Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Qupperneq 22

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Qupperneq 22
20 Eru skráðir 50 sjúklingar með þá veiki. Var hún yfirleitt væg og eng- um varð hún að bana. Berufj. Inflúensa kom síðast í feljr. og gekk einkuin í inarz, og var um garð gengin þegar ég kom hingað. Hún barst hingað með „Esju“ þ. 24. febr. frá Reykjavík. Breiddist veikin mjög fljótt út, og tók hana fólk á öllum aldri. Einkennin voru hin venjulegu inflúensu-einkenni, hiti 39—40°, höfuðþyngsli, beinverkir, hósti og uppgangur. Hjá sum- um sjúkl. bar einkum mikið á rhinitis samfara hnerrum og óþægind- um í nefi. Þessi síðarnefndu einkenni komu fyrir hjá mörgum eftir að þeir voru orðnir hitalausir og komnir á fætur. Þá kom og fyrir epistaxis í þó nokkuð mörgum tilfellum. Mikið af meðalgrófum, hálf- votuin slímhljóðum heyrðust, rnátti heita, hjá hverjum einasta manni. Til voru þó þau tilfelli, að ekkert slímhljóð heyrðist, en sjúklingarnir kvöldust af þurrum belgingshósta, en er á leið sjúkdóminn, kom upp- gangur og slímhljóð. Aðeins eitt lungnabólgutilfelli kom fyrir. Ein kona fékk Tub. pulm. upp rir inflúensunni, þ. e. a. s. veikin kom þá i ljós. Annars náðu menn sér yfirleitt ve) eftir veikina, og eftirköst virðast lítil hafa verið. Síðu. Inflúensa koin upp í héraðinu seinnipartinn í febrúar. Smit- un varð sennilega af enskum strandrnönnum, sem strönduðu á Steins- mýrarfjöru 17. febr. Voru tveir þeirra kvefaðir en ekki meira en oft er eftir ofkælingu og hrakninga strandmanna. Þeir höfðu staðið heila nótt holdvotir á þilfari. Þeir höfðu verið meira en viku í hafi og gáfu drengskaparvottorð um það, að enginn hefði verið veikur á leiðinni, og þeir ekki haft mök við önnur skip í hafi. Heilbrigðisvottorð höfðu þeir með sér frá Skotlandi. Við björgun hjálpuðu margir menn, úr tveimur hreppum, og er erfitt undir þeim kringumstæðum að gera það, sem þarf, til þess að forðast smitun, en það því síður gert að þessu sinni, sem skipstjóri var íslendingur og fullvissaði menn um, að heilsa þeirra skipverja væri í bezta lagi. Sjálfur mun hann ekki hafa vitað betur. Næsta morgun reið skipstjóri fram að strandi, og um kvöldið, er hann kom heim aftur, kvartaði hann um þreytu og hafði jiá hita, 38,5°. Svo varð ekki meira úr því, og bar víst lítið sem ekkert á því, að aðrir strandmenn yrðu lasnir. Var svo farið með þá til Reykja- víkur rétt á eftir, og heyrði ég ekki getið um, að þeir hefðu smitað á leiðinni. En á bænum, sem þeir dvöldu á, áður en farið var með þá, mun fljótlega hafa orðið vart lasleika í sumum, en vægt var það. Það var ekki fyrr en rúmri viku eftir að strandaði, að fyrsti maður veikt- ist alvarlega. Það var bóndi á bæ í Landbroti, í grend við strandstað- inn. Hann hafði haft mök við strandmenn daginn eftir að strandaði, en ekki eftir það. Annars var hann daglega Arið björgun ineð mönnum af þeim bæ, sem strandmenn dvöldu á. Þessi maður féklc 41° hita, höfuðverk og beinverki. En hitinn féll fljótt, og var horfinn eftir 2—3 daga, og þegar ég sá manninn á 4. degi, var hann kominn á fætur og hinn hressasti, en með all-mikið kvef. Þá höfðu flestir tekið veikina á því heimili og einnig á næsta bæ, og skrifaði ég 16 sjúkl. á þeim tveimur heimilum; flestir þeirra lágu, en voru ekki þungt haldnir og sumir lausir við hita. Ég var í þetta sinn sóttur til bónda á næsta bæ við þá tvo, er ég þegar hefi nefnt; hann var einn veikur á þeim bæ, og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.