Gisp! - 12.03.2005, Blaðsíða 134

Gisp! - 12.03.2005, Blaðsíða 134
takast á við í sögunni. Söguþráðurinn er þrefaldur og lýsir sögu Arkham hælisins fyrir geðsjúka, og stofnanda þess, ‘uppruna'sögu Batmans sjálfs og átökum hans við eigin geðheilsu, aðalsöguþráðurinn gengur svo út á það að geösjúklingarnir (sem flestir eru höfuðfjendur Batmans) hafa tekið hælið yfir. Hönnunin og myndlýsingin segír hálfa söguna, en McKean gengur mjög langt í því að skapa annað útlit á söguna en lesendur ofurhetjusagna eru vanir. Myndirnar eru málaðar, á stundum í mjög Ijósmyndaraunsæis stíl - utan Batman sem birtist bara sem skuggi og Jókerinn sem erteiknaðurýktum dráttum - og allt yfirbragðið er dimmt og dökkt og sagan því mönnuð skuggum. Inn í þennan myrkraheim er síðan skotið skærum litum, sérstaklega þegar kemur að grænu hárí Jókersins, sem virkar eins og geðveikisbjarmi í þessum dimmu húsakynnum. Blönduðtækni McKean birtist einnig víða með hlutum og efnum sem gefa sögunni mjög áþreifanlegt yfirbragð. Arkham Asylum er enn meðal þekktari sagna McKean. Sjálfur er hann öllu hallari undir annað þekkt verk sitt, en það eru forsíðurnar og hönnunin á sagnabálki Neil Gaiman um konung draumanna, The Sandman. Sú saga er líklega ein áhrífamesta myndasaga síðustu tveggja áratuga og segir, eins og titíllinn gefurtil kynna, frá sandmanninum Óla lokbrá, Morfeusi konungi draumanna. Sagan hefst á því að galdramaður fangar Draum snemma á tuttugustu öld. Hann hafði ætlaðsérað ná systur sandmannsins, Dauða, á sitt vald til að öðlast ódauðleika, en sat uppi með Morfeus og dó svo síðar í hárri elli. Sonur hans, öllu miður heppnaður galdramaður, sleppir Sandmanninum lausum (árið 1988, sama ár og fyrsta Sandman sagan kemur út) sem hefst strax handa við að lagfæra það sem úrskeiðis hafði farið í ríki draumanna meðan hann var í burtu. En fangavistin hefur breytt honum á óafturkræfan hátt og hann er ekki samur. Þannig hefst ferðalag um tíma og rúm, þar sem lesendur kynnast ekki aðeins konungi draumanna og systkinum hans, heldur einnig þeim margvíslega goðsögulega félagsskap sem byggir ríki hans; dreymendum, skáldum og álfum sem tengjast Sandmanninum á ýmsan hátt. Eins og áður sagði eru allar forsíður gerðar af Dave McKean og að hætti hans eru þær ekki teiknaðar, heldur gerðar með blandaðri tækni, Ijósmyndum, teikningum, málun, tölvuvinnu ogjafnvel fikti við líkön og módel, og þannig eru undirstrikuð enn á ný tengsl við listaheiminn fremur en ofurhetjuheim myndasagna (en Sandman rekur ættir sínar þangað). Þessi hönnun setur mark sitt á alla söguna og fagurfræðilega mætti næstum kalla The Sandman dekadent, bæði hvað varðar myndræna hlutann og efnistökin. Hverforsíða er hugsuð sem einskonar táknmynd eða myndhverfingfyrir hverja sögu fyrir sig - en McKean er mjög gefinn fyrir slíkan leik með táknheima, sem síðan passar afskaplega vel við oft á tíðum táknrænan stíl Gaiman. Þannig gefur hver forsíða tóninn fyrir hverja sögu, skapar stemningu, og sem heild ramma þær sagnabálkinn inn og eiga ríkan þátt í að móta upplifunina af þessum heimi vætta og óvætta. Almennt séð er sleginn svipaður