Blik - 22.04.1947, Page 30
2Ö
B L I K.
niður á gólfið og lá hreyfingar-
laus. Allt í einu kom hann auga
á andlit sitt í spegli. Það var and-
lit brjálaðs manns. Með mikilli
áreynslu stóð hann upp, fór upp
á loft, þvoði sér og rakaði sig,
hafði fataskipti og fór út.
Fáum mínútum síðar var hann
inni í lækningastofu Surgent
læknis.
„Ég býst við að ég ætti heldur
að fara til lögreglunnar," byrjaði
Reuben.
„Lögreglunnar? Hvað ertu að
segja?“ Hrópaði Surgent lækn-
ir.
„Jú, ég varð konunni minni
að bana.“
„Svo“ — læknirinn sat og
danglaði fingrunum í borðið,
meðan Reuben sagði alla söguna.
„Jæja, líður þér ekki betur nú,
þegar þú hefur sagt frá öllu sam-
an?“ spurði læknirinn, er
Reuben hafði lokið frásögninni.
„Jú, mér líður vissulega bet-
ur.“
„Það var mjög heppilegt, að
þú komst til mín“, hélt læknir-
inn áfram, „að öðrum kosti hefð-
ir þú ef til vill lent í fangelsinu.
Eins og þú veizt hefur sálfræði
verið eitt af áhugamálum mín-
um og frístundavinnu. Þú hefur
auðvitað framið glæp, glæp gagn-
vart sjálfum þér. Þú hefur verið
kvíðinn og óhamingjusamur
mánuðum saman. Stundum ósk-
aðir þú þess, að konan þín dæi.
Þetta var skiljanleg ósk sérstak-
lega með tilliti til þess, hve mik-
ið hún þjáðist. En þú ásakaðir
þig, þú gast ekki fyrirgefið þér
það að bera slíkar hugsanir í
brjósti. Og sú ályktun, að þri haf-
ir orðið konu þinni að bana, hef-
ur næstum gert út af við þig,
vegna þess að þú barst leyndar-
málið einn.
„En lyktin læknir? — Hvað er
þetta, hún er farin?"
„Já, herra Reuben, vegna þess
að þú hefur nú annan til þess að
bera leyndarmálið með þér.“
„En ég gaf henni tvær töflur
á sama hálftímanum."
„En góði Reuben, það var ein-
skær tilviljun, að hún dó einmitt
þessa nótt. Eins og þú veist, var
ég vanur að gefa henni innspýt-
ingu hvern einasta dag til þess
að draga úr kvölunum. En ég
skildi eins vel sálarlíf hennar
eins og líkamslífið. Ég vissi, hve
geðstirð hún var, vesalings kon-
an, hún var því aðeins ánægð,
að hún nyti fullkominnar at-
hygli. Ég sendi út í sætindabúð
og lét kaupa piparmyntur . . .“
„Þú átt við . . . En hún var
alltaf betri, þegar hún hafði tek-
ið þær inn!“
„Það sýnir aðeins, hve góður
sálfræðingur ég er,“ sagði Sur-
gent læknir brosandi
Sigurður Finnsson þýddi
úr Psychology Magazine.