Stefnir - 01.12.1981, Page 21

Stefnir - 01.12.1981, Page 21
virkjunarmálum og beita sér fyrir upp- byggingu stóriðjuvera sem getur orðið vaxtarbroddur atvinnuuppbyggingar um land allt. Sjálfstæðisflokkurinn telur að ákvarð- anir um eignaraðild íslendinga að iðju- verum svo og samstarfssamningar um önnur atriði eigi að ráðast af eðli hvers máls fyrir sig og aðstæðum á hverjum tíma. Af hans hálfu koma því til greina margvíslegir kostir að þessu leyti. Nýting vatnsorkunnar og uppbygging stóriðju er tvímælalaust eitthvert stærsta verkefni sem þjóðin hefur tekist á hendur og það mun væntanlega standa yfir í a.m.k. hálfaöld. Koma verðurstór- iðjumálunum í öruggan farveg til fram- búðar á vegum þingkjörinnar nefndar, sem hefur þetta verkefni með höndum. Nefndin þarf m.a. að kynna málið ræki- lega innanlands og utan, safna upplýs- ingum um framleiðslugreinar, tækni, markaði og einstök fyrirtæki, athuga staðsetningu, móta heildarstefnu, sam- ræma undirbúning virkjana, gefa stjórn- völdum ráð og síðast en ekki síst að hafa frumkvæði um samninga við erlend fyrir- tæki, virkjunaraðila og aðra innlenda aðila sem við sögu koma. Kanna þarf til hlítar hvort vinnanleg olía sé á yfirráðasvæði íslands. (, Efling undirstöðuatvinnu- veganna: Landbúnaður - aukin framleiðni og nýjar búgreinar P>að er skoðun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins að landbúnaðurinn sé enn sem fyrr einn af undirstöðuatvinnu- vegum þjóðarinnar. Hann á rætur í ís- lensku þjóðlífi og er tengdur landinu og þjóðinni órofa böndum. Tilhneigingar hefur gætt á undanförn- um árum til að vanmeta þýðingu land- búnaðarins fyrir þjóðarbúskapinn og gera lítið úr framtíðarhorfum hans. Hér er í senn þörf á raunsæju mati og já- kvæðari viðhorfum. Landbúnaður er undirstaða efnahagsstarfsemi í heilum j, landshlutum, og hann sér fyrir drjúgum hluta þeirra matvæla, sem þjóðin þarfn- ast. Jafnframt eru Iandbúnaðarafurðir notaðar í vaxandi mæli sem hráefni til iðnaðar bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Hitt er ekki síður mikilvægt, að búgreinar, sem eru í vexti, mæta fjöl- breyttari þörfum á innlendum markaði. Sýnt hefur verið fram á, að framleiðsla einnar nýrrar búgreinar, loðdýraræktar, er fyllilega samkeppnisfær á heimsmark- aði, enda hefur hún hagstæð skilyrði hér Leiðin til bættra lífskjara á landi, og tollar og innflutningshöft erlendis ekki sama hindrun eins og yfir- leitt er, þegar aðrar landbúnaðarafurðir eiga í hlut. Á þessar staðreyndir hafa tímabundnir erfiðleikar því miður skyggt. Efla þarf markaðstengsl milli fram- leiðenda og neytenda sem eðlilega hvatningu til að framleiða nægilega fjöl- breytt úrval af hollum matvælum fyrir neytendur með batnandi lífskjör, innlent fóður, verðmætari hráefni til iðnaðar og þær afurðir, sem best geta keppt á erlendum mörkuðum. Stjórnvöld hafa nýlega gert ráðstafan- ir til bráðabirgða í samráði við samtök bænda, komið á kvótakerfi og lagt á fóðurbætisskatt, en slíkar ráðstafanir eru neyðarúrræði og ber að vinna að því, að þeirra verði ekki þörf. Sjálfstæðisflokkurinn telur, að miklir möguleikar séu á áframhaldandi fram- förum og framleiðniaukningu í hinum hefðbundnu búgreinum, sauðfjárrækt og nautgriparækt. Framleiðniaukning í þessum búgreinum getur hins vegar leitt til fækkunar mannafla í þeim, ef ekki opnast erlendir markaðir. Til að fyrir- byggja frekari fækkun í sveitum landsins þarf því að efla aðrar greinar landbúnað- ar, eins og alifugla- og svínarækt, ylrækt, garðrækt, skógrækt, kjarnfóðurfram- leiðslu, fiskeldi