Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 52

Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 52
Nýjar hugmyndlr hnignaði eftir því sem víðtækari tilraunir væru gerðar til að stjórna þeim. Tullock sagði sögu bandaríska stjórn- málamannsins Johns Andersons til að sýna, hvaða lögmál giltu í stjórnmálum, íbúarnir í kjördæmi hans hefðu í fyrstu verið mjög íhaldssamir á almannafé, svo að hann var það einnig. Þetta breyttist vegna fólksflutninga, svo að hann varð eyðslukló eða eins og stundum er sagt: „frjálslyndur”. Hann fylgdi með öðrum orðum meiri hlutanum áfram. En 1978 komst Anderson í vanda. í prófkjöri innan Lýðveldisflokksins (Repúblíkana) bauð íhaldssamur maður sig fram gegn honum. Hann gat einungis unnið próf- kjörið með því að taka upp sömu íhalds- semi, en sá ljóður var á því ráði, að hann hlaut að tapa sjálfum kosningunum. Anderson var í sjálfheldu, hann gat valið um að vera í meiri hluta í flokknum, en í minni hluta í kjördæminu eða í meiri hluta í kjördæminu, en í minni hluta í flokknum! Tullock bætti því síðan bros- andi við, að Anderson hefði sloppið út úr sjálfheldunni á þann hátt, sem sæmt hefði slyngum stjórnmálamanni: hann hefði boðið sig fram í forsetakjörinu! En hann hefði tekið þetta dæmi til að sýna þær litlu líkur, sem væru á því, að stjórn- málamaður, sem hefði náð endurkjöri hvað eftir annað, hefði verið sjálfum sér samkvæmur. Tullock sagði, að markaðurinn væri gallaður í mörgu, en það væri ríkið einnig. Furðulegt væri, að alltaf væri lagt til að bæta úr göllum markaðarins með því að auka ríkisafskipti. Menn héldu, að ríkið væri gott af sjálfu sér, en reyndu ekki að gera skynsamlega upp á milli þessara tveggja kosta, ríkis og markaðar. Þetta minnti á dómara, sem ætti að dæma um, hvor söngkonan af tveimur syngi betur, en dæmdi, eftir að önnur hefði sungið - hinni í hag. Tullock spurði síðan, hvað borgararnir gætu gert við síauknum ríkisafskiptum. Hann benti á tvennt: Annað var að kaupa út þjónustu af einkafyrirtækjum, en hætta að reka almannafyrirtæki, enda væri auð- veldara að segja upp samningum við einkafyrirtæki en að segja upp ríkis- starfsmönnum. Hitt var að skipuleggja hagsmunahópa eins og skattgreiðendur og neytendur og aðra þá, sem töpuðu á ríkisafskiptunum. Tullock sagði að lokum, að hann og aðrir þeir, sem hefðu reynt að greina stjómmál hagfræðilega, efuðust mjög um gagnsemi ríkisafskipta. Stjórnmálamenn og skriffinnar væru bundnir af Iögmál- um, sem þeir gætu litlu sem engu breytt um. Þeir, sem ætluðu að hafa áhrif og breyta einhverju í stjórnmálum, ættu því ekki að gerast stjórnmálamenn. Er „þriðja leiðin” til? Henri Lepage talaði næstur um „Planning in a Free Market Economy” eða áætlunarbúskap í séreignarskipu- lagi. Hann sagði, að ýmsir teldu, að til væri „þriðja leiðin”, „blandað hagkerfi” eða „miðjan”. Dæmi um þetta ætti að vera sá áætlunarbúskapur, sem rekinn væri í Frakklandi, þótt Frakkar byggju við séreignarskipulag. Þetta væri þó hinn mesti misskilningur. Hann nefndi þrjár röksemdir samhyggjumanna fyrir máli sínu. Fyrsta röksemdin væri, að niður- staða markaðsviðskipta, þ.e. tekjuskipt- ingin, væri ranglát og ríkið þyrfti því að breyta henni. Henni mætti svara svo, að ekki yrði gerður skynsamlegur greinar- munur á framleiðslu lífsgæðanna og skiptingu þeirra, þau skiptust á menn í sjálfri framleiðslunni, þetta væri eitt og sama fyrirbærið og tilraunir til að raska tekjuskiptingunni væru tilraunir til að raska framleiðslunni. Önnur röksemdin væri, að nauðsyn- legt væri að geta sagt fyrir um fjárfest- ingar og aðrar ákvarðanir fyrirtækja til þess að geta afstýrt