Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 46

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 46
44 sjúklingur. Um marga fyrstu sjúklingana í berklabókinni er ekki getið um endanleg afdrif, en að likindum eru ýmsir þeirra dánir nú, sumir farnir í önnur héruð og nokkrir albata. Aldur þessara 51 sjúkl- inga, sem skráðir eru i bókina, er 5—60 ár, flestir eru frá 18—35. S k ý r s 1 a u m k y n o g a f d r i f : Albata Farnir Dauðir Ovissir Eftir menn konur menn konur menn konur menn konur menn konur 9 10 2 2 5 6 6 8 0 3 Af þessum 14, seni taldir eru óvissir (hvað afdrif snertir), g'izka ég á, að 6—7 hafi komizt til heilsu. Eins og ég hefi áður tekið fram í skýrslum minum, þá virðist berklaveiki ekki mjög umsvifamikil hér, og' ekki veit ég af neinu verulegu berklabæli né neinni fjölskyldu, sem verði sérlega illa úti. Sjúkdómurinn stingur sér niður hér og þar í héraðinu, og vanalega eru sjúklingarnir fljótlega sendir á berklahæli; vonandi fer nú að draga úr þessari plágu; stórbætt húsakynni, aukinn þrifnaður og einangrun sjúkra ætti að stuðla að því, auk annarar bættrar aðstöðu. Ólafsvíkur. Berklaveiki i héraðinu fer heldur í vöxt, þótt segja megi að sá vöxtur sé hægfara. Á árinu voru skrásettir 11 nýir sjúklingar, þar af einn utanhéraðs. Albata á árinu eru taldir 7 sjúklingar. Berkla- veikir í árslok ern taldir 38. Reynslan hefir sýnt, að meiri hluti þeirra sjúklinga, sem leita læknis á byrjunarstigi veikinnar, fær tiltölulega fljótan og góðan bata í heimahúsuin. Ég hefi eggjað sjúklinga á að nota sólböð, sérstaklega að sumrinu. Hafa þau mikið færst í vöxt og gefizt vel. Dala. Hvað viðvíkur uppruna berklaveikinnar í Dalasýslu, er erfitt uin að segja. Um síðustu aldamót veit maður að veikin er í Ólafs- dal, og þar veiktust og dóu 4 systkini úr berklum. Ber svo lítið á veikinni í héraðinu fyr en um 1914, er hún gýs upp í Saurbæjarhreppi, og breiddist þar mikið út á næstu árum. Sýktust marg'ir og dóu. Fór veikin svo að réna í hreppnum 1926 og hefir smáminkað síð- an, svo nú er ekki víst um nema 1—2 berklaheimili í hreppnum. í hinum hreppum sýsjunnar hefir veikin stungið sér niður á einstöku bæjum, 1—2 bæjum í hreppi, — ekki náð neinni verulegri útbreiðslu. Á sumum þessara bæja hefir veikin verið lengi (t. d. Glerárskógum), og þrátt fyrir góð húsakynni og varúðarreglur hefir ekki tekizt að komast fyrir hana á bæjum þessum. Tala berklaheimilanna í hverjum einstökum hreppi er þessi: Hörðudalshreppi 1, Laxárdalshreppi 2. Hvammshreppi 2 og Saurbæj- arhreppi 2. Patreksfj. Um uppruna og útbreiðslu veikinnar er ekki hægt að fá neinar áreiðanlegar upplýsingar; þó virðist hún helzt hafa byrjað í þeim hreppum, sem liggja næst og hafa mestar samgöngur við Bíldu- dalshérað. Flateyrar. Um uppruna berklaveikinnar í Flateyrarhéraði get ég ekkert sagt, en það eitt er víst, að hún hefir verið orðin all-útbreidd hér fyrir 50—60 árum; dæmi ég þar eftir sögum greindra manna, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.