Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 46

Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 46
Innlend málefni PéturJ. Eiríksson: Ótti vinstri manna við skoðanir annarra Þegar maöur ætlar að nefna þau rök, sem eru fyrir frjálsum útvarpsrekstri er ekki laust við að maður lendi í vandræð- um. Ekki vegna þess að rökin séu fá eða alls ekki fyrir hendi heldur vegna þess að öll skynsamleg rök mæla með því að útvarpsrekstur verði öllum þeim frjáls, sem á annað borð hafa áhuga, vilja og getu til að standa í slíkum rekstri. Fárán- leiki spurningarinnar um frelsi í útvarps- rekstri verður best ljós þegar hún er færð yfir á aðrar atvinnugreinar. Á hverjum og einum að vera frjálst að gefa út bækur og dagblöð, stofna leikhús, reka kvik- myndahús, baka brauð, selja pulsur eða yrkja ljóð? Að sjálfsögðu, segjum við. Frelsi til þessara hluta er að vísu ekkert sjálfsagt í öllum löndum, en víst er það á íslandi. En því þá ekki frelsi til að reka útvarp? Hvað er það, sem gerir útvarps- rekstur svo sérstakan? Er það eitthvað, sem getur gert hann hættulegan öryggi þjóðarinnar, andlegu heilbrigði hennar eða efnahag umfram annan atvinnu- rekstur? Sjálfur sé ég það ekki og hef ég þó hugað vel að þessu máli. Þvert á móti tel ég hér eiga það sama við og um annan atvinnurekstur að aukið frelsi til athafna muni leiða af sér: a) aukið fram- boð og val fyrir neytendur, b) lægra verð, c) aukna atvinnu í greininni. Með öðrum orðum, velferð allra eykst. Ég held það þurfi ekki að rökstyðja þetta nánar, þessi rök eru öllum skiljan- leg og ef einhverjir vilja ekki fallast á þau er það vegna þess að þeir lýsa frati á velferð okkar hinna og stjórnast af öðrum sjónarmiðum. Lítum því frekar á rök þeirra, sem andvígir eru frelsi í útvarpsrekstri. Mér sýnist að hægt sé að ná tvennu bitastæðu úr öllu orðaflóðinu, sem beint hefur verið gegn frjálsræðismönnum: 1. Staða ríkisúvarpsins gæti orðið veikari. 2. Fyrirtæki og peningamenn gætu eignast útvarpsstöðvar. Ef við lítum á fyrra atriðið þá hlýtur það að vera komið undir yfirmönnum og starfsfólki stofnunarinnar hvort hún veikist við að fá samkeppni. Vissulega yrði alger markaðsdrottnun hennar úr sögunni, en hverju breytti það? Mér 46 Ur upptoKusal bjónvarpsins. Frjalst utvarp ogsjonvarp myndi skapa aukna atvinnu í þessari starfsgrein. hefur ekki sýnst forráðamenn útvarpsins sýna því mikinn áhuga hve stór hluti þjóðarinnar, ef þá nokkur, hlustar. Þau viðhorf gætu breyst ef samkeppni kæmi til sögunnar þannig að gæðamat og hag- kvæmni í rekstri vægju þyngra, og meiri gaumur yrði gefinn að markaðshlutdeild. Markaðslegur og efnahagslegur styrkur Ríkisútvarpsins yrði þannig háður vali neytenda en einnig hinum pólitíska vilja stjórnmálamanna. Ef þeir vilja viðhalda f járhagslegum styrk Ríkisútvarpsins geta þeir gert það, en mér sýnist sá vilji frekar veikur um þessar mundir. En hvað svo ef staða Ríkisútvarpsins veiktist? Gerði það nokkuð til? Það er nefnilega ekkert sjálf- gefið að það sem í staðinn kæmi yrði lakara. Röksemd númer tvö, að fyrirtæki og „peningamenn” gætu eignast útvarps- stöðvar eru dæmigerð vinstri rök, óttinn við skoðanir annarra. Vinstrimenn líta nefnilega á útvarpsrekstur, sem tæki til að hafa áhrif á skoðanamyndun. Af þeirri ástæðu hafa þeir lagt svo ríka áherslu á að ná, sem bestri fótfestu innan veggja Ríkisútvarpsins líkt og í skóla- kerfinu. Fyrirtæki, sem legði í útvarpsrekstur gerði það að öllum líkindum af viðskipta- ástæðum en ekki hugsjónaástæðum. Aðalmarkmiðið væri ekki útbreiðsla skoðana heldur flutningur frétta, fræðslu- og skemmtiefnis í arðsemis- skyni. Margir íslenskir fjölmiðlar eru eign fyrirtækja, sem rekin eru í arðsemis- tilgangi. Þessir sömu fjölmiðlar eru almennt vandaðri og njóta meiri út- breiðslu en flestir þeir, sem reknir eru af öðrum en fyrirtækjum og „peninga- mönnum”. Reynslan sýnir að fjölmiðlar sem reknir eru í arðsemistilgangi, svo sem Morgunblaðið, Dagblaðið og Vísir og Helgarpósturinn, leita fremur til atvinnumanna í þeim greinum, sem út- gáfu þeirra snerta. Hjá þeim starfa atvinnumenn óháðir skoðunum eigenda og hluthafa og atvinnumennskan og hlut- lægnin situr í fyrirrúmi fyrir áróðrinum. Frjáls útvarpsrekstur myndi þannig fyrst og fremst skapa vettvang fyrir atvinnumenn t.d. fréttamenn en ekki prédikara. Prédikarar gætu vissulega fengið sinn vettvang á öldum ljósvakans, en erfiðara yrði að tryggja þeim marga hlustendur, frekar en dagblöðum þeirra lesendur. Það er einmitt þetta, sem vinstrimenn vita og óttast og því vilja þeir ríghalda í Ríkisútvarpið því þar vita þeir þó altént að þeir geta komið ár sinni fyrir borð og misnotað aðstöðu sína til að hafa áhrif á skoðanamyndun í landinu. Frjáls útvarpsrekstur gerði þeim slíka misnotkun ókleifa. Pétur J. Eiríksson er hagfræð- ingur að mennt og starfar hjá Flugleiðum. Hann var um skeið blaðamaður við Morgunblaðið og fram- kvæmdastjóri hjá Frjálsu framtaki. Pétur á sæti í stjóm SUS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.