Stefnir - 01.03.1951, Síða 83
KOMÚNISMINN SAMEINAR EKKI TÉKKA OG SLÓVAKA.
81
Allt 'þetta hlaut smám saman
að leiða til þess, að samkomulag-
ið milli Tékka og Slóvaka versn-
aði, og fyrir nokkru síðan varð
það ljóst, að klofningurinn
náði einnig til kommúnista-
flokksins. Ofsóknirnar gegn
„borgaralegum þj óðernissinnum"
í Slóvakíu, fall Clementis og
brottvikning margra leiðandi
kommúnista úr slóvakísku um-
boðsstjórninni, er sýnilegur vott-
ur þess, að kommúnistum í Sló-
vakíu hefur fundist stjórnin frá
Prag vera of ströng. Hér er ekki
um að ræða efa í hinni kommún-
istísku trú þeirra, það er aðeins
það, að þeir halda fram slóvak-
ísku afbrigði af kommúnisma,
sem ekki fellur þeim í geð í Prag
og Kreml, og slíkar villutrúar-
kenningar verður að rífa upp
með rótum. 1 stað þeirra, sem
fara út af línunni, eru settir aðr-
ir slóvakískir kommúnistar, sem
hafa sýnt samdrætti vakfeins
(centralíseringunni) svo ákveðið
fylgi, að Prag hefur ekkert að
óttast af þeirra hálfu. Slóvakía
hefur mikinn minni hluta í stjórn-
inni og það er ein af meginástæð-
unum til óánægjunnar. Utanríkis-
málaráðuneytið var eftir stríðið
verndari slóvakískra málefna, en
Siroky, eftirmaður Clementis,
hefur lengst af sýnt sig vera ákaf-
an talsmann samdráttar valdsins
(centralíseringarinnar). Dóms-
málaráðherrann er einnig Sló-
vaki, en hann var fyrst og fremst
settur í þetta embætti af því, að
hann var náinn vinur Gottwalds
forseta. I nokkrum af hinum
smærri og þýðingarminni stjórn-
ardeildum eru einnig Slóvakar,
en þeir hafa lítið haft að segja.
Margir Slóvakar, einnig komm-
únistar, hafa nú þá tilfinningu,
að hugsunin um sérstakt slóvak-
ískt þjóðerni hafi verið lögð á
hilluna.
AÐALRITARI kommúnista-
flokksins í Slóvakíu, Bastovan-
sky, hefur greinilega látið í ljós,
hvert eigi að vera framtíðar-
sambandið milli Tékka og Sló-
vaka. í ræðu, sem var árás gegn
hinni „borgaralegu þjóðernis-
stefnu“ í Slóvakíu, ásakaði hann
Slóvakana fyrir „skort á skilningi
á stjórnhæfni hjá tékkneska
verkalýðnum og framvörðum
lians, tékkneskum kommúnistum.“
Stjórnmálastefna kommúnist-
anna mun óhjákvæmilega leiða
til þess, að bilið milli Slóvakanna
og annarra íbúa verður sífellt
stærra. Menn geta getið sér til
um hversu djúptækur þessi klofn-
ingur muni verða við aðrar að-
stæður en þær, sem ríkjandi eru