Gisp! - 12.03.2005, Blaðsíða 168
Stemningin sem myndaðist í
byrjun sjöunda áratugarins í
Bandaríkjunum var bein
afleiðing þess haftastefnu-
þjóðfélags sem kaldastríðið
hafði alið af sér.
Hippatímabilið var svar
æskunnar við úreltu
reglugerðarkerfi þarsem reynt
var með góðu eða illu að halda
í gömul og löngu úrkynjuð
gildi. Blómabörnin brugðust
við með ögrandi hispursleysi,
rómantík og gagnrýnu
hugarfari.
Myndasögur voru ekki
undanskildar þessum
breytingum. Þær höfðu átt
undir högg að sækja í
dómssölum McCarthyismans
þar sem reynt var að uppræta
hugsanagang hins óameríska.
Háðfuglinn William Gaines,
seinna einn af stofnendum
Mad Magazine, þurfti meðal
annarra að sitja fyrir þingnefnd
og svara fyrir menningarlegt
gildi þeirra hryllings- og
stríðsblaða sem E.C.-útgáfa
hans létfrá sér. Myndasögur
þess tíma voru eingöngu
álitnar lestrarefni ungra
drengja og átti söguefnið að
vera við þeirra hæfi samkvæmt
opinberum stöðlum.
Ofurhetju-, stríðs- og
ævintýrablöð voru nánast
einráð á markaðnum. Þegar
bera fór á efni sem ekki þótti
við hæfi þessa markhóps,
hlupu menn upp til handa og
fóta og kröfðust ritskoðunar.
Þau útgáfufyrirtæki sem þá
höfðu fest sig í sessi sáu sig
knúin til að koma á harðri
sjálfsritskoðun til að halda velli.
Það var gert með því að leggja
stimpil svokallaðs Comics
Code á þau blöð sem þóttu í
lagi. Allt var því á einn veg í
þessum efnum. En með
þessum höftum má segja að
lágmenningin hafi losnað úr
læðingi.
Fyrst kerfið (svo ég leyfi mér að nota gamaldags
orðfæri hins síðhærða andspyrnumanns), óttaðist
áhrifamátt þessa meinleysislega tjáningarforms, hlaut
að vera mögulegt að nota það í baráttunni fyrir
bættum heimí. Ogviti menn. Fram komu höfundar
sem þorðu að láta í Ijós hluti sem áður höfðu verið
óhugsandi í myndasögum. Eins og kálfar að vori
slettu þeir úr klaufum og pennum yfir blaðsíðurnar.
Á árunum 1965 til 1973 gerðist því hið fáheyrða;
myndasögur urðu kúl. Þær gerðust staðalbúnaður
í tækjabelti kynslóðar ungmenna sem kenndí sig við
jaðarmenningu. í stórborgum vesturlanda voru fáar
tískuvöruverslanir, bókabúðir og plötubúðír, sem
gerðu út á þennan hóp, svo aumar að hafa ekki
eintök af einhverjum þeirra tímarita og blaða sem
spruttu upp úr þeim menningarlega jarðvegi sem
þá var plægður. Myndasögublöð eins og Slow Death
Funnies, Zap Comixog YoungLust lögðu öll áherslu
á jaðargildi sitt í menningarlegu samhengí.
Söguefni þessara neðanjarðarmyndasagna -en svo
voru þær kallaðar vegna þess uppreisnaranda sem
einkenndí þær-varögrandi, ókurteist, pólitískt
öfugsnúíð, klámkenntogsálfræðilega djúplægt. Það
var fjölskrúðugt samansafn nokkurra tuga furðufugla
sem stóð að neðanjarðarsenunni og hver þeirra hafði
sína nálgun að myndasögunni. Bill Griffith notaði
súrrealískan húmor í verkum sínum; Victor Moscoso
spann sækadelíuna inn í frásagnarformið; karllægnin
og hetjuklisjan einkenndi teiknistfl Spain Rodriguez;
Dennis Kitchen gerði tilraunir til að færa stemningu
neðanjarðarmyndasagna upp á yfirborðið með vægari
og mýkri aðkomu að forminu og Gilbert Shelton var
uppáhald hinna útúrreyktu með sögum sínum af
bakkabræðrunum Furry Freak Brothers. Allir áttu
þessir menn þó það semeiginlegt að vinna verk sem
áður hafði verið óhugsandi; að tengja saman
auvirðilega myndasöguna ogforboðin umfjöllunarefni.
Maður getur séð fyrir sér hneykslan góðborgaranna.
Fremstir í flokki þessara húsbrotsmanna
meðalmennskunnar voru svo þeir Robert Crumb og
S Clay Wilson.
166 | NEÐANJARÐARMYNDASAGAN