Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 51

Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 51
Hannes H. Gissurarson: Nýjar hugmyndir um stjórnmál kynntar Sænsku stúdentasamtökin Fria moderata studentförbundet héldu um- ræðufund um nýjar stjómmálahugmynd- ir í Stokkhólmi 29. ágúst 1981, og var Hannesi H. Gissurarsyni boðið á fund- inn, en hann var þá staddur í Svíþjóð. Skemmst er frá því að segja, að fundur- inn var hinn athyglisverðasti, enda voru frummælendur allir kunnir hugsuðir og hugmyndirnar frumlegar og djarflegar. Frummælendurnir voru Lord Ralph Harris of High Cross, breskur hagfræð- ingur og yfirmaður The Institute of Economic Affairs í Lundúnum, sem hefur verið helsti hugmyndabanki frjáls- hyggjumanna í Bretlandi síðustu áratugi, Gordon Tullock, prófessor í Virginia Polytechnic and State University í Bandaríkjunum og einn af frumkvöðlum nýrrar kenningar um þau lögmál, sem stjórnmál lúti, almannavalskenningar- innar (theory of public choice), Henri Lepage, einn af ,,nýju hagfræðingunum” frönsku, en ein bók hefur komið út eftir hann á sænsku, I morgon kapitalism (Markaðsbúskapur á morgun), Dr. Digby Anderson, yfirmaður nýrrar breskrar stofnunar, Social Affairs Unit, sem ætlað er að greina og gagnrýna ýmsar kenningar lýðfræðinga (sociolog- ists), en margir draga vísindalegt gildi þeirra í efa, og Julius Gold, prófessor í lýðfræði (sociology) í Bretlandi og höfundur skýrslu um áróður róttæklinga í breskum háskólum. Hvemig á að stöðva vöxt ríkisins? Harris lávarður flutti fyrirlestur, sem bar heitið ,,The Relationship of the Free Economy and the Free Society”. Hann reifaði hefðbundin rök frjálshyggju- manna fyrir því, að markaðskerfið væri skilyrði fyrir almennum mannréttindum, og minnti á allt það, sem markaðurinn hefði fram yfir ríkið. Síðan vék hann að markaðshyggjunni (anarcho-capital- ism), þeirri skoðun, að menn geti komist af án nokkurs markaðar. Hann sagði, að hann og aðrir þeir, sem hefðu spillst af staðreyndum mannlegrar tilveru, gætu ekki aðhyllst markaðshyggju. Á markaðnum væri ekki unnt að veita alla þjónustu. Hann nefndi þrjú dæmi. Eitt væri, þegar setja þyrfti lágmarkskröfur eða framfylgja þeim, svo sem um heiðar- Iega samkeppni. Annað væri, þegar verja þyrfti líf og eignir borgaranna, halda uppi lögum og reglu. En þriðja dæmið væri fátækrahjálp, sem mætti þó að sjálfsögðu framkvæma miklu skyn- samlegar en nú væri gert. Harris lávarður sagði, að vandinn væri að halda því lágmarksríki, sem hann og aðrir frjálshyggjumenn styddu, í lág- marki. Það hefði tilhneigingu til að vaxa vegna samkeppni stjórnmálamanna um atkvæði. Stjórnmálamenn hétu borgur- unum aukinni og betri þjónustu. Það væri talið rétt að auka hana, ef vel tækist til, en það væri líka talið rétt að auka hana, ef illa tækist til, því að það væri talið sýna, að hún hefði ekki verið nægi- leg. Ríkið hefði vaxið í sífellu, en markað- urinn hefði ekki kiknað undan farginu, heldur lagað sig að þessu. Það, sem héldi lífinu í samhyggjunni (sósíalismanum), væri það, sem eftir væri af atvinnufrels- inu. Því væru þó takmörk sett, eitthvað léti undan að lokum. Hann sagði, að Hayek hefði lagt til, að hert væru ýmis stjórnarskrárákvæði og takmarkað væri betur en nú vald stjórnmálamanna. Það væri skynsamlegt, en mestu máli skipti að gróðursetja og rækta frjálshyggjuna í hugum mannanna. Hvaða lögmál gilda á vettvangi stjómmálanna? Gordon Tullock flutti fyrirlestur um almannavalskenninguna (theory of public choice), en hún nýtur að sögn hans sívaxandi hylli fræðimanna. Hann sagði, að hann og margir aðrir fræði- menn fylgdu hagfræðilegri landvinninga- stefnu (economic imperialism). Þeir teldu, að hagfræðilega greiningu mætti nota á miklu fleiri fleti mannlífsins en nú væri gert. Frumforsenda þeirra væri, að fólk væri alls staðar svipað, það breytti til dæmis ekki um eðli, þótt það hæfi stjórn- málaafskipti, færi á almannavettvang. Það breyttist ekki úr eiginhagsmuna- mönnum í ósíngjarna þjóna almennings eins og stundum væri þó sagt. Sannleik- urinn væri sá, að flestir værum við að reyna að bjarga sjálfum okkur eða bæta kjör okkar. Hann sýndi síðan, ekki síst með gröfum, hvernig skýra mætti hag- fræðilega niðurstöðu stjórnmála í tveggja flokka kerfi. Skoðanir flests fólks kæmu á einn stað niður (til væri ,,medium preference”) og flokkarnir reyndu báðir að þoka sér þangað. Þess vegna væri jafnlítill munur á þeim og raun væri á í Bandaríkjunum. Þetta væri með öðrum hætti, ef flokkarnir væru þrír eða fleiri. í slíku kerfi reyndu þeir alltaf að afstýra því, að einn þeirra yrði meiri- hlutaflokkur, og breyttu stefnu sinni án þess að hika, ef það væri nauðsynlegt. TuIIock sneri sér síðan frá stjórnmál- um að stjórnsýslu. Hann sagði, að Reagan-stjórnin í Washington hygðist spara í stjórnsýslu, en það væri torvelt, því að sparnaðurinn væri kominn undir óteljandi ákvörðunum óteljandi ein- staklinga, starfsmanna ríkisins, sem ekki yrði náð til með venjulegum hætti. Sann- leikurinn væri sá, að enginn hefði stjórn á starfsmönnum ríkisins eins og einfalt dæmi sýndi. Á teikningum af skipulagi ráðuneytis væri ráðherrann sýndur yfir öllum öðrum, síðan undir honum að- stoðarráðherra, undir hverjum þeirra skrifstofustjórar, undir hverjum þeirra deildarstjórar og þannig áfram. En hvernig væri þessu í rauninni háttað? Segðum sem svo, að hver undirmaður ráðherrans, þ.e. hver aðstoðarráðherra, notaði 3/4 tíma síns samkvæmt óskum eða fyrirmælum yfirmanns síns. Undir- maður undirmannsins, þ.e. skrifstofu- stjórinn, notaði 3/4 tíma síns samkvæmt fyrirmælum yfirmanns síns, en það fæli í sér, að hann notaði ekki nema 3/4 af 3/4 tímans eða 9/16 samkvæmt fyrirmælum ráðherrans. Þannig væri hin beina stjórn því minni sem „neðar” kæmi í skipulag- inu. Ríkið væri í rauninni stjórnlaust, þótt öllum væri stjórnað! Samhæfingin, skipulagningin eða miðstýringin væri blekking ein. Ástæðan til þess, að heims- veldi hefðu staðist, væri, að valdinu hefði verið dreift. Breska heimsveldinu hefði verið sæmilega stjórnað, því að því hefði varla verið stjórnað, ráðuneytin í Lund- únum hefðu látið landstjóra og aðra embættismenn í friði. Heimsveldum 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.