Stefnir - 01.03.1951, Síða 78
76
STEFNIR
„Ertu þá viss um að þetta sé hann,“ spurði kirkjugarðsvörðurinn.
„Auðvitað er ég viss um það,“ svaraði móðirin. „Hann haíði enn
um hálsinn fagnaðafhátíðarmerkið, sem ég lánaði honum, þegar
hann fór að heiman.“
„Fín kista þetta,“ sagði kirkjugarðsvörðurinn með aðdáun. „Hún
hlýtur að hafa kostað laglegan skilding.“
„Það voru hans eigin peningar,“ útskýrði Katrín. „Peningarnir,
sem hann var búinn að spara saman til að geta gift sig.“
Gamla konan fór heim og gekk til hvílu, úttauguð af þreytu. Cosi-
mo var þess vegna einn á dyraþrepinu, þegar hermaðurinn kom í
þriðja sinn.
„Hvar er systir þín?“ spurði hann.
„Ég er hér,“ sagði Cosimo. „Þú getur talað við mig.“
„Systir þín hefur brotið á móti lögunum,“ sagði hermaðurinn.
„Gegn fleiri en einum lögum, meira að segja. Líkið var ekki flutt
samkvæmt settum reglum.“
„Það var sonur hennar,“ útskýrði Cosimo.
„Hún verður að mæta þegar í stað fyrir héraðsdómaranum,“ hélt
hermaðurinn áfram. Það getur haft slæmar afleiðingar fyrir hana
að mæta ekki til yfirheyrslu. Hvar er éystir .þín?“
Hermaðurinn gekk eitt skref áfram í því skyni að ganga inn í hús-
ið, en Cosimo stóð í gættinni. Hann hélt á hníf í hendinni. Þannig
stóðu þeir og horfðu hvor á annan, þögulir og hreyfingarlausir;
minrísta hreyfing, hvort heldur af ótta eða ógnun, hefði orsakað bar-
daga. En þá birtist Katrín innan úr myrkrinu. Vesalings konan átti
erfitt með að standa á fótunum.
„Hvað gengur á?“ spurði hún. „Hver er að leita að mér?“
Báðir mennirnir þögðu.
„Hvað viltu?“ spurði gamla konan hermanninn. „Ert það þú einu
sinni enn.“
Eitthvað varð að segja.
„Það er misskilningur. Hann fór í skakkt hús,“ útskýrði bróðir
hennar.
„Hvaða erindi gæti hermaðurinn átt hingað? Við höfum aldrei skipt
okkur af því, sem okkur kemur ekki við.“
Hermaðurinn gekk þegjandi burtu.