Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Page 18
16
aðeins einstaka fengu i)lóðlitaðar hægðir. Sóttin kom harðast niður á
fólki í sveitinni, svo margir urðu frá verki nokkra daga og voru lengi
að ná sér aftur, enda stóðu sumir of lengi \ið verk og versnaði við það.
Á sumum sveitaheimilum tók allt fólkið veikina. Kom það sér illa um
há-sláttinn, því hún var engu fátíðari á fullorðnum en börnum. Eng-
inn dó. Alls skráð á árinu 93 tilfelli.
Borgarfj. Iðrakvef gerði fyrst vart við sig ofarlega í Stafholtstung-
um, breiddist síðan út mjög hægt sveit úr sveit og í nóvember var það
komið héraðið á enda. Þessi veiki hagaði sér nokkuð misjafnlega,
stundum har mest á höfuðverk og beinverkjum, stundum ógleði og
uppsölu, stundum niðurgangi og engu öðru. Stundum fór þetta allt
saman. Aldrei sá ég blóð í saur. Vatnskúr, ópíum, subsalicylas bism.
og tannalbin var helzt ráðlagt við veikinni. Eitt barn dó, á 2. ári.
Flateijrar. Súgfirðingar, sem venjulega hafa verið manna kvefsækn-
astir, hafa sloppið mjög létt við kvef og kvefsótt þetta ár. Aftur á móti
barst til þeirra iðrakvef í júnímánaðarlok og náði mjög almennri út-
breiðslu á skömmum tíma. Ég vissi, að í Dýrafirðinum bar einnig
mikið á iðrakvefi þessu, en það virtist sneiða að mestu leyti fram hjá
Önundarfirði. Veiki þessarar gætti mjög lítið á skýrslum, af þvi að ég
gaf út almennar, opinberar ráðleggingar við henni í Súgandafirði, svo
fáir leituðu mín.
Hofsós. Seinni hluta sumarsins og haustið gekk iðrakvef. Það var
hvorki útbreitt eða þungt. Skrásettir eru 29.
Svarfdæla. Iðrakvef. Það stakk sér niður hér og hvar, og varð þess
vart i öllum mánuðum nema júlí, en aldrei varð eiginlegur faraldur
að því, enda varð það nál. helmingi fátíðara en 1928. Sóttin var yfir-
leitt væg og í engu sérkennileg.
Öxarfj. Nokkur faraldur virtist að garnakvefi á bæjunuin í kringum
Kópasker, og þar í þorpi í sláturtíðinni, aðallega á mönnum, er unnu
í sláturhúsinu, Sennilegt, að matskipti og ofát hafa magnað drauginn.
Fljótsdals. Gastroenteritis acuta barst i héraðið í júníbyrjun, og
fékk strax töluverða útbreiðslu. Veikin barst um allt héraðið og var
viðloðandi fram í nóvember. Þó fáir leituðu læknis, tóku mjög margir
veikina. Mér er nær að halda, að flestir héraðsbúar hafi fengið hana.
Sumir voru talsvert veikir, með um og' yfir 39° í nokkra daga og illa
líðan, en fjöldinn veiktist ekki til muna.
Norðfj. Gastroenteritis acuta: Um miðsumarið gekk faraldur af nið-
urgangi. Læknis vitjuðu víst töluvert fleiri en komu á skrá í júní, því
cg hefi enga skýrslu uin það, hve marga sjúklinga víkar minn hafði,
meðan ég dvaldi syðra mest af þeim mánuði. Var fremur væg sótt.
Reyðarfj. Af catarrh. intest. acut. voru 5 tilfelli á árinu. Er það
mun minna en hefir verið undanfarandi ár.
Siðu. Iðrakvef: í maí eru 7 sjúkl. skráðir í farsóttabók á tveimur
heimilum. Stúlka flutti veikina með sér, er hún kom úr vetrarvist i
Vík í Mýrdal, veiktist eftir að hún kom og 3 að auki á því heimili.
Þaðan fluttist svo veikin á hitt heimilið og veiktust þar 3. Ég skráði
þessa sjúklinga með cholerina, en við nánari upplýsingar hefi ég
fengið sterkan grun um, að hér hafi verið um dysenteri að ræða. Hafi
hún gengið í Mýrdalshéraði um þessar mundir, má telja víst, að svo