Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 56

Stefnir - 01.12.1981, Blaðsíða 56
Bókmenntir trúað er fyrir fjöreggi íslenzku þjóðar- innar,” segir Matthías Johannessen. Minnisblöð þau sem Ólafur ritar um ýmsa atburði í stjórnmálunum og nú koma í fyrsta sinn fyrir almennings sjónir eru mörg hver afar fróðleg og að sjálf- sögðu miklu traustari heimild, en „endurminningar” ritaðar mörgum ár- um eða áratugum síðar. Sömu sögu er að segja um ítarleg bréf sem Ólafur ritar bróður sínum Thor Thors og fleirum en þar er iðulega að finna ákaflega greinar- góðar Iýsingar á baksviði stjórnmálanna og þreifingum ýmsum og framvindu, t.d. í sambandi við stjórnamyndanir. Að s jálfsögðu er það ekki yfir gagnrýni hafið að höfundur skuli fara þá leið að fella heilu ræðurnar, greinarnar, skýrslurnar og sendibréfin oft á tíðum óstytt inn í meginmál frásagnarinnar í stað þess að vinna úr þessu og safna síðan e.t.v. saman á einn stað sem fylgiskjölum með bókinni hinum orðréttu textum. En sumt af þessum heimildum hefur einfaldlega það mikið gildi, að sú leið sem höfundur fer er fyllilega réttlætanleg. Athyglisvert er hversu snemma sá möguleiki kemur upp, að Bjarni Benediktsson myndi ríkisstjórn af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Oft var það vegna þráteflis sem gerði forystumönnum annarra flokka erfitt að sætta sig við stjórnarforystu Ólafs Thors, en auk þess virðist'Ólafur sjálfur tiltölulega snemma hafa getað hugsað sér að Bjarni eða aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins mynduöu: ríkisstjórn, en Ólafur sjálfur tæki þá að sér eitthvert annað ráðherra- embætti. Slíkt kom til tals bæði 1944, 1946, 1947 og 1953. Árið 1947 varm.a.s. sem snöggvast ræddur sá möguleiki að Gunnar Thoroddsen yrði forsætisráð- herra í nýrri Nýsköpunarstjórn. Hvorki Bjarni Benediktsson né Pétur Magnús- son sem var varaformaður flokksins á undan Bjarna tóku það hins vegar nokkurn tíma í mál að mynda ríkisstjórn meðan Ólafur væri í forystu fyrir flokknum. í bókinni er víða lýst neikvæðri af- stöðu Ólafs til Framsóknarflokksins og ýmissa forystumanna hans. Ekki var Ólafur einn um slíka afstöðu, því bókar- höfundur upplýsir það m.a. að Bjarni Benediktsson hafi fyrir síðustu þing- kosningar sem hann lifði skýrt vinum sínum frá því, að hann tæki ekki að sér að mynda ríkisstjórn með Framsókn, heldur yrði einhver annar sjálfstæðis- maður að gera það. Annars staðar í rit- inu kemur fram, að Steingrímur Her- mannsson hafi sagt við höfund þess að það hafi stórlega styrkt sig innan Fram- Rœðuskörungurinn Ólafur Thors. sóknarflokksins, hvað hann hefði verið harður andstæðingur Sjálfstæðisflokks- ins. Verður ekki sagt að hallist á í ástum þessara samlyndu flokka. í ritinu er gerð góð grein fyrir forystu- hlutverki Ólafs í landhelgismálum og viðræðum sem hann átti við brezka stjórnmála- og embættismenn um deilur landanna og er það-byggt á áður óbirtum minnisblöðum og skýrslum hans. Ólafi var gefið að geta ságt mikið í fáum orðum eins og vel sést á eftirfarandi sem hann bað Thor sendiherra Thors bróður sinn að koma á framfæri við aðstoðarutan- ríkisráðherra Breta í ársbyrjun 1952 þegar viðræður höfðu hafizt vegna fyrir- hugaðra áforma íslendinga um útfærslu fiskveiðilögsögunnar úr 3 sjómílum í 4. Ólafur var þá atvinnumálaráðherra. Skömmu áður hafði Alþjóðadómstóllinn í Haag dæmt í deilu Breta og Norðmanna um grunnlínupunkta, þeim síðarnefndu í vil. En Ólafur bað Thor fyrir svohljóð- andi skilaboð: 1. Á íslandi getur engin ríkisstjórn setið að völdum nema hún freisti þess að hagnýta þann ýtrasta rétt íslendinga til handa, sem felst íHaagdómnum. 2. Á íslandi getur engin þjóð búið nema því aðeins að þessar tilraunir takist. Á hnitmiðaðri hátt verða sjónarmið Islands varla sett fram. Margt fleira mætti segja frá innihaldi þessarar bókar en þetta verður látið nægja. Þó skal því aðeins bætt við að bókin geymir rækilega persónulýsingu á Ólafi og hefur höfund- ur víða leitað fanga í því sambandi. M.a. birtir höfundur allítarlegar frásagnir þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar og Jónasar H. Haralz um kynni af og samstarf við Ólaf Thors, en hvort tveggja er samið að beiðni höfundar. Báðir voru þeir Gylfi og Jónas framan af í andskotaflokki Ólafs. Eitt af því sem kann að koma ókunnugum á óvart er hvílík hamhleypa Ólafur Thors hefur verið til verka og hversu víða hann kom við. En hann forð- aðist á hinn bóginn veizluhöld og prjál. Sjálfstæðisfólki og raunar öllu fólki er mikill fengur að riti Matthíasar Johannessen um Ólaf Thors. Þar er sögð saga glæsilegs foringja á miklum um- brotatímum í íslenzkum þjóðmálum. Ekki sízt hvílir á nýrri og næstu kynslóð forystumanna í Sjálfstæðisflokknum sú skylda að sækja leiðsögn í leiftrandi for- dæmi Ólafs Thors eins og því er svo skil- merkilega lýst í þessu riti. Baldur Guðlaugsson er lög- fræöingur aö mennt og hefur einnig lokið prófi í alþjóða- stjómmálum. Hann var um skeið framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins en rekur nú eigin lögfræði- skrifstofu. Baldur átti sæti í stjóm SUS 1975-1979. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.