Stefnir - 01.12.1981, Page 66

Stefnir - 01.12.1981, Page 66
Bókarkafli Stefnis aðvörun. Ríkisstjórnin ætlast til þess af erlendum frétta- mönnum, að þeir takmarki starf sitt við að senda opinberan áróður til ritst jóra sinna og helzt með sem fæstum breytingum. Fréttaritari júgóslavneska dagblaðsins Politika birti í blaði sínu frásögn um Italana tvo, sem dreifðu flugriti í stórverzlun- inni ZUM í Moskvu 17. janúar 1970. í flugritinu var þess krafist, að fangelsuðum sovéskum andófsmönnum yrði sleppt úr haldi og Kosygin, forsætisráðherra, beðinn um að koma á málfrelsi í Sovétríkjunum. Vegna þessarar frásagnar var fréttaritarinn opinberlega ávítaður: Það væri svívirðilegt, að hann skyldi hafa skýrt lesendum sínum frá efni þessa ,,ill- kvittnislega and-sovéska flugrits.” Hann hefði átt að takmarka skríf sín við að fordæma þessa „ögrun ítalanna.”12) Útrás Auk þess sem dagblöðin bera fögrum orðum lof á ríkis- og flokksstofnanir verða þau að gagnrýna daglega eitthvað, sem hefur farið aflaga. Slík gagnrýni er venjulega í formi bréfa frá lesendum. Pravda fær daglega meira en eitt þúsund slík bréf, og þau eru ekki miklu færri, sem hin blöðin fá. Sérstök rit- stjómardeild fjallar um þessi bréf. Fæst þeirra birtast. Sum gefa blöðunum tilefni til að skrifa sérstakar greinar um efnið, og önnur koma á fjörlegum, stundum athyglisverðum umræð- um á meðal lesenda. Lesendabréfin og þær umræður og greinaskrif, sem spinnast um þau bera vott um vísi að lýðræði. Þetta er þó aðeins dropi í hafi sovésks alræðis. Gagnrýni, sem birt er, beinist aldrei að mikilvægum pólitískum stofnunum eða persónum. Henni er heldur ekki beitt gegn kerfinu eða ákvörðunum flokksins. I opinberum umræðum er ekki fjallað um málefni eins og deil- urnar í austurlöndum nær, afvopnun, innrásina í Tékkó- slóvakíu, grundvallaratriði í varnarmálum, samfélagsskipu- lagið, efnahaginn, gerð fjárlaga eða hverja eigi að skipa í hin æðri embætti. Um slík mál er það eitt birt, að þjóðin styðji einhuga ákvarðanir flokksins. Hins vegar er leyfilegt að gagnrýna allt, sem flokkurinn berst gegn hverju sinni. Má þar nefna óhæfa framkvæmda- stjóra, spillta umsjónarmenn og sukksama flokksfulltrúa í lágum stöðum, illa rekin fyrirtæki, lélegan vinnuanda, ófull- nægjandi áætlanir á byrjunarstigi og vöruskort, svo framar- lega sem það er vöruskortur, sem flokkurinn vill bæta úr. Flokkurinn lætur slíka gagnrýni ekki aðeins viðgangast, heldur hvetur beinlínis til hennar. Þetta er einskonar opinbert uppljóstrunarkerfi. Almennt er álitið, að áhrif þessa kerfis sé fremur lítil, þótt ekki sé vitað um það með vissu. Einstök atvik og sjaldgæf fyrirbæri eru aldrei gagnrýnd, enda þótt látið sé líta út sem svo sé. Gagnrýni birtist ekki fyrr en misbrestirnir eru orðnir víðtækir. Nedanjarðarbókmenntir í seinni tíð hafa neðanjarðarbókmenntir Sovétríkjanna blómgast. Afrit af ritum, sem ritskoðunin hefur bannað, ganga frá manni til manns. Þau ganga undir heitinu samisdat, þ.e. eiginútgáfa. Höfundar og lesendur nota keðjubréfaað- ferðina. Heiðurs síns vegna ber þeim sem fá samisdat, skylda til að skrifa ritverkið á ritvél, með eins mörgum afritum og mögulegt er, og senda þau áfram. Þannig hefur hundruðum eintaka af ljóðum, stuttum og löngum skáldsögum, flugritum, ,,opnum” bréfum, mótmælum, beiðnum, stjórnmálalegum ritgerðum og stjórnmálalegum fréttum verið dreift um Sovét- ríkin. Sem dæmi um samisdat má nefna skáldsögur Solsjenit- syns, Dr. Sivago eftir Pastemak, Viðrœður við Stalín eftir D jilas og Bréftil vinar eftir Svetlönu. Ennfremur