Stefnir - 01.12.1981, Qupperneq 63
Dagblöð Sovétríkjanna lúta öðrum lögmálurmen vestr'rén
dagblöð. Það er ekki skylda þeirra að veita upplýsingar, og
sannleikurinn er ekki mælikvarði þeirra. Þau eru verkfæri
embættismanna flokksins og því ber þeim að þjóna og styrkja
embættakerfið, án tillits til annars. Blöðunum er ekki aðeins
Ieyfilegt að falsa, rægja eða þegja fréttir í hel, heldur er það
skylda þeirra, ef það gagnar flokksforystunni. Lygar og fals-
anir eru ekki kallaðar sínum réttu nöfnum. Rætt er um sjónar-
hól flokksins eða sjónarhól stéttabaráttunnar. Tilgangurinn
helgar meðalið. Flokksforystan sker úr um, hvað er satt og
rétt, og ákveður, hvað landsbúum ber að frétta um og hvað
ekki.
Málgagn blaðamannafélags Sovétríkjanna hefur kveðið á
um það, með tilvísun í Lenín, að „flokkurinn stýri dagblöð-
unum”. Blaðamennska er hluti flokksstarfsins og flokks-
áróðursins. „Sovéskir blaðamenn eru iðjusamir aðstoðar-
menn flokksins... Það er skylda þeirra að berjast gegn öllu,
sem hindrar framgang okkar”.2) Þeir mega ekki í nokkru
tilviki skoða atburðina frá sjónarhóli utanaðkomandi aðilja;
slíkt væri andstætt meginreglu útbreiðslustarfsemi flokksins.
Sjónarmið þeirra og sjónarmið flokksins verða að vera þau
sömu. Það er ennfremur skylda sovéskra blaðamanna að
fræða starfandi fólk í anda kommúnískrar sannfæringar. Þeir
verða að halda við „andúð lýðsins á hugmyndafræði andstæð-
inganna” og brýna stöðugt fyrir honum, að „kraftur marxis-
mans- leninismans erósigrandi.”3)
Sovésk dagblöð gera ráð fyrir, að lesendur þeirra séu ótrú-
lega auðtrúa. í ræðu, sem rithöfundurinn Svirski hélt á flokks-
nefndarfundi í Moskvu í janúar 1968, skömmu áður en hann
var gerður brottrækur úr flokknum, sagði hann: ,,Við höfum
vanið okkur svo á að ljúga, að oft reynum við ekki að gera lýgi
okkar sennilega.” 4) Að frátöldum örfáum útvöldum hafa
óbreyttir borgarar mjög takmarkaða möguleika til að fá
Æðstu valdamenn Ráðstjómarríkjanna viðhafnarsteuingu á grafhýsí Leníns.
Myndin var tekin 1964 - skömmu eftir valdatökl^ Srésnevs og Kosygins. Frá vinstri eru Malínovskí,
Brésnev, Kosygin og Podgorny. Fjölmiðlar ,- Ráðstjórnarríkjunum iuta
í einu og öllu
valdboði flok ksforystunnar.
nánari upplýsingar um það, sem dagblöð birta. Dag eftir dag
segja dagblöðin lesendum sínum, að heimsálitið styðji sjónar-
mið Moskvu í alþjóðamálum. Máli sínu til sönnunar vitna þau
í greinar úr dagblöðum í A-Berlín, Sofíu, Varsjá, Búdapest og
Ulan Bator, þ.e.a.s. vísað er í veröld, sem er bundin við
Prússland, Saxland, Slesíu, hálfan Balkanskagann og Mongó-
líu. Auk þess er öðru hvoru vitnað í flokksblaðið í Nicaragua
og ef vel ber í veiði í blað franskra kommúnista Humanite.
Sovétborgarar hafa almennt ekki tækifæri til þess að kanna
sjálfstætt hvert heimsálitið raunverulega er. Þeir fá ekki að
fara til vesturlanda og þeir hafa ekki aðgang að ókommúnisk-
um vestrænum blöðum og stundum jafnvel ekki að erlendum
kommúniskum blöðum. Málgögn kommúnistaflokka
Rúmeníu og Ítalíu, Scinteia og L’Unitá fengust ekki í margar
vikur hjá rússneskum blaðasölum eftir innrásina í Tékkó-
slóvakíu. í nokkrum hótelum Intourist geta útlendingar þó
keypt Time, Le Monde og Neue Zúricher Zeitung. Sovéskir
borgarar geta reyndar hlustað á erlendar hljóðvarpsstöðvar,
svo framarlega sem útsendingar þeirra eru ekki truflaðar.
