bannað?“ „Og það sem meira er, þú gafst honum brauðbita“, hélt hermaður- inn áfram. „Það er nú engin synd að mínu viti,“ sagði konan undrandi. „Að niíiiu viti er það nú heldur engin synd að spjalla við fólk.“ ,jVeittirðu því ekki athygli,“ sagði hermaðurinn, „að þessi maöur var óvinur. „Óvinur? Hvað meinar hann með lþví?“ spurði gamla konan bróður sinn. Forvítni hennar var vöknuð. „Fyrirgefðu, “ sagði hún og snéri sér að hermanninum: „Hvers óvinur er hann?“ „Hann er óvinur okkar,“ útskýrði hermaðurinn og var orðinn argur, „Óvinur þinn líka.“ „Óvinur minn?“ sagði konan undrandi. „En ég hef aldrei augum litið þennan aumingja mann fyrr en í dag og á ef til vill aldrei eftir að sjá hann framar. Auk þess vita allir, að ég hef ekki tíma til að eiga óvini. Allir vita, hvernig ég eyði dögunum.“ „Ég heimta svar,“ hrópaði hermaðurinn, „hvers vegna gafstu mann- inum brauð?“ „Af því að hann var hungraður,“ sagði konan ró'lega og snéri sér að bróður sínum. „Og hann er líka,“ hélt hún áfram við hermann- inn,“ sonur móður, alveg eins og þú. Ef þú hefðir séð hungur hans, þegar hann var að borða þennan brauðmola. Ég hefi enga ástæðu til að gorta af þeim litla bróðurkærleika, sem er sjálfsagður, en ég sé ekki heldur, að það sé neitt til að skammast sín fyrir.“ „Með öðrum orðum, þú viðurkennir glæpinn,“ sagði hermaðurinn, sem var orðinn þreyttur á þessu, í því skyni að binda enda á þessar viðræður. „Það, sem ég trúi örugglega,“ sagði konan, „er: gerðu ekkert illt og þú hefur ekkert að óttast.“ En þá greip bróðir hennar skyndilega fram í. Það var eins og mállaus maður hefði allt í einu fengið málið. „Við meðgöngum ekk- ert,“ sagði hann reiðilega. „Alls ekkert. Við erum þréytt og viljum fara að komast í rúmið. Annað viðurkennum við ekki.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.