Gisp! - 12.03.2005, Blaðsíða 64
HENRIK REHR
(1964) Danmörk
Henrik Rehr fæddíst í Óðinsvéum, Danmörku. Hann hefur haft atvinnu af
myndasagnagerð síðan á níunda áratugnum. Undanfarin sextán ár hefur hann
teiknað dagblaðaræmuna Ferd'nand sem birtist daglega í dagblöðum um
allan heim. Fyrsta bók hans kom út í heimalandinu árið 1987 og alls eru
þær orðnar sautján talsins. Margar þeirra hafa verið þýddar, til dæmis Danmark
besat 1-5 (Danmörk hersetin) sem þýdd var á sænsku 1990-94. Sagan fjallar
um hersetu Þjóðverja [ seinni heimsstyrjöldinni ogvakti mikla athygli. Hún
var skrifuð af Morten Hesseldahl, blýantsteiknuð af Niels Roland og blekuð
og lituð af Rehr.
Rehr býr í New York ásamt konu sinni og tveimur börnum þeirra. Hann var
sjónarvottur að hryðjuverkaárásinni 11. september 2001, enda bjó hann
einungis um 200 metra frá tvíburaturnunum. Til að takast á við þessa lífs-
reynslu teiknaði hann söguna Tirsdag (Þriðjudagur) og lýsir því sem fjölskyldan
upplifði meðan árásin stóð yfir og strax að henni lokinni. Tirsdag kom út í
Allt för konsten 4 og hefur einnig komið út í Danmörku, Bandaríkjunum,
Frakklandi og á Indlandi.
Tribeca sunseter þematískt framhald þar sem áhrif árásanna á amerísku
þjóðarsálina eru þungamiðjan. Sagan segir frá endurfundum fjögurra vina í
New York skömmu eftir 11. september og viðleitni þeirra til að takast á við
breytta tilveru.
Annað þema sem finna má í myndasögum Rehrs eru siglingar af ýmsu tagi.
Nýjasta ritröð hans, Sankt Kain (Heilagur Cain), er nútímasaga sem gerist á
ímyndaðri eyju í Atlantshafinu. Sagan er hefðbundin ævintýrasaga þar sem
segir meðal annars af földum fjársjóðum og yfirnáttúrulegum öflum.
Bækur á sænsku
Nár kriget kom 1-5 (með Hesseldahl og Roland, Bonnier Carlsen 1990-94)
Allt för konsten 4 (Optimal Press 2003, safnrit)
Tribeca sunset (Optimal Press 2004)
Bækur á dönsku
Drommen om langskibene (Carlsen 1987)
Julius 1 (Donna 1987)
Julius 2 (Tellerup 1989)
Kvik Leif 1 (Bogfabrikken 1989)
Danmark besat 1-5 (með Hesseldahl og Roland, Carlsen 1990-94)
Jim (með Lars Horneman, Ultima 1993)
Kvik Leif 2 (Bogfabrikken 1994)
Rumvælling 1-2 (með Lars Horneman, Bogfabrikken 1995-96)
L/ár(Politisk revy 1997)
De tre smá grise og ræven (Fahrenheit 2002)
Tirsdag (Fahrenheit 2002)
Tribeca sunset (Fahrenheit 2004)
Sankt Kain 1: Stenkorset (Fahrenheit 2004)
Bækur á ensku
Oatmeal 1-2 (Blind Bat Press 1994 og 1996)
Dreamtime 1-3 (Blind Bat Press 1995)
Tuesday 1-4 (Kim-Rehr Productions 2002-2004)
Veffang
www.tegnebordet.dk/index.php?vis=brugergalleri.php&id=2109&visning=
/ART'S OUR RESPONSE TO
NATURE. OUR ATTEMPT AT
IMMORTALTTY. NOW NATURE
HAS SENTENCED US TO DIE.
62
OPTIMAL PRESS