Gisp! - 12.03.2005, Side 168

Gisp! - 12.03.2005, Side 168
Stemningin sem myndaðist í byrjun sjöunda áratugarins í Bandaríkjunum var bein afleiðing þess haftastefnu- þjóðfélags sem kaldastríðið hafði alið af sér. Hippatímabilið var svar æskunnar við úreltu reglugerðarkerfi þarsem reynt var með góðu eða illu að halda í gömul og löngu úrkynjuð gildi. Blómabörnin brugðust við með ögrandi hispursleysi, rómantík og gagnrýnu hugarfari. Myndasögur voru ekki undanskildar þessum breytingum. Þær höfðu átt undir högg að sækja í dómssölum McCarthyismans þar sem reynt var að uppræta hugsanagang hins óameríska. Háðfuglinn William Gaines, seinna einn af stofnendum Mad Magazine, þurfti meðal annarra að sitja fyrir þingnefnd og svara fyrir menningarlegt gildi þeirra hryllings- og stríðsblaða sem E.C.-útgáfa hans létfrá sér. Myndasögur þess tíma voru eingöngu álitnar lestrarefni ungra drengja og átti söguefnið að vera við þeirra hæfi samkvæmt opinberum stöðlum. Ofurhetju-, stríðs- og ævintýrablöð voru nánast einráð á markaðnum. Þegar bera fór á efni sem ekki þótti við hæfi þessa markhóps, hlupu menn upp til handa og fóta og kröfðust ritskoðunar. Þau útgáfufyrirtæki sem þá höfðu fest sig í sessi sáu sig knúin til að koma á harðri sjálfsritskoðun til að halda velli. Það var gert með því að leggja stimpil svokallaðs Comics Code á þau blöð sem þóttu í lagi. Allt var því á einn veg í þessum efnum. En með þessum höftum má segja að lágmenningin hafi losnað úr læðingi. Fyrst kerfið (svo ég leyfi mér að nota gamaldags orðfæri hins síðhærða andspyrnumanns), óttaðist áhrifamátt þessa meinleysislega tjáningarforms, hlaut að vera mögulegt að nota það í baráttunni fyrir bættum heimí. Ogviti menn. Fram komu höfundar sem þorðu að láta í Ijós hluti sem áður höfðu verið óhugsandi í myndasögum. Eins og kálfar að vori slettu þeir úr klaufum og pennum yfir blaðsíðurnar. Á árunum 1965 til 1973 gerðist því hið fáheyrða; myndasögur urðu kúl. Þær gerðust staðalbúnaður í tækjabelti kynslóðar ungmenna sem kenndí sig við jaðarmenningu. í stórborgum vesturlanda voru fáar tískuvöruverslanir, bókabúðir og plötubúðír, sem gerðu út á þennan hóp, svo aumar að hafa ekki eintök af einhverjum þeirra tímarita og blaða sem spruttu upp úr þeim menningarlega jarðvegi sem þá var plægður. Myndasögublöð eins og Slow Death Funnies, Zap Comixog YoungLust lögðu öll áherslu á jaðargildi sitt í menningarlegu samhengí. Söguefni þessara neðanjarðarmyndasagna -en svo voru þær kallaðar vegna þess uppreisnaranda sem einkenndí þær-varögrandi, ókurteist, pólitískt öfugsnúíð, klámkenntogsálfræðilega djúplægt. Það var fjölskrúðugt samansafn nokkurra tuga furðufugla sem stóð að neðanjarðarsenunni og hver þeirra hafði sína nálgun að myndasögunni. Bill Griffith notaði súrrealískan húmor í verkum sínum; Victor Moscoso spann sækadelíuna inn í frásagnarformið; karllægnin og hetjuklisjan einkenndi teiknistfl Spain Rodriguez; Dennis Kitchen gerði tilraunir til að færa stemningu neðanjarðarmyndasagna upp á yfirborðið með vægari og mýkri aðkomu að forminu og Gilbert Shelton var uppáhald hinna útúrreyktu með sögum sínum af bakkabræðrunum Furry Freak Brothers. Allir áttu þessir menn þó það semeiginlegt að vinna verk sem áður hafði verið óhugsandi; að tengja saman auvirðilega myndasöguna ogforboðin umfjöllunarefni. Maður getur séð fyrir sér hneykslan góðborgaranna. Fremstir í flokki þessara húsbrotsmanna meðalmennskunnar voru svo þeir Robert Crumb og S Clay Wilson. 166 | NEÐANJARÐARMYNDASAGAN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Gisp!

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.