Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 5

Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 5
Ritstjórnargrein Að loknum landsfundi og prófkjöri í Reykjavík Þegar þetta er ritað er landsfundur Sjálfstæðis- flokksins að baki og prófkjör sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík ný- afstaðið. Báðir marka þessir atburðir viss tíma- mót og eru mikilvægir áfangar á leið Sjálfstæðis- flokksins út úr þeim innri erfiðleikum, sem sett hafa svip sinn á flokksstarfið undanfarin misseri. Ungir sjálfstæðismenn geta einkar vel við niðurstöður landsfundar og prófkjörs unað og svo er vonandi um flest sjálfstæðisfólk. Fram- bjóðandi yngri manna í flokknum Friðrik Sophusson, var kjörinn varaformaður flokksins og fjórir menn úr röðum Sambands ungra sjálf- stæðismanna náðu kjöri í miðstjórn og hafa full- trúar SUS í miðstjórn aldrei verið fleiri. Á sama hátt og ungir sjálfstæðismenn fagna úrslitum landsfundar er það mikið fagnaðarefni, að sjálfstæðismenn í Reykjavík skyldu staðfesta einróma val borgarstjórnarflokks sjálfstæðis- manna á Davíð Oddssyni sem borgarstjóraefni flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Sigur Davíðs er jafnframt sigur fyrir unga sjálf- stæðismenn í Reykjavík, sem Iögðu hart að sér í einarðri og drengilegri baráttu fyrir hann. Hinn góði árangur Markúsar Amar Antonssonar, Ingibjargar Rafnar, 1. varaformanns SUS, og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar er sömuleiðis mikið ánægjuefni. Úrslit prófkjörsins sýna, að sjálf- stæðismenn í Reykjavík vilja að ungt fólk með nýjar og ferskar hugmyndir séu í forystu í borgar- stjórn, eins og áratuga hefð er fyrir. Einna ánægjulegast við úrslit landsfundarins var kjör þeirra Einars Kr. Guðfinnssonar, Jóns Ásbergssonar, Óðins Sigþórssonar og Þorsteins Pálssonar í miðstjóm flokksins. Allir eru þessir menn innan raða ungra sjálfstæðismanna og hafa getið sér góðan orðstír hver á sínum starfsvett- vangi og í sínu byggðarlagi. Er mikill fengur að þeim í miðstjórn flokksins. í miðstjórn situr einnig formaður SUS auk þess sem framkvæmda- stjórar flokksins, þau Kjartan Gunnarsson og Inga Jóna Þórðardóttir, hafa þar setu- og tillögu- rétt. Hafa ungir sjálfstæðismenn vafalaust ekki í annan tíma haft jafngóð tækifæri til að hafa áhrif á æðstu stjórn flokksins og nú. Tillaga ungra sjálfstæðismanna um breytingar á skipulagsreglum flokksins, sem miðaði að því að koma í veg fyrir að núverandi ástand í flokkn- um, þar sem hluti hans er í stjórn en hluti í stjórn- arandstöðu, geti skapast að nýju, hlaut mjög góðar undirtektir á landsfundi. Tillagan var lögð fram í endurskoðuðu formi frá því sem var á SUS þingi og gerðust fórmaður landssambands sjálf- stæðiskvenna og formaður verkalýðsráðs flokks- ins meðflutningsmenn tillögunnar. Greinilegt var að tillaga þessi hafði mjög sterkan hljómgrunn meðal almennra landsfundarfulltrúa. Hún var t.d. ekki aðeins samþykkt í skipulagsnefnd fund- arins heldur bætti nefndin við hana atriðum, sem felld höfðu verið niður frá upphaflegri samþykkt á SUS þingi. Þetta gerðist þrátt fyrir að í nefnd- inni sætu nokkrir helstu stuðningsmenn núver- andi ríkisstjórnar með landbúnaðarráðherra í broddi fylkingar. Formaður flokksins lagðist gegn því að tillagan yrði samþykkt á þessum landsfundi og óskaði eftir því, að henni yrði vísað til miðstjórnar. Með tilliti til þessarar afstöðu formannsins sem og þess að fram var komin tillaga um að þingflokkur sjálf- stæðismanna setti sér starfsreglur, sem ljóst var að mundu að hluta til ganga í sömu átt og tillaga ungra sjálfstæðismanna, var fallist á þá máls- meðferð. Með hliðsjón af því að sýnt var að til- lagan mundi hljóta samþykki á fundinum var hér um að ræða verulega tilslökun af hálfu flutnings- manna og skref í átt til sátta af okkar hálfu. Af nýútkominni samtalsbók forsætisráðherra má ráða að þessi sáttaviðleitni hefur einskis verið metin, frekar en vænta mátti, en málflutningur ráðherrans um þetta mál í bókinni er að flestu leyti út í hött og ósæmandi. Eftir nýafstaðinn landsfund og prófkjörið í' Reykjavík er ljóst að ný kynslóð er að ryðja sér rúms í vaxandi mæli i Sjálfstæðisflokknum. Pessi kynslóð vill fá tækifæri til þess að vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar í friði í heilum og óskiptum flokki. Niðurstöður landsfundar og þær horfur sem eru á víðtækri samstöðu sjálf- stæðismanna í borgarstjómarkosningunum í Reykjavík gefa vissulega tilefni til að vona að betri tímar séu framundan í S jálfstæðisflokknum. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.