Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 13

Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 13
Landsfundarræða Geirs Hallgrímssonar samtök kommúnista og sósíalista, er forystuafl í núverandi ríkisstjórn og þeirra eigin foringjar hrósa sér af því, að núverandi ríkisstjórn sé til vinstri við ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar. I þau rúmlegaót) ár, sem kommúnistar og sósíalistar hafa starfað saman í skipu- lögðum samtökum á íslandi, hafa áhrif þeirra aldrei fyrr verið jafnmikil og nú. Þeir hafa áður gert harða atrennu að valdastofnunum þjóðfélags okkar, en aldrei náð svo miklum árangri sem nú. Þeir ætluðu að taka völdin í Reykjavík 1946, en þeirri tilraun til valdatöku var hrundið. Þeir tóku þátt í nýsköpunar- stjórn 1944, en sjálfstæðismenn settu þeim fljótlega stólinn fyrir dyrnar í stjórnarráðinu þegar þeir ætluðu að ráða utanríkisstefnu landsins. Þeir gerðu ofbeldisárás á Alþingi ís- lendinga 1949, en þeirri aðför var hrund- ið. Þeir voru leiddir inn í stjórnarráð Is- lands 1956, undir handarjaðri framsókn- armanna og þar gerðu þeir ákveðna til- raun til að kippa fótunum undan utan- ríkisstefnu þjóðarinnar. Sú tilraun mis- tókst vegna þess að sjálfstæðismenn stóðu saman sem einn maður. Þeir voru leiddir inn í stjórnarráð Is- Iands 1971 í skjóli framsóknarmanna. í þeirri atrennu komust þeir nær því en nokkru sinni fyrr að brjóta niður þá stefnu í utanríkis- og öryggismálum, sem Sjálfstæðisflokkurinn markaði- en þeirri aðför var hrundið vegna samstöðu sjálf- stæðismanna og frumkvæðis dugmikilla einstaklinga og hugsjónamanna í sam- tökunum: Varið land. Nú hafa kommúnistar Iykilstöðu í Alþýðusambandi íslands, höfuðborginni og síðustu þrjú misseri hafa þeir setið í Stjórnarráði fslands - ekki í skjóli fram- sóknarmanna, heldur var þeim vísað þar til sætis af nokkrum flokksbræðrum okkar. I skjóli þeirra hafa kommúnistar hreiðrað betur um sig í stjórnkerfinu ís- lenska en nokkru sinni fyrr. Vörn gegn kommúnisma Á sama tíma og þetta hefur gerst hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki sama styrk og áður til þess að hrinda tilraunum kommúnista til þess að seilast til úrslita- áhrifa á framvindu íslenskra þjóðmála. íslendingar geta hvorki búist við, að Alþýðuflokkur né Framsóknarflokkur fái rönd við reist yfirgangi Alþýðubanda- lagsins. Alþýðuflokkurinn veit ekki í hvom fót- inn hann á að stíga, hvorum megin Alþýðubandalagsins hann á að standa. Framsóknarflokkurinn er ekki líkleg- ur til að andæfa sósíalistum. Þeir fljóta andvaralausir að feigðarósi, vegna þess að þeir eru hræddir við kommúnista. Framsóknarmenn vilja umfram allt sitja sömu megin borðsins og Alþýðubanda- lagið. En framsóknarmenn ugga heldur ekki að sér, meðan þeir geta tryggt sér- stöðu og forréttindi SÍS og gæðinga sinna í valdakerfinu. Enginn íslenskur lýðræðissinni og allra síst sjálfstæðismaður má falla fyrir fimmtuherdeildarstarfsemi kommún- ista, sem ungverski byltingarforinginn Lazlo Rajk, er reyndar fékk að kenna á því, að byltingin étur börn sín, orðaði eitthvað á þessa leið: Ef þú átt 3 óvini, gerðu bandalag við þá alla, en síðan skaltu útrýma einum þeirra rneð banda- lagi við hina tvo og síðan endurtekur þú söguna, þar til einn andstæðinganna er eftir, þá áttu í fullu tré við hann. Sjálfstæðismenn, við hrindum ekki víðtækustu tilraun kommúnista í hálfa öld til þess að sölsa undir sig úrslitaáhrif í íslensku þjóðfélagí nema við stöndum sameinaðir. Sjálfstæðisflokkurinn, heill og óskipt- ur, sameinaður, megnar einn að afstýra vaxandi áhrifum sósíalista innanlands og áhrifum alþjóðakommúnismans að utan. S jálfstæðisflokkurinn er br jóstvörn sjálf- stæðis þjóðarinnar og frelsis einstakl- ingsins í samræmi við yfirlýsingu stofn- enda hans fyrir52 árum. Þjóöarhreyfing Á þessum landsfundi verður sérstak- lega fjallað um atvinnumál, leiðina til bættra lífskjara til að brjótast út úr stöðnun vinstri stjórna þrátt fyrir stór- aukinn sjávarafla í kjölfar 200 mílna út- færslunnar, eins mesta stjórnmálasigurs íslendinga, sem unnin var undir forystu sjálfstæðismanna. Þá verður og á þessum landsfundi vonandi innsigluð samstaða sjálfstæðis- manna um allt land í kjördæmamálinu. Við sjálfstæðismenn eigum verk að vinna. Sjálfstæðisflokkurinn verður í senn að vera sú kjölfesta og frumkvæðis- afl, sem íslenskri þjóð er lífsnauðsyn í viðsjálli veröld á breytinga- og umróta- tímum. Þrennt er það sem við verðum umfram allt að vera trúir og treysta: 1. Sjálfstæði þjóðarinnar, vemdun þjóð- ernis og menningararfleifðar í frjáls- um samskiptum og samvinnu við aðrar þjóðirog menningarstrauma án þjóðarrembings eða minnimáttar- kenndar. 2. Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi í því skyni, að hver einstaklingur fái að þroska og njóta hæfileika sinna, fram- taks og sköpunargáfu hver jum og ein- um og heildinni til hagsbóta, efnalega og andlega. 3. Félagslegt öryggi, sem tryggir þeim, sem minna mega sín, sjúkum öldruð- um og öryrkjum þá aöhlynningu og heilsubót, sem í mannlegu valdi stendur og skapar þeim sem best skil- yrði til virkrar þátttöku í þjóðlífinu. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta og honurn fylgir fólk í strjálbýli og þéttbýli. Sjálfstæðisflokkurinn ætti því að vera í stakk búinn í stefnumótun sinni að auka skilning milli manna og sætta hagsmunaárekstra. S jálfstæðisstefnan skírskotar til allrar þjóðarinnar og hefur því öll skilyrði til þess að vera fjölda- flokkur og forystuflokkur, sannkölluð þjóðarhreyfing hér eftir sem hingað til, þar sem lundarfar stjómlyndis víki en frjálslyndi ríki. Það skal vera markmið okkar til heilla landi og þjóð. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.