Stefnir - 01.12.1981, Page 68

Stefnir - 01.12.1981, Page 68
Bókarkaflt Slefnis breytist í þá átt, að þar ríki hvorki skelfing né ótti, að þar sé alls ekki svo slæmt að búa, að frelsi sér þar tiltölulega mikið og mönnum sé tiltölulega frjálst að hugsa og skrifa. Önnur ástæða gæti verið sú, að tímaritið veitir upplýsingar um nöfn, skoðanir og viðleitni andófsmanna, og því sé það látið óáreitt. Allar einræðisstjórnir safna gögnum, áður en þær leggja til atlögu, og allir reyndir einræðisherrar leggja ekki til atlögu, fyrr en það er nauðsynlegt. E.t.v. álítur flokkurinn, að rétti tíminn sé ekki enn kominn til að leggja til atlögu gegn Ann- álnum. Eða er forystan ósammála um hvernig eigi að bregðast við samisdat fyrirbrigðinu, sem hefur fengið að þróast og blómgast svo lengi, að ekki er mögulegt að eyðileggja það nema með stórátaki, er gæti minnt á ógnartíma Stalíns? Spyrja má enn einnar spurningar. Hvað er Ánnalinn? Er hann málgagn skipulegs hóps andófsmanna? Það þykir heldur sennilegt, því að ekki er kunnugt um neinn skipulagðan hóp slíkra manna. Að vísu eru til einskonar samtök skoðana- bræðra er nefnast „lýðræðishreyfing” Um hana skrifaði Amalrik í riti sínu, Mimu Sovétríkin lifa fram til 1984? eftir farandi: Fjöldi áhangenda hennar er eins óljós og markmið hennar. Hreyfingin er óskipulögð, enda þótt um sé að ræða leiðtoga, virka þátttakendur, óbreytta liðsmenn og menn, sem hafa samúð með henni. Hreyfingin er óskipulagsbundin og „félagarnir” eru fulltrúar ýmissa stjórnmálaskoðana og stefnumiða. Það eina, sem þeir eigasameiginlegt, er vilji til að stuðla að því að mannréttindum verði komið á í Sovétríkjunum. Haustið 1969 birtist stefnuskrá „lýðræðis-hreyfingarinnar” í einu samisdati. Annáilin gat hennar á jafn hlutlausan hátt og ■ •*- '__________________ ■ --------------------------------- hann veitir upplýsingar um önnur samisdat hefti. Jafnvel þótt einhver tengsl séu á milli Annálsins og „lýðræðishreyfingar- innar,” sem er sennilegt, gætti Annálinn þess vandlega að koma ekki fram sem málgagn hreyfingarinnar. Einnig er mjög lítið vitað um fjölda og félagslega stöðu þeirra, er lesa samisdat. Omögulegt er að komast að upplagi rita, sem dreift er eins og keðjubrefum. Stundum er upplag einstakra rita nokkrar tylftir og stundum getur það náð fá- einum hunduðum. Haldið er fram, að upplag nokkurra samisdat skipti þúsundum. Stór hluti lesenda virðist vera fólk, sem fengið hefur háskólamenntun, en verkamenn eru einnig á meðal þeirra. Sídasta hefti Annálsins kom út í nóvember 1972. Öryggislögreglan hótadi þá fjöldahandtökum í hverl sinn.sem nýtt hefti kæmi út. Sjágrein í Timanum 23. septembcr 1973. - þýö. Heimildir: 1) Journalist, nóvember 1969. 2) Sovjetskaja Rossija, 24. janúar 1969. 3) Pravda, 5. maí 1969. 4) Le Monde, 28/29. apríl 1968. 5) Pravda, 9. ágúst 1970, Isvestija, 10. ágúst 1970. 6) Pravda, 27. júní 1969. 7) Pravda, 20. og22. september 1969. 8) Pravda, 22. ágúst 1968. 9) Pravda, 13. október 1969. 10) Isvestija, 3. september 1968. 11) Krossnaja Svesda, 31. ágúst 1968. 12) Literatumaja Gazeta,4. febrúar 1970. Fjöltækni sf. Eyjargötu 9 Sími 27580 Lofttjakkar Háþrýsti tengi Rakasíur, þrýstijafnarar og smurglös Loftventlar Rafstýrðir Handstýrðir Fótstignir Membra ventiar Lofttakkar Ryðfríir tjakkar Loftverkfæri Nylonleiðslur Leiðslutengi ACompflir fTlaiam 68

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.