Gisp! - 12.03.2005, Blaðsíða 74
KATJA TUKIAINEN
(1969) Finnland
Katja Tukiainen fæddist í Pori, Finnlandi. Flún lærði við Lista- og hönnunar-
háskólann í Helsinki og Listaakademíuna í Feneyjum. í Finnlandi hafa verið
gefnar út fimm bækur með myndasögum hennar og teikningum. Verk hennar
hafa einnig birst á prenti í Belgíu, Bandaríkjunum, Sviss, Frakklandi, Svíþjóð
og Slóveníu. Tukiainen hefur haldið margar einkasýningar í Finnlandi og Eistlandi
og tekið þátt í mörgum samsýningum víða um Evrópu.
Sögur hennar einkennast af hlýju og umhyggjusemi; henni tekst að koma auga
á bjartari hliðar lífsins, jafnvel þegar svartnættið virðist algert. Verk hennar eru
alltaf gáskafull og það kemur ekki á óvart að fyrsta bók hennar fjallar um litlar
stúlkur sem skapa sér eigin heim með leikjum sínum. í annarri bók hennar,
Tyttö ja mummo (Stúlka ogamma), er viðfangsefnið nokkrar kynslóðir kvenna
og veigamiklir atburðir í lífi þeirra.
Nýjasta bók Katja Tukiainens heitir Postia Intiasta (Póstur frá Indlandi) og er
persónuleg frásögn af ferðalagi til þess lands. Lesandinn fylgist með erfiðleikum
hennar á þriggja mánaða löngu ferðalagi. Hún segir frá smáum og stórum
viðburðum með knöppum texta og hrífandi teikningum. Til að fanga rétta
andrúmsloftið er bókin prentuð í brúnum lit. Tukiainen þekkir vel til á Indlandi
og hefur nokkrum sinnum kennt indverskum konum myndasagnagerð með
aðstoð finnsku samtakanna World Comics. Katja Tukiainen býr í Helsinki ásamt
fjölskyldu sinni.
Bækur á sænsku
Allt för konsten 3 (Optimal Press 2002, safnrit)
Brev frán Indien (Optimal Press 2003)
Allt för konsten 4 (Optimal Press 2003, safnrit)
Allt för konsten 5 (Optimal Press 2004, safnrit)
Bækur á finnsku
Tyttöjen leikit (Jalava 1997)
Tyttö ja mummo (Jalava 1998)
Jos olisin prinsessa (Suomen yrityslehdet 1999)
Varjeltava kylmátá (útgáfa höfundar 2000)
Postia Intiasta (Suomen yrityslehdet 2002)
Bækur á ensku
Letter to a dead friend (Edition Colomba Urbana, Schweiz, 2000)
New thingvol. 1: Identity (New suit, USA, 2001)
Rosetta 1 (Alternative comics, USA, 2002)
New thing vol. 2: Secrets (New suit, USA, 2003)
Vefföng
www.katjat.net
www.worldcomics.fi
Jfkod.H.Dl.
7 AÁ^Jdi'
/p./vxfovv
joJÁ'
£/ru
t\SL/Y\30-/T^a~'
AjLO'c hemna I
INOMHVS) |
2.o
72
OPTIMAL PRESS