tónn í myndhönnuninni fyrir hverja bók, en sagan var endurútgefin í tíu bindum, þarsem hvert bindi samanstendur af nokkrum styttri sögum. Til dæmis einkennist hönnun fyrstu forsíðnanna af einskonar leik með safnskáp (cabinet of curiosa), en slík einkasöfn voru vinsæl meðal aðalsmanna og auðmanna sem söfnuðu að sér ýmis konar forvitnilegu dóti. Á einni útgáfunni af forsíðunni að fyrstu bókinni (Preludes and Nocturnes 1991) birtist okkur andlít Morfeusar bakvið slíkan skáp, hann kíkir í gegnum nokkrar auðar hillur eins og þær væru gluggar en í hinum hillunum liggja egg á bláum beðí eins og í skartgripaskúffu. Eggin eru ýmist emalíeruð, útskorin eða úr sléttum marmara og yfir eitt horn híllunnar liggur síöan fúin trjágrein, sem er negld á vegginn við hliðina. Hinar forsíðurnar endurtaka svo þetta tema, en þar er framsetningin þrískipt, með mynd fyrir miðju og röð af hillum á hvorum væng. Safnskápurinn er mjög viðeigandi táknmynd fyrir umfjöllunarefni fyrstu sagnanna þar sem segir frá fangelsun og fangavist og að lokum frelsun Morfeusar. Það mætti því hugsa sér að skápurinn sé táknmynd safns galdramannsins, þarsem konungur svefns og drauma er aðeins einn af mörgum safngripum - og þá breytist skápurinn í fangelsi og hillan tekur á sig mynd rimla. Eggin ítreka þessa innilokunarhugmynd, þau vísa til einhvers sem liggur í dvala, einhvers sem er enn ófætt. Sem slík eru þau auðvitað klassísktfrjósemistákn sem mætti líka sjá sem fyrirboða þess sem koma skal, margar margar sögur. Þannig gæti skápurinn reyndar einnig virkað, sem skilaboð til lesenda um að hér sé margt forvitnilegt á ferðinni. Þessi hönnun sem einkennist af samblandi teikninga, málverka, Ijósmynda og hluta sem eru eins og klipptir inn á myndina, er einkennismerki McKeans eins og áður sagði og tekur á sig ýmis form í gegnum allar sögurnar og allt hans höfundarverk. Á síðustu forsfðunum er hönnunin þó orðin mun einfaldari, enda einkennast síðustu sögur bálksins, sem nefnast einu nafni The Wake (1997), af kyrrð eftirmála þeirra atburða sem lesandi hefur rakið sig í gegnum. Hér hefurtextanum verið útrýmt og birtist hann einungis á titilsíðum. (stað texta birtast lesanda einföld tákn, yfirleitt dauða, enda fjallar bókin um dauðann. Bakgrunnurinn er í einum tærum lit, gulur, rauður, blár, svartur, grænn, appelsínugulur, og á þessum fleti liggja eða hanga hlutir, hauskúpa, bein, dauðurfugl, sem jafnvel virðast hafa risið uppúr honum, því það er eins og þeir séu eitthvað hálfpartinn óljósir, úrfókus, máðir. Þessháttar meðhöndlun Ijósmynda er einmitt algeng hjá McKean sem notar allskyns tækni til að gera Ijósmyndina annarlega. Sjálfur lýsir McKean þessum forsíðum sem einskonar dagbók, í þeim má skoða feril/ferli hans sem listamanns, þar bírtast hugðarefni hans á þeim tíma sem hann vann síðuna, alltfrá tilfinningum til listrænna áhrifa. Þannig má segja að forsíðurnar segi sína eigin sögu, enda hefur þeim verið safnað saman og gefnar út á bók. Sú saga er nokkuð myrk, 132 DAVE McKEAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Gisp!

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.