og loðdýrarækt. Þessar búgreinar virðast geta átt bjarta framtíð hér á landi. Þá getur ferðamannaþjón- usta skapað aukin atvinnutækifæri í sveitum, svo og þjónusta við veiðiskap og útivist. Flokkurinn vill leita varan- legra og jákvæðra lausna á núverandi vandamálum landbúnaðarins, stuðla að vaxandi framleiðni, auka verðmæti og fjölbreytni framleiðslunnar og leggja sem áður mikla áherslu á landvemd og landgræðslu. Til að ná þessu marki, þarf að efla leiðbeiningar, rannsóknastarf- semi og búfræðimenntun. Bændum verði þannig búin heilbrigð skilyrði til að njóta atorku sinnar og þekkingar sem sjálf- stæðir atvinnurekendur. Þeir taki eigin ákvarðanir um framleiðslu sína í sam- ræmi við kostnað aðfanga og raunveru- lega eftirspurn eftir fjölbreytilegum afurðum innan lands sem erlendis. Sjávarútvegur - hámarks- afrakstur fiskstofna og aukin verðmætasköpun Sjávarútvegurinn verður um fyrir- sjáanlega framtíð undirstöðuatvinnu- vegur þjóðarinnar. Á honum mun öflun gjaldeyris fyrst og fremst byggjast og hann er og verður áfram meginundir- staða þéttbýlis umhverfis landið. Forysta Sjálfstæðisflokksins við útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 200 mílur, ásamt ráð- stöfunum þeim er gerðar voru af ríkis- stjóm Geirs Hallgrímssonar til vemdar og betri nýtingar fiskstofna em forsend- ur hinnar miklu aukningar afla mikil- vægra fiskstofna. Þetta er undirstaða þeirrar uppbyggingar fiskveiða og stór- aukinnar framleiðslu sjávarafurða, sem verið hefur undanfarin ár. Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsyn- legt að sjávarútvegi verði búin skilyrði til að vaxa og eflast á næstu árum til jafns við aðrar atvinnugreinar og leggur áherslu á eftirfarandi atriði: Unnið verði markvisst að því að tryggja varanlegan hámarksafrakstur hinna ýmsu fiskstofna og annarra sjávar- dýra með samræmdum líffræðilegum og efnahagslegum aðgerðum þannig að sem mest samræmi verði á hverjum tíma milli afraksturgetu stofnanna og afkastagetu fiskiskipastólsins. Stjórnvöld vinni að þessu markmiði í náinni samvinnu við samtök sjómanna og útvegsmanna og taki bæði tillit til hagkvæmni veiða og vinnslu og atvinnusjónarmiða á þeim stöðum, sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Gengið verði til samninga við ná- grannaþjóðimar um að endurreisa og tryggja hámarksafrakstur af þeim fisk- stofnum, sem gengið hafa milli auðlinda- lögsögu þessara þjóða svo og um skipt- ingu heildarafla og samvinnu um fisk- veiðieftirlit. Stuðlað verði að aukinni verðmæta- sköpun og bættri nýtingu alls sjávar- fangs, svo og að fiskeldi og með þeim hætti fjölgað atvinnutækifærum í sjávar- útvegi. Eitt mikilvægasta skilyrði þess að sjávarútvegurinn geti starfað með við- hlítandi árangri er að gengi krónunnar sé skráð þannig að fyrirtæki í sjávarútvegi geti í meðalárferði greitt laun til jafns við aðrar atvinnugreinar og skilað hagnaði til uppbyggingar. Sjálfstæðisflokkurinn varar eindregið við millifærslukerfi, þar sem það leiðir til mismununar milli atvinnuvega, fyrir- tækja og einstakra byggðarlaga. Hlutverk Verðjöfnunarsjóðs er að jafna markaðssveiflur. Þess vegna skal þess ætíð gætt, að misnota ekki sjóðinn með millifærslum milli deilda hans, eins og nú er gert. Sjálfvirkni verðbólgunnar undangeng- in ár hefur leitt til misnotkunar verð- jöfnunarsjóðs. Þetta ber að forðast. Víxlverkanir kaupgjalds og verðlags koma harðast niður á útflutnings- 21

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.