Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Blaðsíða 40
1893
38
9. Kverkabólga (angina tonsillaris).
7. læknishérað. Tók einkum a6 gera vart við sig eftir veturnætur.
10. læknishérað. Hefur stungið sér niður við og við á árinu, þótt eigi hafi hún
orðið illkynjuð.
11. læknishérað. Hálsbólga hefur verið alltíð í þessu læknisumdæmi þetta ár,
og gróf í sumum hálskirtlunum, svo þeir voru lengi talsvert veikir, en enginn dó úr því.
1. aukalæknishérað. í nóvember gekk hálsbólga, og veiktust allir á mörgum
heimilum.
10. Hitasótt (febris continua).
9. læknishérað. Á bæ einum veiktust nokkrir í sumar af hitaveiki, sem ég var
í vafa um, hvort greina ætti sem taugaveiki. Ég hef skráð þessa veiki undir heitið
febris continua. Hún var greinilega smitandi og tók smám saman flesta á heimilinu.
Fjórir lágu aðeins 8 daga, en tveir 3 vikur, og var rutl á báðum nokkra daga. Enginn
sjúklinganna fékk niðurgang og ekki heldur útbrot. Afturbati var skjótur. Sótthiti
var mestur 39°.
11. Ginklofi (tetanus).
20. læknishérað. Tetanus 2, ginklofi (trismus) 1.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Um kynsjúkdóma segir landlæknir m. a.: Til allrar hamingju erum við enn lausir
við þá plágu hér á landi. Öðru hverju sjást þó tilfelli af lekanda í útlendingum.
Lekandi (gonorrhoea). Talin eru fram 3 tilfelli í 13. læknishéraði (þjóðernis
ekki getið) og 1 tilfelli í 15. læknishéraði (útlendingur). Sárasóttar (syphilis) er ekki
getið á árinu.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Talin eru fram fyrir vist 24 tilfelli af lungnaberklum, en auk þess 12 tilfelli af
blóðspýtingi, án þess að sjúkdómur sé tilgreindur. Um berklaveiki segir land-
læknir m. a.: Eins og kunnugt er, hefur verið talið, að berklaveiki væri ekki á íslandi,
og hefur það reynzt vera svo. Á síðustu 10—12 árum hefur þessi hryggilegi sjúkdómur
tekið að stinga sér niður, og berklasýldar hafa fundizt i mörgum tilfellum. I víðlesn-
asla blaði landsins, ísafold, hef ég vakið ahygli almennings á veikinni, háttum henn-
ar og varúðarráðstöfunum. Hún ræðst ekki einvörðungu á lungu, heldur leggst hún
einnig á aðra vefi (bein). Það er að vona, að þessi hættulegi sjúkdómur nái ekki út-
breiðslu meðal hinnar fámennu íslenzku þjóðar. — Hér mun í fyrsta sinn látinn í
ljós uggur um, að berklaveiki kunni að geta valdið alvarleguin usla í landinu. Ekki
hefur veikin samt vakið almenna athygli lækna, þegar hér er komið.