Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Blaðsíða 37
35
1893
Hallast hann helzt að því, að sóttin hafi verið inflúenza, en skráir þó tilfellin ýmist
sem taugaveiki, inflúenzu eða iðrakvef. Lýsing hans á þessum faraldri í heild er tek-
*n hér með, þó að hvergi nærri sé víst, að um einn og sama sjúkdóm hafi verið að
ræða í öllum tilfellum. Um hitt verður varla efazt, að taugaveiki hefur verið hér á
ferð, enda heldur faraldurinn áfram á næsta ári (1894), og eru þá athugasemdalaust
skráð 52 tilfelli af taugaveiki í þessu héraði. Því miður gefur héraðslæknir enga lýs-
ingu á háttum faraldursins þá. —- Landlæknir segir, að taugaveiki hafi komið fyrir
>,sporadiskt“, eins og venjulega, og lætur þess getið, að veikin sé vægari hér en í
Danmörku og hættulegir fylgisjúkdómar séu sjaldgæfari.
4. læknishérað. Kom upp á nokkrum stöðum 3 síðustu mánuði ársins.
5. læknishérað. 2 tilfelli í maí, franskir sjómenn, voru einangraðir og smituðu
ekki út frá sér. Báðum batnaði. 1 tilfelli í júní. I september kom veikin enn upp,
og fór tilfellum fjölgandi fram til áramóta. Einn maður dó.
11. læknishérað. Taugaveiki hefur enn komið fyrir á einum bæ í Árskógs-
strandarsókn fyrra hluta vetrarins, nefnilega í Haga. Einn af þeim, sem sjúkir voru,
dó þar. Ekki náði veikin að breiðast neitt út þaðan, enda liggur bær þessi nokkuð af-
skekktur niður við sjó og menn á þessum bæ varaðir við að hafa nokkrar sam-
göngur við aðra bæi. Á öðrum bæ í Eyjafirði hefur þessi sama veiki komið fyrir,
nefnilega í Litladal, en ekki er mér kunnugt um, að nokkur sjúklinganna hafi dáið þar.
12. læknishérað. Síðast í septembermánuði tóku ýmsir að veikjast hér í þorp-
inu og umhverfis það, og breiddust þau veikindi út eða stungu sér niður hér og þar,
án þess að unnt væri að rekja braut sóttnæmisins. Ég tók brátt eftir þvi, þegar fram i
októbermánuð kom, að óvanalega margir urðu veikir af acutum tilfellum, og sá, að ein-
hver epidemi hlaut að vera á ferðinni, þótt hægt færi. Eins og viðlögð landfarsóttar-
skýrsla sýnir, byrjaði veikin seint í september með acut, illakynjuðum hronchitum,
anginum eða intestinalkatarrh, en þegar fram í október kom, fóru jafnframt að koma
i ljós veikindi, sem líktust mest typhus levis. Menn lágu 2—3 daga, allt upp að
12—14 dögum, og einstaka maður lá 4—6 vikur. Prodromin, sem oftast aðeins vöruðu
1—2 daga, en þó stundum allt upp að viku, voru þau, að menn fengu kuldahroll,
lystarleysi, máttleysi, stirðleika í herðum eða baki, höfuðverk, hitasteypur, sumir jafn-
framt kvef. Á nokkrum var við þetta veikinni lokið. Þó áttu sumir í þessu margar vikur,
en lögðust þó aldrei, fylgdu aðeins fötum. Flestir lögðust þó eftir 1—6 daga lasleika.
Symptomin í legunni voru hin sömu sem í prodromalstadíinu, nema á hærra stigi.
Sumir höfðu obstipation framan af, en flestir reglulegar hægðir. Diarre kom fyrir
á stöku manni, en sjaldan áköf og aldrei blóð í henni. Varirnar voru þurrar og skorpn-
ar á sumum og tungan meira eða minna belagt, á sumum ákaflega þurr, jafnvel
sprungin. Á einstöku manni fann ég gargouillement i ileocoecalregionen, en aldrei
>,ömhed for tryk“. Roseolaflekki sá ég aldrei. Miltað aldrei stækkað til muna. Epistaxis
i einu tilfelli. Coryza, bronchitis og photophobi nokkur fylgdu með í sumum tilfell-
unum, en komu þó oftast í byrjun veikinnar. Margir sjúklingarnir höfðu í allri legunni
rænu á og gaman af að tala við menn, lesa í bók o. s. frv. Aftur voru aðrir mjög apath-
iskir og astheniskir, sumir voru somnolent, en fleiri áttu erfitt með að sofa. Óráð kom
aðeins fyrir á rnjög fáum. Temperatur komst stundum upp í 39,5°—39,8°. Aðeins á ein-