Stefnir - 01.12.1981, Page 65

Stefnir - 01.12.1981, Page 65
Dagblöð undir ráðstjóm dagur. Daginn þar á eftir helguðu þau atburðinum aðeins lítið eitt meira rúm, en Pravda hefði gert. Sjónvarpið sýndi á mánu- dag 12 mínútna langa kvikmynd af lendingunni. Sovéskum geimferðatilraunum er hins vegar fagnað í bundnu og óbundnu máli. Fyrirsagnir blaðanna eru í marga daga með stórum, rauðum fyrirsögnum. Krúsjéff var vanur að benda á Lúnikferðirnar og flug Gagarins því til sönnunar, að kommún- isminn væri kerfi Vesturlanda yfirsterkari. Onógur fréttaflutningur og fréttafalsanir Til þess að ryðja lygum braut eru fréttir oft þagðar í hel. Því til sönnunar, hve óáreiðanlegir Dubcek og félagar hans höfðu verið, benti Pravda á, eftir innrásina í Tékkóslóvakíu, að Prchlik, hershöfðingja, hefði ekki verið refsað fyrir að leggja til, að stjórnarskipulagi Varsjárbandalagsins skyldi breytt, en Ráðstjórnarríkin eins og heimurinn þekkirþau: Skrautsýningar manndrápsvopna á Rauða torginu. Heimafyrir beitir kommúnistaflokkurinn miskunnarlausri skoðanakúgun og ritskoðun. Sovétríkin voru því andsnúin.8) Sannleikurinn er sá, að Prchlik var lækkaður verulega í tign 10 dögum eftir frumhlaup hans, en frá því höfðu sovéskir fjölmiðlar ekki skýrt. Annað dæmi er, að 25. ágúst 1968 mótmæltu 5 menntamenn frá Moskvu innrásinni í Tékkóslóvakíu á Rauða torginu. Dag- blöðin skýrðu ekki frá því. 24. janúar 1969 gat Sovjetskaja Rossija þess í leiðara, að dagblöð á Vesturlöndum breiði út orðróm um ,,meint mótmæli á Rauða torginu”. Premur mán- uðum áður höfðu sovéskir dómstólar verið iðnir við að yfir- heyra og dæma andófsmenn, sem Sovjetskaja Rossija sagði, að engir væru, til margra ára útlegðar og þrælkunarvinnu. Sovésk blöð höfðu heldur ekki skýrt lesendum sínum frá því. Önnur sérgrein sovéskra blaða er að falsa frásagnir og til- vitnanir. Blóðugir árekstrar urðu 11. október 1969 á Norður- Irlandi milli mótmælenda og breskra hermanna, sem voru kaþólikkum, svokölluðum þegnréttindamönnum, til verndar. Pravda birti frétt frá frönsku fréttastofunni AFP um atburð- inn. Greinin var mekt AFP en efninu hafði verið breytt þannig, að átökin voru sögð vera milli breskra hermanna annars vegar og kaþólskra, þ.e.a.s. þegnréttindamanna hins vegar.9) Öðruvísi hefði greinin ekki verið samræmanleg þeim hugmyndum, sem sovéskur áróður hafði gefið um atburðina á Norður-írlandi. Eg hringdi til Pravda og spurði um númerið á þessari frétt AFP. Mér var tjáð, aðritstjórnin hefði ekki notað neina ákveðna frétt, heldur soðið saman nýja grein úr mörg- um öðrum. Því var neitað, að fréttinni hefði verið snúið við. Seinna ræddu fulltrúar AFP við Pravda. Ritstjórnin viður- kenndi gagnvart þeim, að henni hefðu orðið á mistök. Blaðið birti þó ekki leiðréttingu. Eftir innrásina í Tékkóslóvakíu hélt þáverandi utanríkis- ráðherra landsins, Hajek, harðorða ákæruræðu í Sameinuðu þjóðunum á hendur valdhöfunum í Moskvu. Dagblöðin í Moskvu hófu þá rógsherferð gegn Hajek. Málgagn ríkis- stjórnarinnar Isvestija birti grein, þar sem hann var kallaður gyðingur, og skírskotaði þar með til þess gyðingahaturs, sem enn er undir yfirborðinu í Sovétríkjunum. Jafnframt var Hajek sakaður um samstarf við nasista í Tékkóslóvakíu í seinni heimsstyrjöldinni.10) Báðar