Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 36

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 36
önnur einkenni lík. Fáir sjúkliugar urðu verulega gulir ;i luið. fleiri í augum, en á mörgum sást engin gula, aðeins gulumerki í þvagi og á saur. Flestir með tregar hægðir, einstöku með niðurgang. Veikin stóð að jafnaði yfir í 2—3 vikur. 20. Kossageit (impetigo contagiosa). Töflur II, III og IV, 20. Sjúklingafiöldi 1921 1929: 1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 Sjúkl. 18 58 39 63 77 159 98 137 93 Læknar láta þessa getið : Svarfdæla. Kossageit: Fyrstu ár mín í Svarfdælahéraði var kossa- geit alltið, en á síðari árum hefi ég ekki séð nema fáa á ári mcð þenna kvilla. Tvennt mun valda: að kvillinn er orðinn fátíðari en áður, og að lækning hans er auðveld og vandalaus, svo að flestir biðja bai’a um „útbrotasmyrsl“ þau, sem ég hefi vanalega notað (Ung. sulf. sali- cyl., F. n. 1913), án þess að leita læknis fyrir sjúklinginn, svo að lang- fæstir af þeim, sem þenna kvilla hafa — og fá bót við — eru skráðir. Mundi því talning þeirra fáu á sjúkraskrá gefa alveg skakka hugmynd um útbreiðslu kvillans i héraðinu. Ekkert rúm er þessum kvilla heldur ætlað á sjúkraskrám, enda finnst mér sannast að segja, að jafnmein- lítill og auðlæknaður kvilli og impetigo vanalega er, eigi þar ekki heima. Að vísu má segja, að kvillinn sé smitandi, jafnvel fremur en sumir þeir sjúkdómar, sein taldir eru á skránum meðal farsótta, en sama má segja um fleiri sjúkdóma, t. d. Furunculus og Furunculosis, og finnst mér að visu, að nær væri að bæta þeim á skrárnar en kossa- geit, ef þar þætti ekki fullásett. Af þessum ástæðum hefi ég ekki talið kossageit meðal farsótta, og geri ekki nú, en í skýrslu um kvilla skóla- barna tel ég þau tilfelli, sem ég hefi fundið hjá skólabörnum. Öxarff. Næsta algengur hér og mjög leiður kvilli er impetigo con- tagiosa. Um hann mætti skrifa langt mál. Það er hvorttveggja að virus virðist alstaðar nálægur og geta valdið húðkvillum með ýmsum nöfn- um, og' líka, sem er enn skýrara, að veikin heldur við ákveðin heimili (óþrifnaður) og ákveðna menn. Dæmi um það: Við skoðun unglinga- skóla hefir piltur einn hrúður lítið i nasaropi. Nú þó ég vissi af reynsl- unni, að varasamt gæti verið að hafa piltinn í skólanum, þá hafði ég þó reynt hitt oftast, að ekki kæmi að sök. Hrúðrið hafði hann lengi haft heima, að sögn, og ekki smitað systkini sín ung. A meðan hann beið lyfja, braust nú þetta út á vör og andlit, og smitaði hann nú marga i skólanum. Þetta var nú niður kvcðið, eða réttara sagt inn í nösina á stráknum aftur, því þar sat það fram á sumar. Reynist tor- læknað þar nema hjá lækni — og smitaði hann engan síðar. Ekki hefir hann þó læknazt til fulls, því nú, ári siðar, vaknar það í nösinni, berst á eyru og háls og í augu. í langræði og' spítalaleysi er illt við þessa gemlinga að eiga, og' á þeirra reilcning held ég megi skrifa flesta impe- tigosjúklinga. Stundum blundar kvillinn mánuðum, jafnvel árum sam- an i smábólum í hári telpna, og grípur svo um sig á þeim sjálfum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.