Gisp! - 12.03.2005, Blaðsíða 170
Mlíji? [Mili©ffl ®WB\W
blaðsíðunní. í kjölfarið hóf Wilson að skapa sér
sérstöðu innan myndasögugeirans fyrir það hversu
samkvæmur sjálfum sér hann var í öfgunum. Sögur
hans og teikningar eru oft og tíðum eins og
þráhyggjukenndar tilbeiðslur þarsem ofbeldið hefur
gildi í sjálfu sér, hvort sem það er af kynferðislegum
eða líkamlegum toga. Þegar þessi orð eru skoðuð í
samhengi víð það efni sem kom út á þessum ámm
fyllist maðurtöluverðri lotningu gagnvart Wilson því
fjöldinn allur af neðanjarðarlistamönnum gerði sitt
ýtrasta til að sjokkera og ýta við mörkum velsæmisins.
En í augum Crumb var Wilson í fararbroddi þessarar
viðleitni.
Myndgerð Wilsons mætti helst kalla myndasögulegt
ofurraunsæi. Allt er dregið fram og ýkt. Hver skráma,
hárug varta og slefdropi hefur sinn stað á andlitum
sögupersónanna. Endalaus smáatriðí draga augað
fram og til baka um blaðsíðurnar eins og leitað sé
að nál í heystakki eða Ijósglætu í svartholinu. Þykkar
línur og ofgnótt svartra blekfleta gera myndirnar á
köflum nánast abstrakt í heild sinni, munstur sem
afhjúpa leyndardóm sinn fyrst eftir nokkra rýni.
Uppistaðan í verkum Wilsons eru sögur af
sjóræningjum, mótorhjólaklíkum, lesbíum og púkum
með þyrnótta getnaðarlimi. Iðulega er söguframvindan
ófyrirsjáanleg og barnalega einföld. Persónurnar eru
einóma, ósjarmerandi, hvatastýrðar skepnur sem
eiga enga samleið með öðrum sómakærum borgurum
myndasögulands. Að endingu ætti lesandanum að
vera slétt sama hver örlög þeirra verða. En hvað er
það þá sem fleytt hefur Wilson jafn langt í vitund
myndasögulesenda ograun ber vitni? Jú, þegar
nánar er að gáð kemur ýmislegt í Ijós sem
lesandanum gæti yfirsést víð fyrsta lestur.
Einfeldningslegframvindan gefurtil kynna að Wilson
vínni sögur sínar nánast jafn óðum og hann drepi
penna á blað. Þær verða draumkenndar og seiðandi
fyrir vikið. Til að geta meðtekið skilaboðin verður
lesandinn að gefa sér færi á að skoða sjálfan sig við
lesturinn. Hann verður að geta tekið á þeim
tilfinningum sem sögurnar vekja upp, hvortsem þær
fela í sér undrun, ógeð eða örvun. Þó efniviðurinn
sé oft nokkuð einhæfur er framsetningin svo kröftug
að hver sá sem les getur ekki annað en hrifist með.
Ofstopinn heldur lesandanum hugföngnum um leið
og hann virkar fráhrindandi. Að tesa Wilson er
sjálfbært ferli þar sem neytandinn þarf að takast á
við eigin ótta, fordóma og þrár. Wilson gerir þanníg
kröfu til lesandans eins og vænta má að hann hafi
gert til sjálfs sín við verkið.
Öfugt við Crumb vildi Wilson lítið tjá sig beint um
eigin tilfinningar í myndasögum sínum og blandar
hann hvergi eigin persónu inn í frásögnina. Á hinn
bóginn má sjá í sögum hans sömu tilhneigingu til
tilfinningalegrar útræslu og er að finna í mögum
frásagna Crumbs. Sögurnar eru of djúpstæðar og
raunverulegar í vírkni sinni til að hafa verið gerðar
eingöngu með það fyrir augum að hneyksla. Þegar
skyggnst er undir gárugt yfirborðið kemur svo í Ijós
sótsvartur húmor sem gefur sögunum nýtt yfírbragð
og léttir lesturinn nokkuð þótt sagan missi ekki hið
minnsta af slagkrafti sínum.
Þó að Crumb sé sá listamaður sem borið hefur
hróður neðanjarðarmyndasögunnar fram á okkar
dag er ekki þar með sagt að hann hafi sprottið fram,
fullmótaður úr lofttæmi. S Clay Wilson var sá sem
sýndi honum fram á að allt væri hægt í myndasögum,
að allt væri leyfilegt. Þetta væru jú bara myndír á
blaði og það eina sem settí söguefninu skorður væri
sjálfsprottin ritskoðun. Að sama skapi verður að líta
á neðanjarðarmyndasöguna sem afsprengi þess
samfélags sem reyndi hvað mest að bæla þær hvatir
sem þar komu fram.
Eftir því sem jaðarkennd hippatimans rann út í
sandinn og blandaðist meginstraumum þjóðfélagsins
fór að þera á mæði í byltingaranda
neðanjarðarmyndasögunnar. Höfundar eins og
Crumb og Wilson hafa haldið sig við myndasögugerð
á meðan aðrirfóru nýjar leiðir í listsköpun sinni.
Það sem eftir stendur er hins vegar að
neðanjarðarhöfundarnir ruddu brautina fyrir nýjar
kynslóðir höfunda sem sjá nú myndasöguna sem
mögulegan valkost í viðleitní sinni til að skilja heiminn,
skoða drauma sína og martraðir og túlka eftir sínu
eigin höfði, ekki annarra.
SNORRI HEIMISSON
168
NEÐANJARÐARMYNDASAGAN