fullyrðingamar voru rangar. Hajek er ekki gyðingur, og hann átti ekkert samstarf við nasista, því að á stríðsárunum var hann í fangabúðum, sem nasistar höfðu sett hann í fyrir að vera kommúnisti. Isvestija hefur ekki ennþá dregið fullyrðingar sínar til baka. Sovésk dagblöð draga almennt ekki falskar fullyrðingar til baka, jafn- velþótt þeim sé bent á, að þau fari með rangt mál. Það sannar, að ekki er um að ræða mistök, heldur vísvitandi rangfærslur. Erlend dagblöð rægð Sovésk yfirvöld reyna að hindra, að neikvæðar upplýsingar um Sovétríkin berist til útlanda á sama hátt og dagblöðin reyna að veita lesendum sínum sem verstar hugmyndir um Vesturlönd. Aróðurinn heldur þjóðinni stöðugt vakandi gegn undirróðursmönnum og má segja, að fólkið gefi lögreglunni ekkert eftir og hegði sér almennt eins og yfirvöld óska. Erlendir fréttamenn og ferðalangar Ienda í erfiðleikum, ef þeir reyna að taka myndir af fátæklegu vöruúrvali eða biðröð fyrir utan einhverja verzlunina, svo að ekki sé minnst á eymd og fátækt, sem ekki er síður myndaefni í Sovétríkjunum en Bandaríkjunum. 1969 ætlaði t.d. bandarískur fréttamaður í Leningrad að taka myndir af biðröð við grænmetissölu. Fólkið gerði að honum hróp og færði hann til alþýðudómstóls. Þar sem engin lög banna að taka ljósmyndir af biðröðum var hann dæmur í 30 rúbla sekt fyrir að stofna til óeirða. Erlendir sjónvarpsfréttamenn í Sovétríkjunum verða að láta sovéska kvikmyndatökumenn taka myndir fyrir sig. Kvikmyndatöku- mennirnir gæta þess, að ekkert birtist, sem er neikvætt fyrir Sovétríkin. Það líður ekki dagur án þess að eitthvert sovésku dagblað- anna ráðist ekki á eða rægi eitthvert vestrænu dagblaðanna eða einhvern vestrænan fréttamann. Árásirnar eru allar sam- kvæmt sömu uppskrift. Fréttamaðurinn er sakaður um að ljúga, snúa út úr, falsa tilvitnanir og almennt um að vera illa gefinn. Fullyrðingarnar eru skreyttar útúrdúrum um, að allir vestrænir fréttamenn þiggi mútur og sovésk blöð séu þau einu, sem fari með sannleikann, séu heiðarleg og birti hlutlægar frásagnir. Venjulega er hvorki reynt að færa sönnur á ásakanir á hendur fréttamanni né sýna með skjölum fram á, að hann ljúgi og falsi. Oft er ekki einu sinni tekið fram, hvað það raunverulega er, sem ákærða er gefið að sök. Til dæmis stóð 6. ágúst 1968 í Pravda, að fréttaritari lundúnablaðsins Daily Express í Moskvu hefði ,,sett nýtt met í lygum” 3. ágúst, er hann bar á borð fyrir lesendur sína „tilhæfulausa áætlun vald- hafanna í Kreml varðandi Tékkóslóvakíu”. Pravda lét þess hvorki getið hver lygin né hin tilhæfulausa áætlun væri. Frétta- maðurinn hafði bent á, að hætta væri á sovéskri innrás í Tékkóslóvakíu. Þegar innrásin var gerð 15 dögum seinna, var fréttamaðurinn, eftir sem áður, lygari í augum lesenda sovéskra dagblaða. Hermálgagnið Rauða stjarnan, var þeirrar skoðunar, að höggva ætti hendurnar af slíkum lygurum, sem fóðra vestræn blöð með „níðingslegum óhróðri um Sovét- ríkin.”n) Eftir að Stalín lést, hefur að meðaltali einum erlendum fréttaritara verið vísað árlega úr landi fyrir að birta meintar lygar eða óhróður um Sovétríkin. Af sömu ástæðu eru erlendir fréttamenn oft boðaðir í utanríkisráðuneytið til að hlýða á 65

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.