Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 18

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 18
16 aðeins einstaka fengu i)lóðlitaðar hægðir. Sóttin kom harðast niður á fólki í sveitinni, svo margir urðu frá verki nokkra daga og voru lengi að ná sér aftur, enda stóðu sumir of lengi \ið verk og versnaði við það. Á sumum sveitaheimilum tók allt fólkið veikina. Kom það sér illa um há-sláttinn, því hún var engu fátíðari á fullorðnum en börnum. Eng- inn dó. Alls skráð á árinu 93 tilfelli. Borgarfj. Iðrakvef gerði fyrst vart við sig ofarlega í Stafholtstung- um, breiddist síðan út mjög hægt sveit úr sveit og í nóvember var það komið héraðið á enda. Þessi veiki hagaði sér nokkuð misjafnlega, stundum har mest á höfuðverk og beinverkjum, stundum ógleði og uppsölu, stundum niðurgangi og engu öðru. Stundum fór þetta allt saman. Aldrei sá ég blóð í saur. Vatnskúr, ópíum, subsalicylas bism. og tannalbin var helzt ráðlagt við veikinni. Eitt barn dó, á 2. ári. Flateijrar. Súgfirðingar, sem venjulega hafa verið manna kvefsækn- astir, hafa sloppið mjög létt við kvef og kvefsótt þetta ár. Aftur á móti barst til þeirra iðrakvef í júnímánaðarlok og náði mjög almennri út- breiðslu á skömmum tíma. Ég vissi, að í Dýrafirðinum bar einnig mikið á iðrakvefi þessu, en það virtist sneiða að mestu leyti fram hjá Önundarfirði. Veiki þessarar gætti mjög lítið á skýrslum, af þvi að ég gaf út almennar, opinberar ráðleggingar við henni í Súgandafirði, svo fáir leituðu mín. Hofsós. Seinni hluta sumarsins og haustið gekk iðrakvef. Það var hvorki útbreitt eða þungt. Skrásettir eru 29. Svarfdæla. Iðrakvef. Það stakk sér niður hér og hvar, og varð þess vart i öllum mánuðum nema júlí, en aldrei varð eiginlegur faraldur að því, enda varð það nál. helmingi fátíðara en 1928. Sóttin var yfir- leitt væg og í engu sérkennileg. Öxarfj. Nokkur faraldur virtist að garnakvefi á bæjunuin í kringum Kópasker, og þar í þorpi í sláturtíðinni, aðallega á mönnum, er unnu í sláturhúsinu, Sennilegt, að matskipti og ofát hafa magnað drauginn. Fljótsdals. Gastroenteritis acuta barst i héraðið í júníbyrjun, og fékk strax töluverða útbreiðslu. Veikin barst um allt héraðið og var viðloðandi fram í nóvember. Þó fáir leituðu læknis, tóku mjög margir veikina. Mér er nær að halda, að flestir héraðsbúar hafi fengið hana. Sumir voru talsvert veikir, með um og' yfir 39° í nokkra daga og illa líðan, en fjöldinn veiktist ekki til muna. Norðfj. Gastroenteritis acuta: Um miðsumarið gekk faraldur af nið- urgangi. Læknis vitjuðu víst töluvert fleiri en komu á skrá í júní, því cg hefi enga skýrslu uin það, hve marga sjúklinga víkar minn hafði, meðan ég dvaldi syðra mest af þeim mánuði. Var fremur væg sótt. Reyðarfj. Af catarrh. intest. acut. voru 5 tilfelli á árinu. Er það mun minna en hefir verið undanfarandi ár. Siðu. Iðrakvef: í maí eru 7 sjúkl. skráðir í farsóttabók á tveimur heimilum. Stúlka flutti veikina með sér, er hún kom úr vetrarvist i Vík í Mýrdal, veiktist eftir að hún kom og 3 að auki á því heimili. Þaðan fluttist svo veikin á hitt heimilið og veiktust þar 3. Ég skráði þessa sjúklinga með cholerina, en við nánari upplýsingar hefi ég fengið sterkan grun um, að hér hafi verið um dysenteri að ræða. Hafi hún gengið í Mýrdalshéraði um þessar mundir, má telja víst, að svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.