Stefnir - 01.12.1981, Page 17
fyrirtæki en hún var hugsuð 1971 - hlut-
verkið er annað en vinstri stjórnin ætlaði
henni.
Að mínu áliti er Framkvæmdastofnun
samt óþarfur milliliður í lánamálum
atvinnuveganna og minnisvarði um það
að okkur hefur mistekist að móta raun-
hæfa byggðastefnu. Þar á ofan læðist að
mörgum sá grunur, að stofnunin sé
notuð til að hygla Sambandsfyrirtækj-
um, enda er hún stundum kölluð lána-
deild SÍS.
Það er átakanlegt að horfa á SÍS kaupa
hvert fyrirtækið af öðru. Stórveldið er
um þessar mundir á eins konar rýmingar-
sölu einkaframtaksins, sem á undir högg
að sækja vegna skilningsskorts stjórn-
valda á eðlilegum rekstrargrundvelli
atvinnufyrirtækja í landinu.
Hvert er að lokum viðhorf þitt til ríkis-
stjórnarinnar og þeirra sjálfstæðismanna
sem þar sitja?
Það var aldrei neinn vafi í mínum huga
um það að samstjórn með Alþýðubanda-
lagi og Framsóknarflokki væri versti
kosturinn sem við áttum völ á, - jafnvel
þótt Sjálfstæðisflokkurinn hefði í heilu
lagi farið í slíkt samstarf. En það er tilurð
og málefnasamningur núverandi ríkis-
stjómar sem gera mig að andstæðingi
hennar. Ég lít þó á sjálfstæðismennina í
henni sem sjálfstæðismenn eftir sem
áður og það á að halda dyrum opnum
fyrirþá.
Munu þeir nokkurn tíma ganga inn um
þær dyr. Er nokkur von dl þess að sam-
eina sjálfstæðismenn á nýjan leik?
Ég er þeirrar skoðunar að flokkurinn
geti vel sameinast á ný.
Mér er þó ljóst að það er varla við því
að búast að einstakir menn sættist heilum
sáttum - svo þung orð hafa fallið - en með
tilvísun til landsfundarins og þeirrar sam-
stöðu sem þar náðist er ég mjög bjart-
sýnn á að flokkurinn nái saman og fylki
sér einhuga um sjálfstæðisstefnuna.
H.L.
Stjómmálayfirlýsing
landsfundar 1981
I. Almennt um þjóðmálín
Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn var
stofnaður fyrir fimmtíu og tveimur árum
hefur hann verið merkisberi frelsis og
framfara í landinu. Stefna hans er víð-
sýn, frjálslynd og þjóðleg umbótastefna
á grundvelli athafna- og einstaklings-
frelsis með hagsmuni allra stétta og
byggðarlaga fyrir augum. Flokkurinn
telur það forsendu heilbrigðs samfélags
að einstaklingar, félög þeirra og samtök
hafi frelsi til athafna og fái að njóta af-
raksturs iðju sinnar. Jafnframt leggur
hann áherslu á það hlutverk opinberra
aðila að sjá um að leikreglur frjálsrar
starfsemi séu haldnar og samhjálp
tryggð, sem veiti öryggi gegn áföllum.
Flokkurinn hefur haft forystu í sókn ís-
lendinga til landsréttinda og vill gæta
þess öryggis, sem nauðsynlegt er til þess
að þjóðin geti lifað í friði og frelsi í landi
sínu.
Reynslan sýnir að íslendingum hefur
vegnað best, framfarir orðið,örastar og
velferð aukist mest, þegar sjónarmið
Sjálfstæðisflokksins hafa verið ráðandi.
Þegar skoðanir annarra flokka hafa
orðið ofan á og höft, skattar og hvers
konar opinber afskipti verið aukin, hefur
hins vegar skjótt brugðið til stöðnunar í
átvinnulífi og dregið úr umbótum. Jafn-
framt hefur öryggi landsins verið stefnt í
hættu vegna tvíræðrar afstöðu þessara
flokka.