Krúss jéf lét hætta truflunum 1963 en Bresnéf kom þeim á aftur
eftir innrásina í Tékkóslóvakíu. Þeim var þó aðeins beitt gegn
erlendum útsendingum á rússnesku. Nú er jafnvel hætt að
trufla nokkrar þessara útsendinga. Ekki er ljóst, hvort það er
tilviljun eða ritskoðun, sem ræður hvaða útsendingar eru
truflaðar. Engin ákveðin stefna virðist ráða þar um.
Könnunin náði yfir eftirfarandi blöð á tímabilinu 1. júlí 1968
til 30. júní 1969: Flokksmálgagnið Pravda, blaðið Sovjetskaja
Rosija, sem einnig heyrir undir miðstjórnina, stjórnarblaðið
Isvestia, verkalýðsfélagsblaðið Trud, málgagn æskulýðssam-
bandsins, Komsömolskaja Pravda og herblaðið Rauðu
stjörnuna. Aðeins greinar, frásagnir og ljósmyndir, sem snertu
innanríkismál Bandaríkjanna voru taldar með og aðeins þær,
sem voru ítarlegri en stuttar tilkynningar frá fréttastofum.
Greinar og Ijósmyndir frá stríðinu í Víetnam voru m.ö.o. ekki
teknar til greina, nema þegar f jallað var um eða sýndar myndir
frá mótmælagöngum stríðsandstæðinga í Bandaríkjunum.
Greinar og frásagnir um stjórnmálaleg og viðskiptaleg tengsl
Bandaríkjanna við önnur lönd voru ekki heldur teknar með.
Um þau efni var raunar einungis skrifað á neikvæðan hátt fyrir
Bandaríkin. Greinar og frásagnir, sem fjölluðu um fleiri en
eitt éfni- t.d. lögregluogkynþáttaárekstraeðaeymd ogafbrot
- voru skráðir í viðeigandi tlokka, en þó aðeins taldar með einu
sinni í heildarfjölda greinanna. Sérhver mynd var aðeins talin
einu sinni, hvort sem hún birtist oft eða ekki.
Ég taldi 188 myndir og var tæplega helmingur þeirra, eða
79, af lögregluþjónum við störf. Flestar voru af lögregluþjón-
um, þar sem þeir voru annaðhvort með kylfur á lofti eða að
berja fólk með kylfunum. Hinar sýndu lögreglumenn vopnaða
skotvopnum, vatnsbyssum og lögregluhundum eða þá, að hún
var að slá einstaklinga, yfirbuga þá eða flytja á brott. Yfirleitt
Bókarkafli Stefnis
Dagblöð
undir ráöstjórn
Grein sú sem hérfer á eftir í þýðingu Ólafs
Péturssonar birtist fyrst í Neue Ziiricher
Zeitung og síðan í bókinni Die Socialistischen
Einungschaften der Sovietunion eftir Roger
Bernheim.
Bernheim dvaldist í Ráðstjórnarríkjunum á
árunum 1967-1970 og kynnti sér „félagslegan
ávinning byltingarinnar”. Meðal þess sem
hann komst að raun um var algjört ósjálfstœði
fjölmiðlanna sem allir eru í raun undir sömu
stjórn. Um þetta segir höfundurinn: ,,Blöð-
unum er ekki aðeins leyfilegt að falsa, rægja
eða þegja fréttir í hel, heldur er það skylda
þeirra, efþað gagnar flokksforystunni”.
Rangar hugmyndir um ástandið í heiminum
Lesendur sovéskra dagblaða fá vegna stöðugra rangfærslna
rangar og einhliða hugmyndir um ástandið í heiminum. Ég
gerði lista yfir allar greinar og Ijósmyndir, sem sex stærstu
dagblöð Sovétríkjanna birtu á einu ári frá Bandaríkjunum.
Niðurstaða þessarar könnunar var sú, að sovésk dagblöð gefa
kerfisbundið ógeðfelldar upplýsingar um landið. Lesendum er
látið skiljast, að Bandaríkin séu grimmdarlegt lögregluríki
þar, sem eymd, fátækt, hungur, glæpir og siðspilling séu alls-
ráðandi vegna tillitslauss arðráns þeirra, er fara með völdin.
62
voru lögreglumennirnir með hjálma á höfði og afmyndaða
andlitsdrætti. Fórnardýrin voru vopnlaus og snöggklædd. í
næst stærsta hópnum voru 57 myndir af alls konar andófi. 27
myndir voru af mótmælum gegn stríðinu í Víetnam, en hinar
voru af mótmælum stúdentasamtaka gegn fátækt, atvinnuleysi
og þess háttar. Kynþáttahatrinu var helguð 41 mynd. Þær voru
af fátæktarhverfum negra, andófi svartra og af lögreglunni í
baráttu við þá. í fjórða hópnum var 21 myndaffátækt, hungri
og atvinnuleysi. Frá geimferðum Appollo 7. 8. 9. og 10. voru
20 myndir og sýndu þær geimfarana og geimskip þeirra.
