Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Blaðsíða 9
7
1891
5. læknishérað. 1 apríl gerði kikhósti vart við sig á stöku stað. í maí urðu meiri
brögð að honum, og er kom í'ram í júní og júlí, var hann orðinn útbreiddur.
6. læknishérað. Kikhóstinn, sem lítið bar á um veturinn 1890—91, útbreiddist,
þegar voraði, urn þá hreppa, þar sem hann eigi hafði áður komið árið á undan, en í
árslokin varð hans hvergi vart, enda var hann vægari en 1890 og lítið leitað læknis-
ráða við honum.
7. læknishérað. í júlímánuði veiktust 7 börn, en 1 í ágúst.
8. iæknishérað. Á fimm fyrstu mánuðum ársins gekk hér yfir kikhósti í börnum,
en eigi skæður, og dóu sárfá börn úr honum, það ég veit, og vissi ég eigi til, að hann
gerði neitt verulega vart við sig í austurparti sýslunnar. Að minnsta kosti eru þau
tilfelli, er til minnar vitneskju komu, öll í vesturpartinum. Á fyrra árinu gekk hann
mjög skæður í Miðfirði og Hrútafirði, en þó voru ekki sótt til mín meðul handa einu
einasta barni, og frétti ég það aðeins eftir á á skotspónum.
11. 'læknishérað. Enginn faraldur hefur gengið nema kikhóstinn fyrra helming
ársins. Við áramótin var hann í rénum, en hélt þó áfram að stinga sér niður þar til í
júuímánuði,
14. læknishérað. I ársbyrjun var kikhósti mjög í rénun. Sum börn, sem lögðust
um áramót, höfðu að vísu aðkenningu af veikinni fram á vor og jafnvel fram á sum-
ar, en ekki er þó kunnugt, að nein börn dæju eftir áramót.
15. læknishérað. Kikhósti var mjög almennur í janúar, en fá tilfelli í febrúar,
og úr því kom ekkert nýtt tilfelli fyrir. Var veikin æðiþung, og dóu 4 börn. Sjúkling-
arnir höfðu oft langan tíma á eftir bronchitis og emphysema, sumir kroniska pneu-
moni, og voru því lengi að ná heilsu.
16. læknishérað. Kikhóstinn gekk nálega um allt umdæmið, en var yfir höfuð
vægur.
17. læknishérað. Fyrstu tvo mánuði ársins gekk hér kikhósti, sem farið var að
brydda á við árslok 1890, og varð bæði skæður og langvarandi. Flest börn, sem fengu
hann, urðu eigi albata fyrr en eftir 3—4 mánuði, en sum kenndu hans eða atleiðinga
hans enn lengur. 1 sumum tilfellum varð ég var við pneumonia catarrhalis sem com-
plicatio, og dóu þeir sjúklingar flestir. Flestir þeirra, sem sjúkdóminn fengu, voru á
1.—6. aldursári, en þó kom hann einnig fyrir á unglingum allt að 15 ára, og sá elzti
sjúklingur, sem ég vissi til, að fengi kikhóstann, var 19 ára gömul stúlka. Á sumum
bæjum fékk ekkert barn kikhósta, þó að umferðir væru milli þeirra bæja og annarra,
þar sem veikin var fyrir, og engin sóttvarnarmeðul eða varúð væri viðhöfð.
20. læknishérað. í janúar, febrúar og marz gekk hér kikhósti í börnum. Alls
veiktust af honum meira og minna, eftir því sem ég gat næst komizt, 106 börn og ung-
menni, en ekki var mín leitað meira en upp á helming þeirra, enda var þessi kikhósta-
sótt í fæstum illkynjuð, og miklu var hún vægari en kikhóstasótt sú, er hér gekk
veturinn 1871—72. Af veiki þessari og fylgisjúkdómum hennar dóu hér 4 börn.
5. aukalæknishérað. Mánuðina janúar—marz komu fyrir 28 tilfelli, en 23 í
oklóber—desember. Telur læknir 4 hafa látizt.