eru ótel jandi Ijóð í umferð, tilkynningar um pólitískar handtökur, pólitísk réttarhöld, og um misþyrmingu á föngum o.fl. Upphaflega var samisdat hluti sovésks bókmenntalífs. Rit- höfundurinn ,,gaf út” á þennan hátt verk, sem ritskoðunin bannaði. Áhugafólki um bókmenntir opnaðist þar með leið til að bæta við þann magra kost, sem ritskoðunin hafði ætlað því. Jafnframt gerði samisdat þessu fólki fært, að komast yfir ýmis verk vestrænna höfunda, sem eru á bannlistanum. Samisdat gegnir þessu hlutverki enn í dag, en á seinni árum hefur áherslan færst frá fagurbókmenntum til stjórnmálalegra mál- efna. Höfuðáherslan er nú lögð á stjórnmálalegar upplýsingar og umræður. Dagblöð Sovétríkjanna eru ófullnægjandi á þessu sviði, enda er það alls ekki hlutverk þeirra samkvæmt kenningum kommúnista. Ótpljandi fjöldi samisdat fjallar um stjórnmálaleg málefni. Ritgerð sovéska kjarneðlisfræðingsins Sakharovs, sem birtist 1968 og fjallaði um framfarir, friðsamlega sambúð og andlegt frelsi, er dreift um Sovétríkin sem samisdat. Sama er að segja um bréf, sem Sakharov skrifaði 1970 ásamt vísindamönnunum Turtsin og Medvedev til flokksforystunnar um nauðsyn andlegs frelsis. Bréf Solsjenitsyns gegn ritskoðuninni, sem einnig fjallaði um afstöðu hans til brottrekstrar síns úr rithöfunda- sambandinu, og mótmæli gegn þeim ósið sovéskra yfirvalda að loka stjórnmálalega andstæðinga inni á geðveikrahælum, birtist einnig sem samisdat. Bréfi sellóleikarans Rostropovits, þar sem hann tekur afstöðu með Solsjenitsyn, er einnig dreift sem samisdat. Önnur samisdat verk, sem nefna má eru: Hvít- bók í málinu Sinjavskij-Daniel eftir Ginsburg. Mótmæii gegn innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu eftir Jachimovits, skýrsla Jakirs gegn endurreisn stalínismans; Munu Sovétríkin lifafram til 1984? eftir Amalrik; fjöldi réttarskýrslna og frá- sagna um líðan pólitískra fanga, og greinar um umsóknir sovéskra gyðinga, sem sótt hafa um brottfararleyfi til ísrael, en fengið neitun. Umræður um samisdat-verk birtast einnig sem samisdat. Sem dæmi má nefna gagnrýni Jakirs á ritverki Amalriks, sem nefndist Hugsýn affalli Sovétríkjanna. í seinni tíð hafa jafnvel birst safnrit með úrvali samisdatverka. Mörgum samisdat, er fjalla um stjórnmálaleg efni, er teflt í hendur erlendra fréttaritara í von um, að sagt verði frá efninu í fréttasendingum vestrænna útvarpsstöðva, sem heyra má í Sovétríkjunum. Mannréttindabarátta Á meðal þekktustu samisdat-verka er Annáll samtíðavið- burða. Hann erneðanjarðarrit, semfyrst kom út30. apríl 1968 í tengslum við yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um ,,ár mann- réttindanna”. Annállinn hefur komið ótrúlega reglulega út. annan hvern mánuð og alltaf síðasta dag viðkomandi mánað- ar. Útlit annálsins er eftirfarandi: 20-30 afritsblöð, og aðeins skrifað öðru megin á hvert blað, sem er u.þ.b. 20 x 30 sm að stærð. Blöðin eru annað hvort heft saman eða haldið saman með bréfaklemmu. Textinn er vélritaður. Sé um eitt af fyrstu afritunum að ræða er textinn vel læsilegur, annars ekki. Sum eintök eru ljósritanir. Þær eru oft aðeins minni um sig og illa læsilegar því léleg afrit hafa verið ljósrituð. í upphafi var efst á forsíðu annálsins yfirskriftin: , ,Ár mann- réttindanna í Sovétríkjunum”. Á 1969 árganginum var það „Mannréttindaárið heldur áfram í Sovétríkjunum”. 1970 og síðan: „Baráttan fyrir vernd mannréttinda í Sovétríkjunum heldur áfram” og þar undir var titill Annálsins. Síðan fylgir 19. 66

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.