kreppu eða þenslu. Þess vegna væru samdar áætlanir í Frakklandi með framtíðarspárfyrirtækja að leiðarljósi. Þessari röksemd mætti svara svo, að lítil ástæða væri til þess að ætla, að fyrirtækin létu vita um raunveru- legar framtíðarspár sínar, enda væru þau að keppa hvert við annað um að spá rétt um framtíðina, og spár þeirra hlytu Iíka að vera ólíkar. Þriðja röksemdin fyrir samningu áætl- unar í séreignarskipulagi væri, að markaðurinn væri skammsýnn, en skipu- leggja yrði framtíðina, velja langtíma- sjónarmið. Lepage svaraði henni svo, að falin væri í þessu forsenda, sem væri röng. Forsendan væri, að stjórnmálamenn og skriffinnar hefðu langtímasjónarmið, en því færi fjarri. Lepage sagði, að upplýsingar væru í eðli sínu ótakmarkaðar. Það, sem skipti máli, væri gæði þeirra, en gæðin væru komin undir því, hvaða hag menn hefðu af því, að upplýsingar væru góðar. Við gætum ekki horft langt inn í framtíðina, en við ættum því að reyna að komast að því, í hvaða skipulagi við gætum nýtt allar þær ófullkomnu upplýsingar, sem tiltækar væru. Við yrðum m.ö.o. að reyna að auðvelda samkeppni um fram- tíðarspár eins og dr. Vera Lutz hefði bent á í merkri bók um áætlunarbúskap- inn franska. En fleira mætti deila á en hugmynd áætlunarsinna um nýtingu upplýsinga. Þeir ræddu stundum um „þjóðhagsleg markmið”, en það væri ólýðræðislegt. Einstaklingarnir ættu að setja markmið sín sjálfir hver og einn, og lýðræði mætti ekki breyta í samræður foringja stærstu samtaka landsins eða „korpóratisma.” Lepage sagði að lokum, að meginágreiningurinn væri ekki lengur um miðstjórnarkerfi eins og það, sem væri í Ráðstjórnarríkjunum, heldur um blandað hagkerfi. Er „félagsmálastefna” mörkuð af vanþekkingu? Dr. Digby Anderson flutti síðan fyrir- lestur, sem hann nefndi: „The Ignorance of Social Intervention” eða „Vanþekk- ing í mörkun félagsmálastefnu”. Hann sagði, að fjórir hættir væru til á því að gagnrýna afskipti ríkis eða sveitarfélaga. Einn væri að benda á, að markaðurinn væri ekki eins gallaður og ríkið sem vett- vangur til eða aðferð að því að leysa sam- lífsvanda manna. Þennan hátt hefðu einkum hagfræðingar á. Annar væri að leggja áherslu á, að frelsinu yrði að fylgja ábyrgð. Þessa gagnrýni mætti telja sið- ferðilega. Þriðji hátturinn væri að greina þann hag, sem tilteknar stéttir hefðu af „félagsmálastefnunni” einkum hin nýja stétt sérfræðinga í þjónustu ríkisins, skriffinna og embættismanna. Þetta væri stéttargreining (class analysis). En hann ætlaði að hafa fjórða háttinn á og ræða, hvernig ýmsir hópar í almannastofnun- um réttlættu sig, m.ö.o. gagnrýna tilkall þeirra, sem mörkuðu „félagsmála- stefnu”, til þekkingar. Anderson sagði, að velferðarríkið væri ekki síst reist á tilkalli velferðar- starfsmannanna til yfirburðaþekkingar. Réttlæting væri stundum fengin í skýrslu einhverrar nefndar, sem falið hefði verið að kanna tiltekið mál. I skýrslunni segði, að nefndin hefði „aflað álits sérfróðra manna” og „komist að óyggjandi niður- stöðum”. En kasta mætti fram ýmsum spurningum. ífyrsta lagi: Eru allir fræði- menn í greininni sammála? Eru m.ö.o. einhverjar skoðanir viðteknar? Svo er a.m.k. ekki í lýðfræði (sociology). /öðru lagi: Hefur stefnan, sem mörkuð er, komist nær tilgangi sínum fram að þessu? Anderson skýrði þessa spurningu svo, að stundum hefðu sömu aðgerðir og könn- unarnefndirnar legðu til þegar verið reyndar, en án þess að tilgangi þeirra hefði verið náð. Þetta gæti verið vegna áðgerðanna, en ekki þrátt fyrir þær. / þriðja lagi: Hvaða gögn eru tiltæk? Eru þau frumgögn eða unnin upp úr bókum 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.