Stefnir - 01.03.1951, Side 90

Stefnir - 01.03.1951, Side 90
TIL LESENDA STEFNIS. STEFNIR er nú að byrja annað árið. Hann hefur þegar eignazt marga góða vini, sem greitt hafa götu hans, og kaupendatalan hefur aukizt með hverjum mánuði. Sambandsstjórnin er því bjart- sýn um framtíð ritsins. En þótt vel hafi gengið, fer því þó fjarri, að lokamarkinu sé náð. Enn er fjárskortur því til hindrunar, að hægt sé að gera STEFNI svo vel úr garði, sem Sambandsstjórnin og ritstjórar hans óska. Ritið þarf bæði að koma oftar út og flytja fjölbreytt- ara efni, sem erfitt er að koma við meðan þarf að vinna ritstjórn- arstörfin í hjáverkum með öðrum umfangsmiklum störfum. Nú í ár munu koma út fjögur hefti af STEFNI eins og í fyrra og verð árgangsins verður hið sama, 25 krónur, þrátt fyrir hækk- andi verðlag á prentun og pappír. Sambandsstjórnin heitir nú á alla vini STEFNIS að hefja enn sókn til aukinnar útbreiðslu ritsins. Jafnframt treystum við því, að allir kaupendur bregðist fljótt og vel við og leysi út póstkröf- urnar fyrir árgjaldinu 1951, sem sendar verða með öð.ru hefti þessa árgangs. Á því veltu fjárhagsafkoma ritsins. Nýir kaupendur geta fengið 1. árg. STEFNIS fyrir aðeins 10 krónur meðan upplagið endist. Sameinumst um að gera STEFNI að fjölbreyttasta og útbreidd- asta tímariti landsins. Með beztu kveðju og þökkum. Stjórn Sambands ungra Sjálfstœdismanna.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.