Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Blaðsíða 12
1891
10
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Sárasótt (syphilis): 4 útlendingar.
I. læknishérað. Þau tvö tilfelli, sem ég sá, voru bæöi á dönskum sjómönnum.
Annar hafði stór ulcera penis með mikilli kirtlabólgu í náranum og syphilides út
um allan líkamann.
II. læknishérað. Einn sjúklingur kom hingað á ensku fiskiskipi með sekunder
syphilis. Skoraðist ég undan að taka hann inn á sjúkrahúsið hér í bænum, og var
hann svo sendur heim til sín.
Lekandi (gonorrhoea): 4 tilfelli, a. m. k. 3 útlendingar.
1. læknishérað. Þau tvö tiifelli, sem ég hafði, voru á dönskum matrósum.
12. læknishérað. 1 tilfellis getið á sjúkdómsskrá (útlendingur). Enn fremur
er getið eins sjúklings með epididymitis af völdum gonorrhoea. Er þetta trúlega eitt
og sama tilfelli.
15. læknishérað. 1 tilfellis getið á sjúkdómaskrá. Þjóðerni ekki nefnt.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Fyrir víst er getið um aðeins 10 sjúklinga með lungnaberkla. Tilgreind eru 53
tilfelli af scrophulosis.
9. læknishérað. Getið er um tvo tæringarsjúklinga í ársskýrslu.
12. læknishérað. Á sjúkdómaskrá eru 6 sjúklingar með phthisis pulmonum,
5 þeirra utanhéraðsmenn. 2 dóu. Enn í'remur er getið 39 tilfella af scrophulosis og
2 af erythema nodosum.
15. læknishérað. Tuberculosis pulmonum 1 tilfeili (Færeyingur).
19. læknishérað. Af einkennilegum tilfellum má heizt geta þess, að einn sjúkl-
ingur dó úr phthisis í umdæminu, eftir því sem næst varð komizt eftir symptomunum,
en sá sjúkdómur er óvenjulega sjaldgæfur í héraðinu.
3. Holdsveiki (lepra).
Alls er getið um 12 (14?) holdsveika í 6 héruðum, og mun þar aðallega eða
eingöngu um ný tilfelli að ræða. Þessi tala gefur því enga hugmynd um fjölda holds-
veikra í landinu, en ólíklegt er, að þeir hafi verið undir hálfu þriðja hundraði.
I. læknishérað. 1 tilfelli.
8. læknishérað. Ég veit eigi af neinum holdsveikum hér í umdæminu.
9. læknishérað. 1 tilfelli.
II. læknishérað. 2 eða 3 menn hafa bætzt við þá, sem fyrir voru.
19. læknishérað. Af holdsveikum hef ég séð 2 nýja sjúklinga eða 3, og sýnist
sá sjúkdómur vera fremur að aukast og ýmislegt benda á, að hann sé sóttnæmur.
20. læknishérað. Getið er um 3 holdsveika.