Gisp! - 12.03.2005, Blaðsíða 104

Gisp! - 12.03.2005, Blaðsíða 104
mannlegar og stíllinn í heild dramatískari og meira ítaktvið umfjöllunarefnið. Þegarfyrirrennarar Maus, smásögurnar “Prisoner on Hell Planet” og “Maus” eru bornar saman við skáldsöguna verður allt þetta enn meira áberandi. 1 “Hell Planet" er fólk f stað dýra og stíllinn er expressíonískur, þrúgandi - sterkur, en næstum yfirþyrmandi. (“Maus” eru mýsnarog kettirnír komin til sögunnar en sagan er teiknuð í mun flúraðri og hlaðnari stíl, sem var í raun hinn almenni stíll höfundar, en hann ákvað síðan að vinna teíkningarnar niður í það látleysi sem eínkennir skáldverkið. Almennt er niðurstaðan sú að leiðin sem farin er í Maussé betur heppnuð, hún grípi lesandann fastari tökum en hinn aggressívi expressíoníski stíll. Johnston nefnir kenningu Scott McClauds í þessu sambandi, en í Understanding Comics (1993) ræðir hann muninn á raunsæjum og einföldum teikningum af persónum og álítur að lesandi eigi auðveldara með að samsama sig einföldum útlínum andlita á persónum. Einfaldar útlínur ásjónu dýrs í stað mannsandlits ættu því að bjóða uppá enn meiri samsömun. Það erauðveltað hugsa sér að ‘fyndnudýra’ hefðin ýti enn frekar undir þetta, en fyndnudýra efnið er fyrst og fremst álitið barnaefni. ( því efni skiptir ímyndunarafl barnsins miklu máli, barnið lifir sig inn í ævintýraheim hinna talandi dýra, það persónugerir dýrin og sér sig í þeim ~ ég gat til dæmis aldrei þolað hvað illa var farið með úlfa - og sú reynsla, eða upplifun innlifunar, rifjast svo upp þegar dýr dúkka aftur upp sem persónur í allt öðru samhengi. Hér mætti næstum kalla til kenningu Freu.ds um hið ókennilega eða óhugnanlega, sem einmittgengur útá þetta: reynsla barnsins, að mestu bæld, birtist aftur í nýju formi á fullorðinsárum, en nú hefur áhrifamátturinn aukist og breyst, því ekkert er eins og var, hugmyndir bernskunnar eiga ekki lengur við. Það skyldi þó aldrei vera að þetta væri ástæðan fyrir vinsældum Maus? Reyndar er ekki fjarri lagi að nefna Freud þegar talað er um Maus, því samband sonarins við föðurinn, í skugga sjálfsmorðs móðurinnar, býður jú uppá miklar Freudískar pælingar. En látum þetta nægja. MILLIKAFLI Æviskrif voru, eins og áður sagði, engin nýlunda fyrir höfunda og lesendur neðanjarðarmyndasagna. Þær blómstruðu á síðari hluta sjöunda áratugarins og fyrstu árum þess áttunda, í kjölfar hnignunar meginstraumsmyndasögunnar. Sú hnignun sigldi síðan í kjölfar ritskoðunar, en á sjötta áratugnum fór myndasagan fyrir rétt með þeim afleiðingum að myndasöguútgefendurtóku uppsjálfsritskoðunar- batterf sem útrýmdi öllu óviðeigandi efni úr myndasögum: ofbeldi, kynlífi, gagnrýni á stjórnvöld, óæskilegum skoðunum... Allt var þetta síðan tekið upp af neðanjarðarmyndasögunni rúmum 10 árum síðar. Neðanjarðarmyndasögur voru, eins og nafnið gefur til kynna, ekki gefnar út af stóru meginstraums- fyrirtækjunum, heldur var þetta efni gefið út af einstaklingum og síðar litlum fyrirtækjum sem sérhæfðu sig í slíkri útgáfu. Dreifingin fór að sama skapi framhjá viðurkenndum leiðum, en yfirleitt var þetta efni selt í ýmsum sérverslunum fyrir undarlegt dót. Með þessu móti var tjáningarfrelsið algert og myndasöguhöfundar nýttu sér það óspart til að reyna á þanþol formsins. Meðal annars komu þarna fram ýmiskonaræviskrif, persónulegri en almennt þekktust áður, oft í formi hugleiðinga, dagbóka, minningabóka, sjálfsævisagna, ævisagna eða annarskonar naflaskoðana. Sem dæmi má nefna skrif Roberts Crumb, en um hann er fjallað annarsstaðar í þessu riti. Með breyttum viðfangsefnum kom einnig breyttur stíll, ný nálgun á myndmálið og nýjar tilraunir með samspil forms og innihalds. Spiegelman var einn af þeim sem kom fram á sjónarsviðið með neðanjarðarmyndasögunni og eru sögur hans frá áttunda áratugnum mjög tilraunakenndar. Þar leikur hann sér á ýktan hátt með formið og listasöguna, ýmist með því að klippa saman og sundur myndasögur