Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Page 22
20
Eru skráðir 50 sjúklingar með þá veiki. Var hún yfirleitt væg og eng-
um varð hún að bana.
Berufj. Inflúensa kom síðast í feljr. og gekk einkuin í inarz, og var
um garð gengin þegar ég kom hingað. Hún barst hingað með „Esju“
þ. 24. febr. frá Reykjavík. Breiddist veikin mjög fljótt út, og tók hana
fólk á öllum aldri. Einkennin voru hin venjulegu inflúensu-einkenni,
hiti 39—40°, höfuðþyngsli, beinverkir, hósti og uppgangur. Hjá sum-
um sjúkl. bar einkum mikið á rhinitis samfara hnerrum og óþægind-
um í nefi. Þessi síðarnefndu einkenni komu fyrir hjá mörgum eftir
að þeir voru orðnir hitalausir og komnir á fætur. Þá kom og fyrir
epistaxis í þó nokkuð mörgum tilfellum. Mikið af meðalgrófum, hálf-
votuin slímhljóðum heyrðust, rnátti heita, hjá hverjum einasta manni.
Til voru þó þau tilfelli, að ekkert slímhljóð heyrðist, en sjúklingarnir
kvöldust af þurrum belgingshósta, en er á leið sjúkdóminn, kom upp-
gangur og slímhljóð. Aðeins eitt lungnabólgutilfelli kom fyrir. Ein
kona fékk Tub. pulm. upp rir inflúensunni, þ. e. a. s. veikin kom þá
i ljós. Annars náðu menn sér yfirleitt ve) eftir veikina, og eftirköst
virðast lítil hafa verið.
Síðu. Inflúensa koin upp í héraðinu seinnipartinn í febrúar. Smit-
un varð sennilega af enskum strandrnönnum, sem strönduðu á Steins-
mýrarfjöru 17. febr. Voru tveir þeirra kvefaðir en ekki meira en oft er
eftir ofkælingu og hrakninga strandmanna. Þeir höfðu staðið heila
nótt holdvotir á þilfari. Þeir höfðu verið meira en viku í hafi og gáfu
drengskaparvottorð um það, að enginn hefði verið veikur á leiðinni,
og þeir ekki haft mök við önnur skip í hafi. Heilbrigðisvottorð höfðu
þeir með sér frá Skotlandi. Við björgun hjálpuðu margir menn, úr
tveimur hreppum, og er erfitt undir þeim kringumstæðum að gera
það, sem þarf, til þess að forðast smitun, en það því síður gert að
þessu sinni, sem skipstjóri var íslendingur og fullvissaði menn um,
að heilsa þeirra skipverja væri í bezta lagi. Sjálfur mun hann ekki
hafa vitað betur. Næsta morgun reið skipstjóri fram að strandi, og um
kvöldið, er hann kom heim aftur, kvartaði hann um þreytu og hafði
jiá hita, 38,5°. Svo varð ekki meira úr því, og bar víst lítið sem ekkert
á því, að aðrir strandmenn yrðu lasnir. Var svo farið með þá til Reykja-
víkur rétt á eftir, og heyrði ég ekki getið um, að þeir hefðu smitað á
leiðinni. En á bænum, sem þeir dvöldu á, áður en farið var með þá,
mun fljótlega hafa orðið vart lasleika í sumum, en vægt var það. Það
var ekki fyrr en rúmri viku eftir að strandaði, að fyrsti maður veikt-
ist alvarlega. Það var bóndi á bæ í Landbroti, í grend við strandstað-
inn. Hann hafði haft mök við strandmenn daginn eftir að strandaði,
en ekki eftir það. Annars var hann daglega Arið björgun ineð mönnum
af þeim bæ, sem strandmenn dvöldu á. Þessi maður féklc 41° hita,
höfuðverk og beinverki. En hitinn féll fljótt, og var horfinn eftir 2—3
daga, og þegar ég sá manninn á 4. degi, var hann kominn á fætur og
hinn hressasti, en með all-mikið kvef. Þá höfðu flestir tekið veikina
á því heimili og einnig á næsta bæ, og skrifaði ég 16 sjúkl. á þeim
tveimur heimilum; flestir þeirra lágu, en voru ekki þungt haldnir og
sumir lausir við hita. Ég var í þetta sinn sóttur til bónda á næsta bæ
við þá tvo, er ég þegar hefi nefnt; hann var einn veikur á þeim bæ, og