Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Blaðsíða 62
1895
60
3. Skarlatssótt (scarlatina).
Ekkert tilfelli skráð árin 1891—95.
4. Barnaveiki (diphtheritis et croup).
S j úklingaf j öldi 1891—95: Ár 1891 1892 1893 1894 1895
Sjúklingar: a) diphtheritis 21 34 8 13 39
b) croup 9 4 8 3 8
Alls 30 38 16 16 47
9 eru taldir dánir úr diphtheritis og croup á árinu.
1. læknishérað. Þessi 2 tilfelli af diphtheritis, sem nefnd eru (á farsóttaskrá),
áttu bæði heima í sama húsi hér í bænum. Þegar veikin byrjaði, lét ég tafarlaust koma
hinum 2 börnunum fyrir á barnlausu heimili, en þrem dögum seinna veiktist annað
þeirra, án þess þó að samgöngur hefðu átt sér stað.
5. læknishéraÖ. 2 börn dóu á sama bænum í Rauðasandshreppi.
2. aukalæknishérað. Diphtheritis og croup stakk sér hér niður mánuðina mai
og júní og varð epidemi. Flestöll tilfellin koinu fyrir hér í kaupstaðnum og aðeins
nokkur úti í firðinum. Veikin náði aðeins yfir Seyðisfjörð og barst ekki í önnur héruð.
Að veikin breiddist svo mjög út hér í kaupstaðnum, var að mínu áliti eingöngu því
að kenna, að fólk vildi ekki láta af samgöngum, þrátt fyrir munnlegar og skriflegar
aðvaranir. Til að hindra útbreiðslu sýkinnar viðhafði ég, aulc isolationar af sjúkling-
unum, þar sem því varð við komið, karbol-terebinthin-gufu eftir ráði og fyrirsögn
dr. Vilandts í Ribe í Ugeskrift for Læger 1890, bls. 587, og var það eftirtektavert, að í
þeim 16 húsum í kaupstaðnum, sem veikin kom í, sýktust í 14 af húsunum aðeins 1
barn í hverju húsi, og voru þó mörg börn í sumum af húsum þessum. Þakka ég þetta
karbol-terebinthin-gufunni, því að víða var isolationin ekki haldin betur en svo, að
hún var hreint illusorislc. Injection af hinu Behringska serum var gerð á 2 af sjúld-
ingunum af herskipslækni dr. Hornemann eftir tilmælum mínum. Báðum þessum
sjúklingum batnaði „post hoc“, en hvort það var „propter hoc“ læt ég ósagt.
5. Inflúenza,
Sjúklingafjöldi 1891—95:
Ár 1891 1892 1893 1894 1895
Sjúklingar 96 — 1 4782 206
4. læknishérað. í maí byrjaði inflúenzukennd bronchitis-epidemi með typhösum
einkennum, einkum í börnum, en fullorðnir fengu hana þó einnig. Ég hef kallað þessa
veiki inflúenzu í farsóttaskránni, því henni svipaði meira til verulegrar inflúenzu en
almennrar bronchitis. Bronchitis var mjög slæm og hósti mikill, anorexia, hiti