Stefnir - 01.03.1951, Page 75
BRAUÐBITI OG LÍKKISTA
73
Hermaðurinn hefur sennilega ekki verið svo afleitur eftir allt sam-
an, því að hann lét ekki sjá sig aftur talsvert langan tíma; og Katrín
hafði svo margar áhyggjur að bera, að ekki leið á löngu, þar til
hún hætti að hugsa um þessa einkennilegu heimsókn og hinar fárán-
legu röksemdafærslur þessara yfirvalda.
En nokkrum mánuðum síðar, þegar eins stóð á og í fyrra skiptið,
að Katrín og bróðir hennar sátu á dyraþrepinu og voru að borða
súpuna sína, birtist hermaðurinn á ný.
„Þú veizt,“ sagði hann brosandi við Katrínu, „að ástandið hefur
breytzt síðan ég kom síðast, og það, sem þú varst ákærð fyrir, er ekki
lengur glæpur — heldur þvert á móti.“
Katrín laut að bróður sínum og hvíslaði: „Er það við mig, sem
þessi maður er að tala?“ spurði hún. „Hvað vill hann?“
„Já, það er við þig, sem ég er að tala,“ sagði hermaðurinn.
„Mig langaði til að segja þér, að ástandið hefur breytzt.“
„Hvað hefur breytzt?“ hrópaði bróðirinn. „Alls ekkert. Steinarn-
ir eru enn harðir og regnið er enn blautt.“