Glæpir og siðleysi voru sýnd á 20 myndum. í síðasta hópnum
voru stakar myndir, sem sýndu t.d. bandaríska nasista, barna-
lækninn Spock, sem var dæmdur vegna samsæris gegn stríðinu
í Víetnam og verstu ýkjur í bandarískum auglýsingum. Fyrir
utan geimferðamyndirnar voru engar, sem sýndu Bandaríkin
í jákvæðu ljósi. Reyndar gætu andófsmyndimar gegn fátækt,
stríði og misrétti verið jákvæðar, ef þær sýndu ekki að jafnaði
grimma lögreglumenn fremst á myndunum til að vekja við-
bjóð hjá áhorfanda.
Frásagnir og greinar voru alls 564. Flestar, þ.e.a.s. 96,
fjölluðu um kosningabaráttuna um forsetaembættið 1968.
Sumar greinanna sögðu efnislega frá baráttumálum forseta-
efnanna. Aðrar voru skrifaðar í þeim tilgangi að sýna sovésk-
um lesendum fram á, að kosningar í Bandaríkjunum væru
ólýðræðislegar. Álíka margar greinar, eða 93, fjölluðu um
glæpi, siðleysi, eiturlyf og annað efni, sem kalla má nafninu
,,sjúkt samfélag”. 74 greinar fjölluðu um eymd, fátækt,
hungur og atvinnuleysi, 64 um kynþáttaárekstra og 43 um
grimmd lögreglunnar. Um hernaðaranda og nasisma í Banda-
ríkjunum birtust 34 greinar, 22 um andóf stúdenta og 20 um
Apolloferðirnar. Um áhrifalausan kommúnistaflokk Banda-
ríkjanna fjallaði|31 grein, eða helmingi fleiri en um geim-
ferðirnar.
Samskonar könnun á sovéskum hljóðvarps- og sjónvarps-
sendingum, er fjalla um Bandaríkin, mundi leiða til svipaðrar
niðurstöðu. Sjónvarpið sýnir einkum eymd, siðleysi, glæpi,
kynþáttaárekstra, sjúklega skemmtanafýsn, grimmdarlega
lögregluþjóna, grimmdarlega hermenn og grimmdarlega
borgara. Inn á milli er brugðið upp myndum frá fangabúðum
og útrýmingabúðum Hitlers. Dagblöð og önnur blöð reyna
einnig að læða því inn hjá lesendum, að bandaríska þjóðfélag-
ið líkist í vaxandi mæli Þýskalandi á dögum Hitlers.
Sovésk dagblöð gefa einnig rangar upplýsingar um aðra
hluta heimsins. Þegar geðbilaður ástralskur maður, sem ekki
var gyðingur, kveikti í Al-Aksa moskunni, hneyksluðust
sovésk blöð á þessari ögrun ísraela. En þegar sjálfboðaliðar
frá Palestínu ræna flugvélum eða kasta spreng jum inn í erlend-
ar skrifstofur flugfélags ísraela, er þess annaðhvort lítillega
getið eða alls ekki. Tillögur Bandaríkjanna sumarið 1970 um
frið í austurlöndum nær hétu í sovéskum dagblöðum „friðar-
átak Egypta."51 Sovésk dagblöð birta hvorki texta né innihald
yfirlýsinga erlendra ríkisstjórna né erlendra kommúnista-
flokka, ef um er að ræða deilur viðkomandi lands eða við-
komandi flokks við Moskvu. Leiðtogarnir í Prag í tíð Dubceks
kvörtuðu oft undan þessu, og sama má segja um leiðtogana í
Peking. í lok hinnar löngu kveðju, sem kommúnistaflokkur
Kína sendi KFS 14. júní 1963, stóð: ,,Hvers vegna birtið þið
ekki opinberlega skoðanir okkar fyrst þið álítið þær svona
staðlausar og óumræðanlega lélegar? Við höfum birt ykkar
skoðanir. Gefið sovéskum félögum og fólkinu í heild tækifæri
til að hugsa sjálfstætt og dæma sjálft, hvor okkar hefur rétt
fyrir sér.”
Það er meginregla sovétkommúnismans, að engin ástæða sé
til þess að gefa andstæðingunum orðið, þar sem þeir hafa
ávallt á röngu að standa. Flokkurinn lætur þó íbúana vita,
hvert álit hans er á málflutningi andstæðinganna. Þegar
63