í ‘klassískum’ stíl eins og í sögunni “Malpractice" eða með því að nota Picasso fígúrur sem persónur í sögum, eins og “Ace Hole: Midget Detective”. Neðanjarðarmyndasagan þreifst að hluta til í tímaritaútgáfu, hvortsem það voru ritsem sérhæfðu sig ( myndasögum, eða rit af öðru tagi sem birtu meðal annars myndasögur. Tímaritaútgáfa var lengi mikilvægur hluti myndasögunnar, en hvort sem er í Bandaríkjunum, Evrópu eða Japan, var það hin almenna regla að myndasögur birtust fyrst í tímaritum sem eru þá yfirleitt einskonar safnrit (þetta á ekki lengur við í Frakklandi og hefur einnig minnkað í Belgíu), síðan var sögunum safnað á bók (reyndar voru Bandaríkin langt á eftir með bókahluta). Þó neðanjarðarmyndasagan hafi með tímanum dalað - eða breyst, var þörfin fyrir tímarit sem sérhæfðu sig í myndasögum utan meginstraumsins ekki minni en áður. Spiegelman og Mauly tóku upp þennan bolta ogstofnuðu Rawárið 1980. Rawvar auðvitað afskaplega ‘artí’ tímarit, það var leiðandi í því að kynna evrópska myndasöguhöfunda, eins og Ever Meulen, Pascal Doury og Jacquel Tardy, auk þess sem þarna birtust þeir myndasöguhöfundar sem eru uppáhöld lesenda óháðu myndasögunnar í dag, Mark Bever, Chris Ware, Dan Cloves, Charles Burns, David Mazzuchelli og J. Otto Seibold. En slíkar sögur eru af mörgum álitnar hallar undir listrænuna, enda vinsælar meðal listaskólanema og bókmenntafólks, þetta eru sögurnar sem höfða til ‘annarra’ lesenda, fólks sem les ekki endilega myndasögur og hefur kannski ekki mikinn áhuga eða álit á þeim, en er tilbúið að gefa þessu efni séns. Aðrir innan myndasöguheimsins eru ekkert sérstaklega hrifnir af sögum af þessu tagi, af sömu ástæðu: þetta er of ‘artí’ sem margir álíta andstæðuna við myndasöguna, myndasagan á að vera skemmtiefni, helst þannig að hún sé ógagnsæ utanaðkomandi, en heill heimur fyrir innvígða. Bókmenntafólk og listafólk flækist bara fyrir og á ekkert með að skipta sér af. Hér er ég auðvitað að ýkja upp viðhorf sem ég hef stundum orðið vör við, undirliggjandi og ósögð (eða kannski hálfsögð), í skrifum og umræðum um myndasögur. Þetta á líka við í allri umræðu um ‘genrur’, hvort sem það er innan bókmennta eða kvikmynda, eða eins og í þessu tilfelli, vísi til heillar greinar, tiltekins miðils. Aðdáendamenningin sem skapast í kringum verk af þessum toga er oft ákaflega fastheldin á ‘eignarétt’ sinn á þessu efni, en þar skiptir það að vera innvígður miklu máli meðan utanaðkomandi þættir eru álitnir spillandi, byggðir á misskilningi. Öllu áhugaverðari er umræðan um notkun á myndasögum í myndlist, en í bókinni Splat Boom Pow: The Influence of Cartoons in Contemporary Art, sem er sýningarskrá fyrir samnefnda sýningu, fjalla Roger Sabin og Valerie Cassel um áhrif myndasögunnar í myndlist. Sabin, sem er myndasögusérfræðingur, er fremur skeptískur á þessi tengsl og bendir á að oft og iðulega eru þessi áhrif takmörkuð, jafnvel á misskilningi byggð, og sýni ekki endilega mikla þekkingu á forminu, né birti mikla virðingu fyrir því. Hann ræðir hvernig myndlistarmenn nota iðulega stakarfígúrureða ramma án þess að taka tillit til samhengis, en séu sjaldan að fjalla beint um formið í myndum sínum, það er myndasöguna sem ‘sequential art’ raðmyndaform. Því sé þessi notkun myndlistarmanna á myndasögunni handahófskennd ogfjalli í raun ekki um myndasöguna heldur um afþreyingarmenningu og íkon og fígúrur hennar. Og það sem verra er: það er lítil virðing borin fyrir höfundum þessara teikninga, því iðulega eru þær teknar upp án nokkurskonar tilvísunar til þess samhengis sem þær eru sprottnar úr og án þess að höfunda sé getið né leyfis leitað. Sýningarstýran, og ritstýra bókarinnar, Cassel, er hinsvegar á allt annari línu, hún kemur úr myndlistarheiminum og henni finnst frábært hvernig myndasagan fær nýtt líf í 102 | ART SPIEGELMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Gisp!

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.