Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Qupperneq 19
17
haíi verið. Sóttin hreiddist ekkert út i þetta sinn. En í júlí og ágúst
varð hennar vart, og hygg ég að sá faraldur hafi verið venjulegt iðra-
kvef. Það var vægt í flestum, ómögulegt að vita töln þeirra, sem fengu
það, útbreitt mun það ekki hafa verið, en víst, að fleiri fengu en þeir,
sem leituðu læknisráða, sem voru aðeins 5. í nóv. er einn sjúklingur
skráður, cn enginn faraldur var þá i héraðinu.
Vestmannaeyja. Iðrakvefi bar hér mest á í ágústmánuði. Lá það
niðri i maimánuði, en hefir gert vart við sig í öllum hinum mánuð-
unum.
Eijrarbakka. Gastroenteritis varð vart við allt árið, eins og vant er,
en síðari helming ársins hefir hún gengið sem farsótt, er virtist koma
frá Reykjavík, aílþung á sumum, en þó ekki svo, að verulega kvæði
að því að leitað væri læknis við henni. Þar sem ég fékk að fylgjast með
henni, stóð hún svo sem rúma viku—tvær vikur, og endaði stundum
með miklum herpes labialis.
9. tní'lúensa.
Töflur II, III og IV, 9.
Sjáldingaljöldi árin 1921 1929:
1921 1922 1923 1924 1923 1926 1927 1928 1929
Sjúkl. 5822 2504 1345 4992 941 3114 1993 5090 7110
Dánir 70 24 20 34 7 23 7 17 21
Greinilegur faraldur er að inflúensu á árinu. Ríður hún aðallega
yfir á 3 mánuðum (febr.—marz) og kemur víðast við í héruðum. Þó
er hennar ekki getið í Flateyjar-,' Höfðahverfis-, Reykdæla-, Öxar-
tjarðar-, VopnafjarSar- og Mýrdalshéruðum. Veikin er vfirleitt mjög
væg og ekki mannskæð.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Inflúensa gengur sem hreint takmarkað faraldur janúar til
apríhnán., og sjúkratalan lang-hæst í febrúar, 1985, en alls skráðir
2723. Flestir sjúklingar á aldrinum 1 5 ára (410), 5- 10 ára (366)
og svo aftur á aldrinum 20—30 (529). Veikin var yfirleitt væg. All-
margir fengu þó inflúensulungnabólgu. Aðrar fylgisóttir ekki algeng-
ar. Hvort veiki þessi er áframhald af inflúensufaraldri, sem byrjaði
í okt.—nóv. 1928, eða ný bylgja annars staðar frá, verður ekki upp-
lýst ineð vissu. En erfiðleikar á að þekkja þetta faraldur frá venjulegu
kveffaraldri ekki eins miklir og oftsinnis síðari árin.
Skipaskaga. Inflúensa barst hingað 6. febrúarmán. með kvenmanni,
er dvalið hafði i Rvík. Barst veikin óðfluga út, og mátti heita, að hún
læki hvert heimili af öðru á örstuttum tíma. Barnaskólanum varð að
loka i 4 daga, vegna þess að allir kennarar og meginþorri barnanna
lagðist um líkt leyti. Á sumum heimilum lagðist næstum hvert manns-
barn, en á öðrum tóku hana aðeins 1—2 menn, en fá munu þau heinr-
ili hafa verið, sem sluppu alveg. Eftir fáa daga var hún komin upp um
allar sveitir. Meðgöngutíminn virtist vera rúmur sólarhringur. Blóð-
nasir og eyrnabólga voru tíðir fylgikvillar, bar mest á því i ungling-
um og börnum. Fremur var hún væg; þó virtist liún koma öllu þvngra
2