Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 45
43
Vtri- Irinri- Skila- Leirár- og Strand- Alls
Akran.hr. Akran.hr. mannahr. Melahr. arhr. skráðir
1925 ... 9 1 1 11
1926 ... .... 7 1 8
1927 . . . 2 > > >> 1 > > 3
1928 . . . 1 >> >> >> >> 1
1929 ... .... 5 J> 1 >> >> 6
Eins og sést á yfirlitinu, er sjúkratalan hæst árið 1925. Það ár og
árið áður gengu hér mislingar, þá eykst veikin. Árið 1926 gekk inflú-
enza yfir. Næsta ár 1927 og 1928, var hér frámunalega gott heilsu-
far, enda rénar þá veikin. A þessu ári eykst hún nokkuð, enda her
uiest á henni eftir inflúensuna í febrúar.
Borgarjj. Berklaveikin virðist fara í vöxt í héraðinu. Skráðir á ár-
inu 21 sjúklingar, þar af 2 með útvortisberkla. Nokkrir þeirra, sem
ég' hefi skráð í berklabók, virðast nú albata, og mun ég taka þá af
skrá næsta ár, ef ekki ber á veikinni i þeirn þangað til.
Um uppruna berklaveiki í héraðinu er mér ennþá ekki svo kunn-
ugt sem skyldi. Mun ég gera mér far um að rannsaka allt háttalag
veikinnar hér og' skýra seinna frá árangrinum af því.
Tala berklaheimila í hverjum hreppi er sem hér segir:
Norðurárdalur 3, Reykholtsdalur 2, Stafholtstunga 10, Hálsasveit 1,
Andakíll 4, Þverárhlíð 2, Skorradalur 0, Hvítársíða 3, Lundareykja-
dalur 1. Samtals í héraðinu 26 heimili. Stafholtstungur eru langfjöl-
uiennasti hreppurinn.
Veikin virðist helzt ráðast á ungt fólk um tvítugs aldur og
byrjar oft með votri brjósthimnubólgu. Ég hefi gert allmargar
hrákarannsóknir en ekki fundið sýkla nenia hjá tveimur sjúkling-
um. Annar var bóndi í Hvítársíðu, hafði i'cngið pleuritis fyrir 2 ár-
um og Aerið veill síðan, oftast með hósta og uppgang og tæplega
vinnufær. Hann er nú á Vífilsstöðum. Hinn sjúklingurinn var fyr-
verandi bóndi, 82 ára, einnig í Hvítársíðu. Var ég sóttur til hans
vegna meiðslis. Hann hafði haft hósta og uppgang í fjölda mörg
ár, en ekki fengizt um það og jafnan verið vinnufær. Hráki
hans A’ar morandi af berklasýklum. Konan á heimilinu, teng'da-
dóttir hans, veiktist af berklum 1925 og' hefir ekki náð sér til fulls.
Börn hennar hafa ekki veikzt. Mér var sag't, að þessi gamli maður
væri mjög hirðulaus um hráka sína, hefði ekki tekizt að venja hann
af því að hrækja á gólfið. Eg gaf fólkinu varúðarreglur og gamla
manninum hrákabauk, sem hann notar síðan. Börn þessa gamla
manns eru hraust og' hefir ekki borið á berklum í þeim. A Hvítár-
bakka veiktist einn nemandi, piltur um tvítugt, af pleuritis exsudativa
í febrúar, lá heima nokkra mánuði, en síðan á Vífilsstöðum og dó
þar i október. Ef til vill hefir þetta verið primær smitun. Heilsufar
var mjög slærnt á Hvítárbakka þenna vetur, allmargir nemendur
fengu ýmist pleuritis eða langvarandi sliin í lungu. Ekki gat ég fundið
þar neinn, sem væri afsýkjandi, og var skuldinni skellt á hin vondu
búsakynni.
Borgarne.s. Berklahók haldin siðan um aldamól. Alls skráðir 51