Gisp! - 12.03.2005, Blaðsíða 72
MATTI HAGELBERG
(1964) Finnland
Matti Hagelberg fæddist í smáþorpinu Kirkkonummi vestur af Helsinki.
Frá því hann lauk námi við listaháskólann í Helsinki hefur hann fengist
við að skrapa vandlega gerðar myndasögur á „scratchboards". Smám saman
hefur hann byggt upp sinn eigin heim sem gengur undir nafninu B.E.M.
og sótt innblástur víða að, meðal annars til Edgars Rice Burroughs, Friedrichs
Nietzches, Williams Blakes og Alfreds Hitchcocks. Hagelberg grípur oft
til heimspekilegra og guðfræðilegra vangaveltna og stillir þeim upp gegn
barnslegri röksemdafærslu sem slær lesandann út af laginu. Einnig notar
hann fáránleg og kostuleg víxlspor sem gera sögurnar mjög skemmtilegar.
Hann leikur sjálfur stórt hlutverk í sögunum og birtist þar í fjölmörgum
holdtekningum og alter-egóum, svo sem Hr. Matti Hagelberg, Matti
Hagelberg og ofurmennið Lauri Kenttá (hið finnska heiti Clark Kents).
Verk hans hafa verið gefin út víða erlendis. Þegar þetta er skrifað má finna
bækur hans á sex tungumálum í átta löndum og fleiri útgáfur eru á leiðinni.
Nýjasta verkið er 200 síðna bók þar sem Hagelberg tekur fyrir Urho
Kekkonen, fyrrum forseta Finnlands. Sögulegum staðreyndum er á ýktan
hátt blandað saman við hreinan skáldskap. Eins og áður leggur rithöfundurinn
Riikka Ala-Harja til afskaplega frumlegt handrit að einni sögunni. Kannski
gefur þessi bók finnskum lesendum afslappaðri mynd af einstaklingnum
Kekkonen því hann var aldrei svona skemmtilegur meðan hann lifði!
Matti Hagelberg hefur einnig skrifað textann við óperuna Marsin
mestarilaulajat (Meistarasöngvarar frá Mars).
Bækur á ensku
B.E.M. 4: Sinful Ways of Simpli City (Chacal Puant 1996)
B.E.M. 8: Zombie Justice (Le Dernier Cri 1999)
B.E.M. 10: Mr Mokamat (rissbók, að hluta til á finnsku, Le Dernier Cri 2000)
Action Paction (Chacal Puant/Pipifax 2001)
B.E.M. 11: Universal Pictures! (litteikningar, Le Dernier Cri 2002)
Safnrit á ensku
Blab! 10(Fantagraphics 1998)
Blab! 11 (Fantagraphics 2000)
Dirty Plotte 11 (Drawn & Quarterly 1997)
Gare du Nord (SeriNord/Tago 1997)
Blab! 12 (Fantagraphics 2001)
Blab! 13 (Fantagraphics 2002)
New & Used Blab! (Chronicle books 2003)
Blab! 14 (Fantagraphics 2003)
Blab! 15 (Fantagraphics 2004)
Blood Orange 2 (Fantagraphics 2004)
Bækur á frönsku
Holmenkollen (L’association 2002)
Le sultan de Venus (L’association 2003)
Bækur á finnsku
B.E.M. 1: Marsin sankari (gefið út af höfundi 1992)
B.E.M. 2: Marsin alkeet (gefið út af höfundi 1994)
B.E.M. 3: Bonuskaupungin vitsaukset (Suuri Kurpitsa 1997)
B.E.M. 5: Venuksen sulttani (Suuri Kurpitsa 1996)
B.E.M. 6: Tikapuuhermosto (Jalava 1998)
B.E.M. 7: Marsin heimot (spilakort, Cityoffset 1998)
B.E.M. 9: Holmenkollen (Jalava 2000)
B.E.M. 12: Kekkonen (Otava 2004)
Bækur á sænsku
Holmenkollen (Optimal Press 2001)
Allt för konsten 3 (Optimal Press 2002, safnrit)
Allt för konsten 4 (Optimal Press 2003, safnrit)
Allt för konsten 5 (Optimal Press 2004, safnrit)
Kekkonen (Optimal Press 2005)
70 | OPTIMAL PRESS
J