Alvarleg viðhorf blasa nú við í þjóð-
málum hér á landi sem víðast hvar annars
staðar. Á undanförnum áratugum hafa
oðið stórstígar framfarir og velferð hefur
aukist hröðum skrefum. Nú hefur hins
vegar dregið úr hagvexti, verðbólga
magnast og atvinnuleysi orðið mikið víða
um heim. Jafnframt hefur opinber starf-
semi stóraukist án þess að árangur hafi
skilað sér að sama skapi.
Við íslendingar höfum ekki farið var-
hluta af þessum breytingum, enda þótt
aflaaukning vegna stækkunar fiskveiði-
lögsögu og hagstæð markaðsskilyrði hafi
orðið okkur til hagsbóta. Það er skylda
stjómmálaflokka að skoða stefnu sína í
Ijósi þessara nýju viðhorfa. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur að undanförnu unnið
að þessu. Fyrir tveimur árum birti flokk-
urinn stefnuskrá í efnahagsmálum,
Endurreisn í anda frjálshyggju. í
framhaldi af henni er nú lögð fram ítarleg
stefnuskrá í atvinnumálum auk álits-
gerða í öðrum málaflokkum.
Sjálfstæðisflokkurinn telur það brýn-
asta verkefnið að styrkja og efla atvinnu-
líf landsins. Takist þetta ekki, brestur
grundvöllur framfara og umbóta og
vaxandi straumur fólks mun leita sér lífs-
viðurværis í öðrum löndum.
Bæta þarf starfsskilyrði atvinnuveg-
anna og leysa úr læðingi atorku og fram-
tak einstaídinga og félaga þeirra. Fella
verður niður hömlur á atvinnurekstri og
viðskiptum og leyfa heilbrigðri sam-
keppni að njóta sín. Verðlag þarf að vera
frjálst og sömuleiðis gjaldeyrisviðskipti.
Endurskoða ætti opinber. útgjöld og
flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga,
fyrirtækja og einstaklinga. Jafnframt
verður að draga úr sköttum á einstakl-
inga og atvinnurekstur og leggja áherslu
á, að allar atvinnugreinar og fyrirtæki
sitji við sama borð. Gengisskráning þarf
að taka mið af þörfum atvinnuveganna,
jafnframt því sem aðhalds er gætt vegna
verðlagsáhrifa hennar. Beita ber verð-
jöfnunarsjóðum í samræmi við upphaf-
legan tilgang þeirra. Kjarasamningar
verða að vera á ábyrgð þeirra, sem að
þeim standa og stefna að öruggri afkomu
launþega jafnt sem atvinnuvega. Sam-
ræmdri stefnu verður að fylgja í peninga-
og fjármálum. Kjör innlána og útlána
þurfa að ákveðast svo að hvatning til
spamaðar sé nægjanleg og fjármagn
beinist þangað, sem það kemur að best-
um notum.
Nýta verður vatnsorku og jarðvarma,
sem verði gundvöllur öflugs iðnaðar.
Ákvarðanir ber að taka sem fyrst um
nýjar virkjanir og nýta samvinnu við
erlend fyriitæki eftir því sem hag-
kvæmast virðist og markaðsskilyrði gefa
vísbendingu um.
Aukinn hagvöxtur og framleiðni eru
forsendur þess, að íslendingar nái því
markmiði að sérhver vinnufær maður
hafi starf, er veiti lífvænlega afkomu með
hóflegum vinnutíma. Áhersla sé lögð á,
að dagvinnutekjur nægi til framfærslu.
Stuðlað sé að alhliða þróun atvinnuvega
og lífsskilyrða í öllum hémðum landsins.
Við sérstaka og tímabundna örðugleika
er réttlætanlegt, að opinberir aðilar komi
í veg fyrir að fyrirtæki kollvarpist og
starfsmenn séu sviptir lífsafkomu.
Það er grundvöllur sjálfstæðisstefn-
unnar, að stétt starfi með stétt. í atvinnu-
17