Stefnir - 01.03.1951, Page 81
KOMÚNISMINN SAMEINAR EKKI TÉKKA OG SLÓVAKA.
79
Vladimir Clementis og kona hans.
náS tilgangi sínum, hafa koínm-
únistar síðan hugsað um það eitt,
að draga allt pólitískt vald og
stjórn saman í Prag. Síðan í
febrúar 1948 hafa hinar tiltölu-
lega sjálfstæðu slóvakísku stofn-
anir, sem samsvöruðu hinum
ýmsu tékknesku stjórnardeildum,
fullkomlega misst gildi sitt.
Stofnun þeirra var einn liðurinn
í Kosice-áætluninni, en nú eru
slóvakísku umboðsmennirnir að
öllu leyti háðir stjórnarskrifstof-
unum í Prag. Nú er það fyrst og
fremst samdráttur valdsins
(centraliseringin), sem felst í
dagskipununum, og á einu svið-
inu eftir annað hefur Prag gert
Slóvakana sér háða, án tillits til
þess hve fjármálaástandið þar er
ólíkt. Þeir hafa heldur ekki látið
sig skipta þau áhrif, sem þetta
hefur haft á Slóvakana, sem allt-
af hafa liðið fyrir að vera studd-
ir og auðmvktir af Tékkunum.
í LANDBÚNAÐINUM var reynt
að ryðja veginn fyrir samvinnu
með því að knýja alla bændur
inn í hin svo kölluðu „sameinuðu