Blik - 22.04.1947, Side 18
>4
B L I K
um við öll setzt. Nú sjáum við,
hvar prestur kemur á „fullri
ferð“ upp eftir götunni. Hann
kemur beint inn og segir okkur
að setjast, áður en sitjandinn hef-
ur lyfzt úr sætinu.
„Óvenjulega seinn í þetta
sinn,“ hugsum við. Strax hefst
kennslan. Prestur hefur hátt, svo
að okkur finnst nóg um, en það
leynir sér ekki, að hann er mikill
tungumálagarpur.
Enskan streymir af tungu
hans. Þegar við höfum lesið og
þýtt, lætur hann okkur segja
enskar setningar. Hans uppá-
haldssetningar eru: Hann kyssir
stúlkuna sína og hún fer á mis
við kossinn. Klukkan er 12. Tím-
inn er á enda. Matarhlé í eina
klukkustund.
í dag er mánudagur
Eftir hádegi er kennsla í
handavinnu. Þá er alltaf glatt og
kátt á hjalla, og er þá margt
spjallað, t. d. um tízkuna, síð-
ustu bíómvndir, strákana, pilsið
á þessari og blússuna á hinni o.
s. frv.
Ungfrú Kolbeins hastar furðu
lítið á okkur, því að flestar vinna
um leið, þrátt fyrir allt masið.
Allt í einu kveður mikið ör-
væntingaróp við í stofunni. Svo
stendur sem sé á, að Lilla stend-
ur á undirkjólnum, þegar Óskar
kemur inn til þess að hringja.
Hún þýtur bak við reykháf, en
við engjumst sundur og saman af
hlátri yfir þessu broslega atviki,
og biðjum Óskar blessaðan að
drepa á dyr naést, því að engin
vill verða fyrir svona truflun
aftur, og hann lofar því.
Þannig lauk þessum degi í
skólanum okkar og rnargar okkar
beztu endurminningar eru það-
an runnar.
H. K. og Á. 3. bekk
og allar hinar.
Dáöir drýgðar
„Ætlið þið þá að byrja að
grafa í dag, börn?“ spurði skóla-
stjórinn, þegar hann kom inn í
stofuna. Því var svarað með
„kórjái". „Þá skuluð þið fara
heirn og búa ykkur, við leggjum
af stað frá skólanum ktukkan
hálf tíu.“ Piltar og stúlkur þustu
út, allir vildu verða fyrstir.
Klukkan hálf tíu var lagt af stað
með rekur um öxl til skóla-
grunnsins og var mesti vígahug-
ur í öllum hópnum. Þegar upp
eftir kom, kom það í ljós, að
nokkrar rekur vantaði, en Valtýr
Brandsson og fleiri góðhjartaðir
náungar þarna í nágrenninu líkn
uðu sig yfir þennan framgjarna
unglingahóp og lánuðu sínar
rekur.
Þá var tekið til að grafa. Frost
hafði verið um nóttina og því
nokkuð vont að komast niður
úr klakanum, en þegar því var