Gisp! - 12.03.2005, Blaðsíða 173
Jack Kirby fæddist í New York 28.
ágúst árið 1917. Stuttu síðar byrjaði
hann að teikna. Þegar hann kom til
vits og ára gerðist hann
myndasöguteiknari. Hann öðlaðist
fljótt vinsældir í geiranum enda ótrúlega
hæfileikaríkur. Á ferli sínum teiknaði hann nánast
allar gerðir af bandarískum myndasögum. Vestra,
stríðssögur, vísindaskáldskap, hrylling og rómantík.
Þekktastur er hann fyrir áhrif sín og
sköpunarverk í ofurhetjubransanum.
Jack Kirby var svo afkastamikill að það tekur blessunarlega langan tíma að rekja
feril hans. Það er nánast ómögulegt að ákveða hver hans bestu verk voru. Margir
myndu segja að þær sögur sem hann vann með Stan Lee hjá Marvel væru
það sem skaraði frammúr. Það sem hann gerði fyrir Fantastic Fourtelst
nú slgilt. Teikningarnar eru vægast sagt frábærar og persónurnar nutu sín
sem aldrei fyrr í gallalausri frásögn og óaðfinnanlegum hasar.
f FFvar að finna tvö af þekktustu börnum Kirbys, hetjuna SilverSurfer og illan föður
hans Galactus. Þeir voru sérstaklega fallegir. Siiver Surfervar einhverskonar Lone
Rangerhins ískalda geims. Með spegilgljáandi húð brunaði hann á brimbretti í gegnum
tómið og talaði upphátt við sjálfan sig um leyndardóma alheimsins. Það var eitthvað
dásamlega hallærislegt við hann.
Og svo er það hinn risavaxni Gaiactus. Hin óstöðvandi átvél. Heimsendir í mannsmynd.
Sjálfkrýndur konungur alheimsins vegna þess að enginn þorði að rífast við mann sem
borðar plánetur. Alveg hreint heillandí persóna. Samkvæmt Kírby var Se/furfyrirmynd
Galactusar. Og Silver Surfervar þá að sjálfsögðu Herkúles. Hálf-guðinn sem rífst við
pabba sinn. Kirby var alinn upp af tvenns konar frásagnarmiðlum. í fyrsta lagi voru
það hinar evrópsku goðsagnir sem foreldrar hans sögðu honum fyrir svefninn: Grísk
og norræn goðafræði og riddarasögur. f öðru lagi voru það bandarískar sci-fi bíómyndir
sem höfðu mikil áhrif á hann.
Kirby sá fljótt að þetta tvennt væri tilvalinn efniviður í ofurhetjusögur. Hann vildi skapa
goðsagnir fyrir bandarískan nútíma, á sama hátt og J.R.R. Tolkien gerði í Englandi.
Kirby vildi búa til sögur um guði, fjölskyldulíf þeirra og tilheyrandi fjölskylduvandamál.
Þessar hugmyndir sínar gat Kirby fyrst notað almennilega þegar honum var boðið að
svíkja lit og flytja yfir til DC, erkióvinar og helsta keppinauts Marvels.
Ofurhetjulesendur voru agndofa. Þetta var eins og ef Lennon myndi hætta í Bítlunum.
Efasemdir og vangaveltur fóru á kreik. Jú, að vísu hljóðaði nýi samningurinn upp á
þrjá nýja titla og fullkomið sköpunarfrelsi, en gat ofurteiknarinn spjarað sig þegar Stan
Lee var ekki til staðar?
Að vísu entust titlar þessir vart lengur en eitt ár vegna lítillar sölu. En lesendur eru þó
flestir sammála um að á þessum tíma framleiddi hann sínar langbestu sögur og
persónur. Fyrir DC skapaði hann heila veröld sem hann kallaði „The Fourth World“.
Lykiltitillinn var New Gods, en samferða honum var Mr. Miracle og Forever People.
Sögurnar voru um góð öfl og ill sem börðust fyrir framtíð alheimsins og notuðu
plánetuna Jörð sem vígvöll. í grófum dráttum hljómar þetta kunnuglega, en raunin
var sú að sagan var stærri í sniðum en flest sem birst hafði á myndasögusíðum. Svo
stór var sagan að Kirby fékk aldrei almennilega að klára hana.
Góðu guðirnir bjuggu á New Genesis. Þar var kvalda hetjan Orion í broddi fylkingar.
Hann þaut um geiminn á fljúgandi hásæti í leit að leið til að stöðva hinn illræmda
JACKKIRBY | 171