Gisp! - 12.03.2005, Blaðsíða 160
Sá sem leitar að myndasögum
í París þarf ekki að fara langt.
Á svæðinu kringum gatnamót
Rue St. Germain-de-Prés og
Boulevard St. Michel í
Latínuhverfinu eru fjölmargar
búðirsem eingöngu bjóða upp
á myndasögur og annað efni
þeim tengt. Auk franskra
myndasagna í öllum sínum
fjölda og fjölbreytileika eru til
sölu kynstrin öll af þýddum
myndasögum, einkum
japönskum, og óendanlegt
magn innfluttra myndasagna
af öllum gerðum, þó sér í lagi
þeirra sem oft eru kallaðar
hasarblöð.
Hingað kemur Erró þegar
hann vill veiða úr
myndasögum. Hann fer búð
úr búð og er fljótur að sjá hvað
höfðartil sín. Augun hvarfla
rannsakandi um allt, fingurnir
leika um blað eftir blað, fletta
hratt, þetta er nánast
ómeðvituð athöfn þar sem
myndirnar grípa hann eða fæla
frá. Hann drekkur í sig myndir,
maðurinn er eins og togari
með botnvörpuna úti. Að segja
fyrir um hvert fætur, fingur og
augu Errós leiða hann næst í
bóka- og blaðarekkum
þessara búða er eins og að
ætla sér að sjá fyrir breytingar
í íslensku veðurfari.
/ J
^ 1
Myndasagan er eitt af fjölmörgum byggingarefnum
Errós, en þótt hún sé mjög áberandi í verkum hans,
jafnvel meginuppistaðan í heilum syrpum, eryfirleitt
Iftið fjallað um þátt hennar í list Errós nema þá sem
tákn. Nær væri að segja að hann noti myndefni
hasarblaðanna og annarra myndasagna eins og orð
og setningar. Hann er á mörkum frásagnarinnar.
Margar mynda hans minna á myndasögurán ramma.
Frásögnin er opin og þráðlaus, jafnháð rúmi og tíma.
Sjálfur hefur hann líkt sér við blaðamann, einhvers
konar skrásetjara sem horfir á myndir heimsins og
raðar þeim saman. Þjálfað auga myndasögulesand-
ans (og þá sérstaklega hasarblaðalesandans) tekur
eftir persónunum, sagnaröðunum ogteiknurunum
sem Erró vinnur með. Þessi lesandi hugsar kannski:
„Hvað er hann að skreyta sig þessum stolnu fjöðrum?
Gat nú verið að hin æðri list þurrmjólkaði þá lægri!
Hvað er hann að stela kraftinum úr þessum sögum
oggera að sínum?" Auga hins listmeðvitaða safngests
tekur eftir ólgandi myndbyggingunni, snilldarlegum
stefnumótum ólíks myndefnis og pólitískri tíðaranda-
draumvitund málarans. Þessi áhorfandi hugsar
kannski: „Hvaðan fær hann þessar persónur, þessa
dramatík? Hvernig getur hann gert svona mikið með
svona lítið, þessa ómerkilegu afþreyingu, þessi
hasarblöð?"
Erró kýs sjálfur að svara spurningum með því að
mála. I vel skipulagðri vinnustofunni heldur hann
áfram endalaust eins og ennþá sé alltof mikið eftir
afverkumað mála. Hannfleygirsérniðurá legubekk
í tíu mínútur og rís svo upp endurnærður. Eftirlaun?
„Þessir vinir mínir sem hættir eru að vinna, banka-
stjórarnir, lögfræðingarnir, læknarnir... Þeireru að
drepast úr leiðindum og aðgerðarleysi, í orðsins
fyllstu merkingu! Þessir menn hringja og vilja endilega
hitta migyfir hádegisverði sem varir klukkustundir
því þeir hafa ekkert að gera! 35 klukkustunda
vinnuvika? Algjör della og kosningabrella sósíalista."
HASARINN í NEW YORK
Á milli þess sem við gröfum okkur í gegnum stafla
af klippimyndum ræðum við saman. Mér leikur
forvitni á að vita hvenær augu hans opnast fyrir
myndasögunum. Það er augljóst að kynni Errós af
Bandaríkjunum gegna þar lykilhlutverki en þangað
fer hann fyrst í desember 1963.
„Ég hafði ekki séð myndasögur í Frakklandi, það
var erfitt að ná í myndasögur hér og mér fannst lítið
til af þeim. [ Belgíu voru þær fleiri. [ New York fann
ég fljótt 3-4 stórar myndasögubúðir með gríðarlegu
magni blaða."
Erró byrjaði að sækja efni í myndasöguna þegar
þetta tjáningarform gekk (gegnum miklar breytingar
vestan hafs og austan. [ Bandaríkjunum var
handritshöfundur að nafni Stan Lee kominn fram á
sjónarsviðið hjá Marvel Comics og í samvinnu við
teiknara á borð við Jack Kirby og Steve Ditko
endurnýjaði hann amerísku ofurhetjuhefðina eftir
stöðnun eftirstríðsáranna. Nýjar hetjur birtust, til
dæmis The Fantastic Fourárið 1961, ogfjölmargar
eldri hetjur fengu nýtt líf, þar á meðal Captain
America. Þegar leið á áratuginn kom neðanjarðar-