Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Blaðsíða 47
15
þó cinkum af því, að ég hefi séð sjúklinga, sem smitazt hafa fyrir svo
mörgum árum; tel ég því nærri vist, að hún sé miklu eldri hér. Hún
er mjög útbreidd hér; á síðustu 5 árum mun hún hafa gert vart við
sig meira og minna á öðru hverju heimili hér í Önundarfirði, — ef
bi'jósthimnubólga og alvarleg kirtlaveiki er talin með — og að mínu
yiti er hún sízt sjaldgæfari í Súgandafirði. í Önundarf. hefir hún drep-
ið allmarga síðustu 5 árin, en aftur á móti sárafáa í Súgandafirði.
Yfirleitt virðist mér hún vera þar mjög útbreidd en hægfara eða væg.
Nú eru 24 á berklaskrá héraðsins, en voru 15 í fyrra; stafar sú mikla
aukning að langmestu leyti af nákvæmara framtali, eftir því sem ég
kynnist fólki betur í héraðinu. I Önundarfirði mun tæplega nokkur
yera vantalinn, þótt hinsvegar sé álitamál og reynslan ein geti skorið
11 r, hvort allir þeir, sem ég' hefi slept af berklaskrá, eigi það skilið.
En á Suðureyri má vera, að einhverjir kroniskir berklasjúklingar
séu ótaldir, þótt ég viti ekki til þess. Skrásettir berklasjúldingar skipt-
ast þannig' á hreppana: Mosvallahreppur með 6 sjúkl. á 5 heimilum
eða tæp 2% ibúa, Flateyrarhreppur með 8 sjúkl. á 7 heimilum eða
f*p 2% íbúa, Suðureyrarhreppur með 10 sjúkl. á 10 heimilum eða
líep 2,5% íbúa.
Bildudals. Um uppruna berklaveiki hér í héraði er inér mjög lítið
kunnugt. Þegar ég kom hingað fyrst, árið 1906, lágu mæðgur tvær í
nánd við kauptúnið aðframkomnar af lungnaberklum. Höfðu komið
fyrir fáum árum úr Hafnarfirði eða Reykjavílc og' þá verið veikar.
Þar áður höfðu ýmsar aðrar manneskjur hér fæddar og uppaldar
verið „brjóstveikar“ og dáið úr þeirri veiki eftir því sem mér hefir
verið sagt, og mun berklaveiki lengi hafa legið hér í landi.
Utbreiðsluháttalagið er mér kunnugra um þau 23 ár, sem ég hefi
verið hér. í berklabók taldir 63, þar af 35 dánir, 17 á Jífi, taldir al-
bata, 3 veikir enn, uin 8 ókunnugt.
Eftir að ýms dæmi hafa verið nefnd segir svo:
Útbreiðsluháttalag berklaveikinnar er í stuttu máli þetta: A heim-
ili kemur bráðsmitandi sóttberi, smitar og' sýkir flestallt eða allt
heimilisfólkið, og þaðan smitast og' sýkist einn og einn af utanheim-
ilismönnum, sem oftast kemur þar og mest mök hefir við heimilið.
Berklaveikisheimili tel ég aðeins þrjú hér í héraði, öll í Suður-
fjarðahreppi — þar af tvö á Bíldudal.
Ég held að þau börn, sem smitast af berklum, án þess að sýkjast
alvarlega, en það er, sem betur fer allur þorri þeirra, sem smitast,
séu í minni sýkingarhættu, síðar meir, en hin, sem tekizt hefir að
vernda frá smitun, en þau börn séu alltaf í hættú þangað til þau hafa
fengið hæga smitun án sýkingar.
Ég hefi nú í 10 ár gert nokknð að því að rannsaka með v. Pirquets
aðferð nokkur börn hér í Bíldudal, á skólaaldri og yngri. A árunum
1921—25 hefi ég rannsakað 97 börn, og þan börn, sem hafa sýnt
negativa reaction, hefi ég rannsakað aftur og aftur til 14 ára aldurs.
50 af þessum börnum hafa alltaf verið negativ og 47 positiv við 14
ára aldur eða fyr. Mörg' af þessum börnum eru nú orðin fullorðin
eða komin um og' yfir tvítugsaldur. Reynslan er sú, að af þessum
50 börnum, sem til 14 ára aldurs sýndu negativa reaction hafa 6 veikzt