Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Qupperneq 36
önnur einkenni lík. Fáir sjúkliugar urðu verulega gulir ;i luið. fleiri
í augum, en á mörgum sást engin gula, aðeins gulumerki í þvagi og
á saur. Flestir með tregar hægðir, einstöku með niðurgang. Veikin
stóð að jafnaði yfir í 2—3 vikur.
20. Kossageit (impetigo contagiosa).
Töflur II, III og IV, 20.
Sjúklingafiöldi 1921 1929:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929
Sjúkl. 18 58 39 63 77 159 98 137 93
Læknar láta þessa getið :
Svarfdæla. Kossageit: Fyrstu ár mín í Svarfdælahéraði var kossa-
geit alltið, en á síðari árum hefi ég ekki séð nema fáa á ári mcð þenna
kvilla. Tvennt mun valda: að kvillinn er orðinn fátíðari en áður,
og að lækning hans er auðveld og vandalaus, svo að flestir biðja bai’a
um „útbrotasmyrsl“ þau, sem ég hefi vanalega notað (Ung. sulf. sali-
cyl., F. n. 1913), án þess að leita læknis fyrir sjúklinginn, svo að lang-
fæstir af þeim, sem þenna kvilla hafa — og fá bót við — eru skráðir.
Mundi því talning þeirra fáu á sjúkraskrá gefa alveg skakka hugmynd
um útbreiðslu kvillans i héraðinu. Ekkert rúm er þessum kvilla heldur
ætlað á sjúkraskrám, enda finnst mér sannast að segja, að jafnmein-
lítill og auðlæknaður kvilli og impetigo vanalega er, eigi þar ekki
heima. Að vísu má segja, að kvillinn sé smitandi, jafnvel fremur en
sumir þeir sjúkdómar, sein taldir eru á skránum meðal farsótta, en
sama má segja um fleiri sjúkdóma, t. d. Furunculus og Furunculosis,
og finnst mér að visu, að nær væri að bæta þeim á skrárnar en kossa-
geit, ef þar þætti ekki fullásett. Af þessum ástæðum hefi ég ekki talið
kossageit meðal farsótta, og geri ekki nú, en í skýrslu um kvilla skóla-
barna tel ég þau tilfelli, sem ég hefi fundið hjá skólabörnum.
Öxarff. Næsta algengur hér og mjög leiður kvilli er impetigo con-
tagiosa. Um hann mætti skrifa langt mál. Það er hvorttveggja að virus
virðist alstaðar nálægur og geta valdið húðkvillum með ýmsum nöfn-
um, og' líka, sem er enn skýrara, að veikin heldur við ákveðin heimili
(óþrifnaður) og ákveðna menn. Dæmi um það: Við skoðun unglinga-
skóla hefir piltur einn hrúður lítið i nasaropi. Nú þó ég vissi af reynsl-
unni, að varasamt gæti verið að hafa piltinn í skólanum, þá hafði ég
þó reynt hitt oftast, að ekki kæmi að sök. Hrúðrið hafði hann lengi
haft heima, að sögn, og ekki smitað systkini sín ung. A meðan hann
beið lyfja, braust nú þetta út á vör og andlit, og smitaði hann nú
marga i skólanum. Þetta var nú niður kvcðið, eða réttara sagt inn í
nösina á stráknum aftur, því þar sat það fram á sumar. Reynist tor-
læknað þar nema hjá lækni — og smitaði hann engan síðar. Ekki hefir
hann þó læknazt til fulls, því nú, ári siðar, vaknar það í nösinni, berst
á eyru og háls og í augu. í langræði og' spítalaleysi er illt við þessa
gemlinga að eiga, og' á þeirra reilcning held ég megi skrifa flesta impe-
tigosjúklinga. Stundum blundar kvillinn mánuðum, jafnvel árum sam-
an i smábólum í hári telpna, og grípur svo um sig á þeim sjálfum